Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?

Þorsteinn Þorsteinsson

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar birtist áður 14.3. 2000 en hefur nú verið endurskoðað í ljósi nýrra upplýsinga.


Svarið er já, Plútó er enn flokkaður sem reikistjarna. Hér fer á eftir stutt yfirlit um hnöttinn og síðan er sagt frá tillögu sem nýlega kom fram um að setja hann skör lægra en tíðkast hefur og flokka hann með smærri fyrirbærum.

Bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh (1906-1997) uppgötvaði Plútó árið 1930. Þá höfðu menn um nokkurt skeið talið sig greina smávægileg frávik í brautargöngu Neptúnusar og ályktuðu að þau stöfuðu af þyngdarkrafti frá ókunnum hnetti. Var uppgötvun Plútó talin staðfesting á þessu, en fljótlega kom þó í ljós að massi hnattarins var of lítill til að hann hefði getað valdið frávikunum. Síðar var sýnt fram á að hin áætluðu frávik hefðu byggst á misreikningi.

Braut Plútó um sól er nokkurn veginn sporbaugslaga, eins og brautir annarra reikistjarna, en óvenju ílöng. Hún liggur í sléttu (enska: plane) sem hallast óvenju mikið frá grunnsléttu sólkerfisins, eða um 17 gráður. Tekur það Plútó 248 ár að fara eina umferð um sól og þann 11. febrúar 1999 fór hann út fyrir braut Neptúnusar á ný eftir að hafa verið innan hennar síðan 1979. Að meðaltali er hann um 40 sinnum fjær sólu en jörðin.



Þvermál Plútó er 2300 km og er hann því heldur minni en tungl jarðar. Eðlismassi hans er að meðaltali nálægt 2 g/cm3 og er talið að hann sé úr grjóti að 60 hundraðshlutum. Afgangurinn er talinn vera ís af ýmsum gerðum og þá einkum frosið nitur (köfnunarefni), en einnig nokkuð af frosnu vatni, metani og kolmónoxíði (kolsýringi, CO). Við yfirborð hnattarins er meira en 200 stiga frost.

Um Plútó gengur tunglið Karon (enska: Charon), sem er 900 km að þvermáli og tekur hver umferð þess aðeins rúmlega sex daga.

Plútó er um margt sérstæður meðal hinna níu reikistjarna sólkerfisins. Að stærð og gerð líkist hann hvorki innstu hnöttunum fjórum, Merkúríusi, Venusi, jörðinni og Mars, sem eru að mestu úr föstu eða seigfljótandi bergi og málmum, né ytri hnöttunum stóru, Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi, sem eru að miklu leyti úr loftkenndu eða fljótandi efni.

Á síðari árum hafa stjörnufræðingar fundið á annað hundrað smáhnatta (útstirna) í Kuiper-beltinu svonefnda, sem er utan við braut Neptúnusar. Er talið að í því séu mjög margir ís- og grjóthnettir sem eru eins konar leifar hinnar miklu efnisþoku sem sólkerfið myndaðist úr fyrir um 5 milljörðum ára. Ef Plútó hefði fyrst uppgötvast nú nýlega virðist líklegt að hann hefði verið flokkaður með útstirnum þessum en ekki talinn til reikistjarna. Af þessum ástæðum lagði stjörnufræðingurinn Brian Marsden, við bandarísku Harvard-Smithsonian stjarneðlisfræðistöðina, það til fyrir nokkrum árum að flokkun Plútó yrði framvegis tvöföld: Annars vegar yrði hann áfram talinn með reikistjörnunum níu, en hins vegar einnig með reikistirnum eða smástirnum sólkerfisins (enska: minor planet, asteroid) sem eru á sveimi einkum í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters og í Kuiper-beltinu sem áður var nefnt.

Tillaga þessi leiddi af sér nokkurt fjölmiðlafár og árið 1999 tók nefnd Alþjóðasambands stjörnufræðinga (IAU), sem ber ábyrgð á flokkun og nafngiftum stjarnfræðilegra fyrirbæra, af skarið og lýsti því yfir að ekki stæði til að "lækka Plútó í tign" með því að flokka hann framvegis með smástirnum eða útstirnum.

Stjörnufræðingurinn Clark Chapman ritaði árið 1999 í pistli sínum í tímaritinu The Planetary Report:
Plútó er Plútó og deilur um hvort hann sé hnöttur eða smáhnöttur virðast óþarfar og hlægilegar. Við ættum frekar að beina kröftum okkar að rannsókn hans, enda er hann eini hnöttur sólkerfisins sem geimför hafa ekki enn heimsótt.
Um þessar mundir (2005) ráðgerir Bandaríska geimrannsóknastofnunin NASA að senda könnunarfar af stað til Plútós og Kuiper-beltisins árið 2006. Áætlað er að könnuður þessi verði níu ár á leiðinni til útvarðar sólkerfisins og muni senda til jarðar myndir af Plútó í júlí 2015, teknar í 9600 km fjarlægð frá yfirborði hnattarins. Geimfarinu er síðan ætlað að ferðast áfram og rannsaka útstirni í Kuiper-beltinu um 5-10 ára skeið. Nánari upplýsingar um þennan geimleiðangur er að finna á vefsíðunni: http://pluto.jhuapl.edu

Fleiri svör á vísindavefnum um Plútó eru m.a.:

Höfundur

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

13.10.2005

Spyrjandi

Baldur Ragnarsson

Tilvísun

Þorsteinn Þorsteinsson. „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“ Vísindavefurinn, 13. október 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5328.

Þorsteinn Þorsteinsson. (2005, 13. október). Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5328

Þorsteinn Þorsteinsson. „Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5328>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar birtist áður 14.3. 2000 en hefur nú verið endurskoðað í ljósi nýrra upplýsinga.


Svarið er já, Plútó er enn flokkaður sem reikistjarna. Hér fer á eftir stutt yfirlit um hnöttinn og síðan er sagt frá tillögu sem nýlega kom fram um að setja hann skör lægra en tíðkast hefur og flokka hann með smærri fyrirbærum.

Bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh (1906-1997) uppgötvaði Plútó árið 1930. Þá höfðu menn um nokkurt skeið talið sig greina smávægileg frávik í brautargöngu Neptúnusar og ályktuðu að þau stöfuðu af þyngdarkrafti frá ókunnum hnetti. Var uppgötvun Plútó talin staðfesting á þessu, en fljótlega kom þó í ljós að massi hnattarins var of lítill til að hann hefði getað valdið frávikunum. Síðar var sýnt fram á að hin áætluðu frávik hefðu byggst á misreikningi.

Braut Plútó um sól er nokkurn veginn sporbaugslaga, eins og brautir annarra reikistjarna, en óvenju ílöng. Hún liggur í sléttu (enska: plane) sem hallast óvenju mikið frá grunnsléttu sólkerfisins, eða um 17 gráður. Tekur það Plútó 248 ár að fara eina umferð um sól og þann 11. febrúar 1999 fór hann út fyrir braut Neptúnusar á ný eftir að hafa verið innan hennar síðan 1979. Að meðaltali er hann um 40 sinnum fjær sólu en jörðin.



Þvermál Plútó er 2300 km og er hann því heldur minni en tungl jarðar. Eðlismassi hans er að meðaltali nálægt 2 g/cm3 og er talið að hann sé úr grjóti að 60 hundraðshlutum. Afgangurinn er talinn vera ís af ýmsum gerðum og þá einkum frosið nitur (köfnunarefni), en einnig nokkuð af frosnu vatni, metani og kolmónoxíði (kolsýringi, CO). Við yfirborð hnattarins er meira en 200 stiga frost.

Um Plútó gengur tunglið Karon (enska: Charon), sem er 900 km að þvermáli og tekur hver umferð þess aðeins rúmlega sex daga.

Plútó er um margt sérstæður meðal hinna níu reikistjarna sólkerfisins. Að stærð og gerð líkist hann hvorki innstu hnöttunum fjórum, Merkúríusi, Venusi, jörðinni og Mars, sem eru að mestu úr föstu eða seigfljótandi bergi og málmum, né ytri hnöttunum stóru, Júpíter, Satúrnusi, Úranusi og Neptúnusi, sem eru að miklu leyti úr loftkenndu eða fljótandi efni.

Á síðari árum hafa stjörnufræðingar fundið á annað hundrað smáhnatta (útstirna) í Kuiper-beltinu svonefnda, sem er utan við braut Neptúnusar. Er talið að í því séu mjög margir ís- og grjóthnettir sem eru eins konar leifar hinnar miklu efnisþoku sem sólkerfið myndaðist úr fyrir um 5 milljörðum ára. Ef Plútó hefði fyrst uppgötvast nú nýlega virðist líklegt að hann hefði verið flokkaður með útstirnum þessum en ekki talinn til reikistjarna. Af þessum ástæðum lagði stjörnufræðingurinn Brian Marsden, við bandarísku Harvard-Smithsonian stjarneðlisfræðistöðina, það til fyrir nokkrum árum að flokkun Plútó yrði framvegis tvöföld: Annars vegar yrði hann áfram talinn með reikistjörnunum níu, en hins vegar einnig með reikistirnum eða smástirnum sólkerfisins (enska: minor planet, asteroid) sem eru á sveimi einkum í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters og í Kuiper-beltinu sem áður var nefnt.

Tillaga þessi leiddi af sér nokkurt fjölmiðlafár og árið 1999 tók nefnd Alþjóðasambands stjörnufræðinga (IAU), sem ber ábyrgð á flokkun og nafngiftum stjarnfræðilegra fyrirbæra, af skarið og lýsti því yfir að ekki stæði til að "lækka Plútó í tign" með því að flokka hann framvegis með smástirnum eða útstirnum.

Stjörnufræðingurinn Clark Chapman ritaði árið 1999 í pistli sínum í tímaritinu The Planetary Report:
Plútó er Plútó og deilur um hvort hann sé hnöttur eða smáhnöttur virðast óþarfar og hlægilegar. Við ættum frekar að beina kröftum okkar að rannsókn hans, enda er hann eini hnöttur sólkerfisins sem geimför hafa ekki enn heimsótt.
Um þessar mundir (2005) ráðgerir Bandaríska geimrannsóknastofnunin NASA að senda könnunarfar af stað til Plútós og Kuiper-beltisins árið 2006. Áætlað er að könnuður þessi verði níu ár á leiðinni til útvarðar sólkerfisins og muni senda til jarðar myndir af Plútó í júlí 2015, teknar í 9600 km fjarlægð frá yfirborði hnattarins. Geimfarinu er síðan ætlað að ferðast áfram og rannsaka útstirni í Kuiper-beltinu um 5-10 ára skeið. Nánari upplýsingar um þennan geimleiðangur er að finna á vefsíðunni: http://pluto.jhuapl.edu

Fleiri svör á vísindavefnum um Plútó eru m.a.: