Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er kjörþögli?

Orri Smárason

Upphaflega var spurningin svona:

Getið þið frætt mig um hugtakið kjörþögli eða það að vera kjörþögull, hvert er enska orðið?

Kjörþögli (e. selective mutism) er kvíðaröskun sem einkennist af því að barn sem kann að tala gerir það ekki við ákveðnar félagslegar aðstæður. Oftast lýsir kjörþögli sér þannig að barn sem talar heima hjá sér með eðlilegum hætti neitar að tala í leikskólanum, skólanum eða við aðrar svipaðar aðstæður. Til að kjörþögli sé greind þarf þetta ástand að vara í að minnsta kosti einn mánuð og telst þá fyrsti mánuður skólagöngu ekki með.

Af þeim sem greindir eru með kjörþögli greinast langflestir (um 90%) líka með félagsfælni (e. social phobia) sem lýsir sér í miklum ótta við félagslegar aðstæður, sérstaklega við að vera dæmdur eða metinn af öðrum. Kjörþögli er því mjög tengd feimni og kvíða. Vísbendingar eru um að kjörþögli sé sjaldgæf röskun sem komi fram hjá um 1% barna og sé örlítið algengari hjá stúlkum en hjá drengjum. Nánari rannsóknir skortir þó til að hægt sé að fullyrða um slíkt.

Oft er talið að þeir sem þjást af kjörþögli vaxi upp úr því af sjálfsdáðum með tíð og tíma. Vísbendingar eru þó um að svo sé ekki alltaf og því er mikilvægt að kjörþögul börn fái viðeigandi meðferð og aðstoð sérfræðinga. Sé þetta gert eru horfur þeirra mjög góðar og flest fá fullan bata.

Lesa má meira um kjörþögli á heimasíðu samtaka um kjörþögli, Selective mutism foundation.

Heimildir

  • Mash, E. J. og Wolfe, D. A. (2002). Abnormal Child Psychology (2. útg.). Wadsworth: Belmont.
  • Selective mutism. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Myndin er af Houston Cronicle.

Höfundur

sálfræðingur

Útgáfudagur

28.10.2005

Spyrjandi

Sæmundur Stefánsson

Tilvísun

Orri Smárason. „Hvað er kjörþögli?“ Vísindavefurinn, 28. október 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5361.

Orri Smárason. (2005, 28. október). Hvað er kjörþögli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5361

Orri Smárason. „Hvað er kjörþögli?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5361>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kjörþögli?
Upphaflega var spurningin svona:

Getið þið frætt mig um hugtakið kjörþögli eða það að vera kjörþögull, hvert er enska orðið?

Kjörþögli (e. selective mutism) er kvíðaröskun sem einkennist af því að barn sem kann að tala gerir það ekki við ákveðnar félagslegar aðstæður. Oftast lýsir kjörþögli sér þannig að barn sem talar heima hjá sér með eðlilegum hætti neitar að tala í leikskólanum, skólanum eða við aðrar svipaðar aðstæður. Til að kjörþögli sé greind þarf þetta ástand að vara í að minnsta kosti einn mánuð og telst þá fyrsti mánuður skólagöngu ekki með.

Af þeim sem greindir eru með kjörþögli greinast langflestir (um 90%) líka með félagsfælni (e. social phobia) sem lýsir sér í miklum ótta við félagslegar aðstæður, sérstaklega við að vera dæmdur eða metinn af öðrum. Kjörþögli er því mjög tengd feimni og kvíða. Vísbendingar eru um að kjörþögli sé sjaldgæf röskun sem komi fram hjá um 1% barna og sé örlítið algengari hjá stúlkum en hjá drengjum. Nánari rannsóknir skortir þó til að hægt sé að fullyrða um slíkt.

Oft er talið að þeir sem þjást af kjörþögli vaxi upp úr því af sjálfsdáðum með tíð og tíma. Vísbendingar eru þó um að svo sé ekki alltaf og því er mikilvægt að kjörþögul börn fái viðeigandi meðferð og aðstoð sérfræðinga. Sé þetta gert eru horfur þeirra mjög góðar og flest fá fullan bata.

Lesa má meira um kjörþögli á heimasíðu samtaka um kjörþögli, Selective mutism foundation.

Heimildir

  • Mash, E. J. og Wolfe, D. A. (2002). Abnormal Child Psychology (2. útg.). Wadsworth: Belmont.
  • Selective mutism. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
  • Myndin er af Houston Cronicle.
...