Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?

Jörgen Pind

Já, það er hægt, en stundum sést öðru haldið fram. Má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“.

Grein þessi vakti að vonum mikla athygli og ýtti undir þá skoðun að lesblinda væri ekki til í Kína eða væri að minnsta kosti ekki algeng. Nú er orðið ljóst að hér var um misskilning að ræða og seinni rannsóknir hafa staðfest að kínversk börn geta átt í fullt eins miklum erfiðleikum með lestur eins og börn sem læra að lesa stafrófsskrift. Þetta kom til dæmis fram í rækilegri rannsókn sem gerð var árið 1982 þar sem borin var saman lestrargeta fimmtubekkinga í Taívan, Japan og Bandaríkjunum. Sýndi hún sambærilega dreifingu lestrargetunnar í löndunum þremur.


Ekki var mark takandi á niðurstöðunum sem birtust í greininni í Science þar sem þær byggðust á yfirborðslegum skilningi á eðli hins kínverska ritmáls. Í rannsókninni lærðu bandarísku börnin aðeins að tengja tiltölulega fá kínversk tákn við ensk orð. En það er ekki lestur, til þess þarf langtum dýpri skilning á eðli ritmálsins hvort sem um er að ræða stafrófsskrift eða kínversk rittákn. Flest kínversk rittákn eru gerð úr tveimur hlutum; annar veitir vísbendingu um framburð táknsins en hinn um merkingu þess. Sá sem ætlar sér að verða læs á kínversku verður að læra að ráða í báða þessa hluta en ekkert reyndi á það í fyrrnefndri athugun.

Rannsóknir á Vesturlöndum hafa sýnt að svonefnd hljóðkerfisvitund skiptir mestu máli fyrir það hve fljótt börn verða læs á stafrófsskrift. Nýlegar kínverskar rannsóknir benda til þess að hljóðkerfisvitundin sé líka mikilvæg börnum sem eru að læra að lesa kínversku en sé þó hugsanlega ekki eins áhrifaríkur þáttur og hjá börnum sem læra að lesa stafrófsskrift. Hér má þó skjóta því inn að bæði á meginlandi Kína og á Taívan mun nú vera byrjað á að kenna börnum að lesa kínverska stafrófsskrift áður en hafist er handa við að kenna hið hefðbundna ritmál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Jörgen Pind (1997). Sálfræði ritmáls og talmáls. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  • J. R. Hanley (2005). Learning to read in Chinese. Í M. J. Snowling og C. Hulme (ritstj.) The science of reading: A handbook (bls. 316–335). Oxford: Blackwell Publishing.
  • Myndin er af Tea masters.

Höfundur

Jörgen Pind

prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.11.2005

Spyrjandi

Eiríkur Rafnsson

Tilvísun

Jörgen Pind. „Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5403.

Jörgen Pind. (2005, 14. nóvember). Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5403

Jörgen Pind. „Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5403>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?
Já, það er hægt, en stundum sést öðru haldið fram. Má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“.

Grein þessi vakti að vonum mikla athygli og ýtti undir þá skoðun að lesblinda væri ekki til í Kína eða væri að minnsta kosti ekki algeng. Nú er orðið ljóst að hér var um misskilning að ræða og seinni rannsóknir hafa staðfest að kínversk börn geta átt í fullt eins miklum erfiðleikum með lestur eins og börn sem læra að lesa stafrófsskrift. Þetta kom til dæmis fram í rækilegri rannsókn sem gerð var árið 1982 þar sem borin var saman lestrargeta fimmtubekkinga í Taívan, Japan og Bandaríkjunum. Sýndi hún sambærilega dreifingu lestrargetunnar í löndunum þremur.


Ekki var mark takandi á niðurstöðunum sem birtust í greininni í Science þar sem þær byggðust á yfirborðslegum skilningi á eðli hins kínverska ritmáls. Í rannsókninni lærðu bandarísku börnin aðeins að tengja tiltölulega fá kínversk tákn við ensk orð. En það er ekki lestur, til þess þarf langtum dýpri skilning á eðli ritmálsins hvort sem um er að ræða stafrófsskrift eða kínversk rittákn. Flest kínversk rittákn eru gerð úr tveimur hlutum; annar veitir vísbendingu um framburð táknsins en hinn um merkingu þess. Sá sem ætlar sér að verða læs á kínversku verður að læra að ráða í báða þessa hluta en ekkert reyndi á það í fyrrnefndri athugun.

Rannsóknir á Vesturlöndum hafa sýnt að svonefnd hljóðkerfisvitund skiptir mestu máli fyrir það hve fljótt börn verða læs á stafrófsskrift. Nýlegar kínverskar rannsóknir benda til þess að hljóðkerfisvitundin sé líka mikilvæg börnum sem eru að læra að lesa kínversku en sé þó hugsanlega ekki eins áhrifaríkur þáttur og hjá börnum sem læra að lesa stafrófsskrift. Hér má þó skjóta því inn að bæði á meginlandi Kína og á Taívan mun nú vera byrjað á að kenna börnum að lesa kínverska stafrófsskrift áður en hafist er handa við að kenna hið hefðbundna ritmál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Jörgen Pind (1997). Sálfræði ritmáls og talmáls. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  • J. R. Hanley (2005). Learning to read in Chinese. Í M. J. Snowling og C. Hulme (ritstj.) The science of reading: A handbook (bls. 316–335). Oxford: Blackwell Publishing.
  • Myndin er af Tea masters.
...