Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?

Símon Jón Jóhannsson

Hér er einnig svarað spurningunni:

Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996)

Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður J. Grétarsson skrifar um tilvist drauga í svarinu Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda? Um tilvist huldufólks er svo hægt að lesa í svarinu Eru álfar til? eftir Valdimar Tr. Hafstein. Lesa má um dreka í svarinu Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa? Svo má líka fræðast um þjóðtrú almennt í svari Gísla Sigurðssonar, Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða? Einnig er bent á svarið Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur? eftir Unnar Árnason.


Ýmiss konar vættir.

Einar Ólafur Sveinsson segir í bók sinni Um íslenzkar þjóðsögur að í fornu máli hafi orðið landvættur haft mjög víðtæka merkingu og táknað hvers konar yfirnáttúrlegar verur sem bjuggu í landinu við komu landnámsmanna og vernduðu það.

Í frásögnum af landnámi Íslands eru margar sögur af landvættum. Í Landnámabók segir meðal annars að menn voru varaðir við að sigla að landinu með „gapandi höfuð og gínandi trjónur“ til að styggja ekki landvættina. Þar eru reyndar ýmsar fleiri vættir nefndar svo sem bergbúar, tröll, finngálkn, fossvættir, marbendlar (einnig kallaðir marmennlar) og nykrar. Lesa má meira um finngálkn í svarinu Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson. Um nykra má svo lesa í svari JGÞ, Hvað getir þið sagt mér um nykur?

Sé stuðst við þá skilgreiningu að vættir séu hvers konar yfirnáttúrlegar verur er hægt að kalla þær vættir sem í sjónum búa sjóvætti. Þessum flokki vætta tilheyrðu þá sæskrímsli, marbendlar, hafmeyjar og fleiri kynjaverur.

Frægustu landvættasöguna er að finna í Heimskringlu í Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem segir frá sendimanni Haralds Gormssonar Danakonungs sem fór til Íslands í hvalslíki að kanna þar aðstæður.

Haraldur konungur bauð kunngum manni að fara í hamförum til Íslands og freista hvað hann kynni segja honum. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopnafjörð þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann. En hann lagðist í brott og vestur fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svo mikill að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi og bar höfuðið hærra en fjöllin og margir aðrir jötnar með honum. (Ólafs saga Tryggvasonar 33. kap.)

Engum sögum fer af því hvernig landvættirnar fjórar sem sagt er frá í Heimskringlu

komu til landsins. Þær voru til staðar í landinu þegar landnámsmennirnir settust hér að. Landvættirnar hafa svo verið skjaldberar skjaldarmerkis Íslands frá árinu 1918. Ríkharður Jónsson teiknaði landvættina samkvæmt hugmyndum Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Vilji menn kynna sér skjaldarmerkið nánar er bent er á svar Steinunnar Jakobsdóttur, Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?

Heimildir og mynd

  • Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Reykjavík 1990.
  • Einar Ólafur Sveinsson. Um íslenzkar þjóðsögur. Reykjavík 1940.
  • Helgi Hallgrímsson. „Vættir í Landnámabók.“ Heima er bezt. 1987, 244-247.
  • Netútgáfan.
  • Snorri Sturluson. Heimskringla I. Reykjavík 1944.
  • Myndin er af Mythical monsters. Monstrous.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

17.11.2005

Spyrjandi

Svandís Egilsdóttir

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5415.

Símon Jón Jóhannsson. (2005, 17. nóvember). Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5415

Símon Jón Jóhannsson. „Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5415>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996)

Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður J. Grétarsson skrifar um tilvist drauga í svarinu Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda? Um tilvist huldufólks er svo hægt að lesa í svarinu Eru álfar til? eftir Valdimar Tr. Hafstein. Lesa má um dreka í svarinu Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa? Svo má líka fræðast um þjóðtrú almennt í svari Gísla Sigurðssonar, Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða? Einnig er bent á svarið Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur? eftir Unnar Árnason.


Ýmiss konar vættir.

Einar Ólafur Sveinsson segir í bók sinni Um íslenzkar þjóðsögur að í fornu máli hafi orðið landvættur haft mjög víðtæka merkingu og táknað hvers konar yfirnáttúrlegar verur sem bjuggu í landinu við komu landnámsmanna og vernduðu það.

Í frásögnum af landnámi Íslands eru margar sögur af landvættum. Í Landnámabók segir meðal annars að menn voru varaðir við að sigla að landinu með „gapandi höfuð og gínandi trjónur“ til að styggja ekki landvættina. Þar eru reyndar ýmsar fleiri vættir nefndar svo sem bergbúar, tröll, finngálkn, fossvættir, marbendlar (einnig kallaðir marmennlar) og nykrar. Lesa má meira um finngálkn í svarinu Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson. Um nykra má svo lesa í svari JGÞ, Hvað getir þið sagt mér um nykur?

Sé stuðst við þá skilgreiningu að vættir séu hvers konar yfirnáttúrlegar verur er hægt að kalla þær vættir sem í sjónum búa sjóvætti. Þessum flokki vætta tilheyrðu þá sæskrímsli, marbendlar, hafmeyjar og fleiri kynjaverur.

Frægustu landvættasöguna er að finna í Heimskringlu í Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem segir frá sendimanni Haralds Gormssonar Danakonungs sem fór til Íslands í hvalslíki að kanna þar aðstæður.

Haraldur konungur bauð kunngum manni að fara í hamförum til Íslands og freista hvað hann kynni segja honum. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins fór hann vestur fyrir norðan landið. Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vopnafjörð þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill og fylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann. En hann lagðist í brott og vestur fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svo mikill að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Víkarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi og bar höfuðið hærra en fjöllin og margir aðrir jötnar með honum. (Ólafs saga Tryggvasonar 33. kap.)

Engum sögum fer af því hvernig landvættirnar fjórar sem sagt er frá í Heimskringlu

komu til landsins. Þær voru til staðar í landinu þegar landnámsmennirnir settust hér að. Landvættirnar hafa svo verið skjaldberar skjaldarmerkis Íslands frá árinu 1918. Ríkharður Jónsson teiknaði landvættina samkvæmt hugmyndum Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Vilji menn kynna sér skjaldarmerkið nánar er bent er á svar Steinunnar Jakobsdóttur, Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?

Heimildir og mynd

  • Árni Björnsson. Íslenskt vættatal. Reykjavík 1990.
  • Einar Ólafur Sveinsson. Um íslenzkar þjóðsögur. Reykjavík 1940.
  • Helgi Hallgrímsson. „Vættir í Landnámabók.“ Heima er bezt. 1987, 244-247.
  • Netútgáfan.
  • Snorri Sturluson. Heimskringla I. Reykjavík 1944.
  • Myndin er af Mythical monsters. Monstrous.
...