Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvar snjóar mest hér á landi?

Trausti Jónsson

Hér er einnig svar við spurningunni:
Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi og hvar?

Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi.



Ísland í vetrarbúningi. Mynd tekin úr gervitungli 28. janúar 2004.

Snjókoma getur að öðru jöfnu orðið meiri þar sem úrkoma er mikil en þar sem hún er lítil. Þannig getur snjór orðið mun meiri í Mýrdal en í Reykjavík, þrátt fyrir að meðalhiti sé hærri á fyrrnefnda staðnum og sjaldnar alhvít jörð. Í byggðum landsins er snjór mestur norðan til á Vestfjörðum, til dæmis við Súgandafjörð, norðan til á Ströndum, svo sem víða í Árneshreppi, utan til á Tröllaskaga, frá Fljótum og austur til Ólafsfjarðar, og utan til við Eyjafjörð austanverðan.

Einnig er oft býsna mikill snjór í útsveitum á Norðausturlandi til dæmis á Raufarhöfn og nyrst á Austfjörðum, frá Borgarfirði eystra suður til Norðfjarðar. Af öðrum lágsveitum (sem nú eru í eyði) má nefna Hornstrandir og skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.

Siglufjörður og Ólafsfjörður eru sennilega snjóþyngstu byggðakjarnar landsins.



Á Akureyri getur orðið býsna snjóþungt.

Á stöku stað um sunnan- og vestanvert landið er mikið staðbundið aðfenni sem kallað er. Þar hreinsast snjór að mestu af jörðu þar sem vindhraði er mikill, en safnast saman þar sem hann er minni. Snjór getur þá verið mun meiri þar sem skjól er af húsum og görðum en er á bersvæði. Þau hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem liggja við jaðar byggðarinnar verða alloft fyrir snjóþyngslum af þessu tagi.

Að lokum má nefna að mesta snjódýpt (jafnfallinn snjór) sem mælst hefur á íslenskri veðurstöð var við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum 19. mars 1995, 279 cm.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um snjó, til dæmis:

Myndir:

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

25.11.2005

Spyrjandi

Hörður Valbjörnsson
Vala Valgeirsdóttir

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvar snjóar mest hér á landi?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5436.

Trausti Jónsson. (2005, 25. nóvember). Hvar snjóar mest hér á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5436

Trausti Jónsson. „Hvar snjóar mest hér á landi?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5436>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar snjóar mest hér á landi?
Hér er einnig svar við spurningunni:

Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi og hvar?

Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi.



Ísland í vetrarbúningi. Mynd tekin úr gervitungli 28. janúar 2004.

Snjókoma getur að öðru jöfnu orðið meiri þar sem úrkoma er mikil en þar sem hún er lítil. Þannig getur snjór orðið mun meiri í Mýrdal en í Reykjavík, þrátt fyrir að meðalhiti sé hærri á fyrrnefnda staðnum og sjaldnar alhvít jörð. Í byggðum landsins er snjór mestur norðan til á Vestfjörðum, til dæmis við Súgandafjörð, norðan til á Ströndum, svo sem víða í Árneshreppi, utan til á Tröllaskaga, frá Fljótum og austur til Ólafsfjarðar, og utan til við Eyjafjörð austanverðan.

Einnig er oft býsna mikill snjór í útsveitum á Norðausturlandi til dæmis á Raufarhöfn og nyrst á Austfjörðum, frá Borgarfirði eystra suður til Norðfjarðar. Af öðrum lágsveitum (sem nú eru í eyði) má nefna Hornstrandir og skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.

Siglufjörður og Ólafsfjörður eru sennilega snjóþyngstu byggðakjarnar landsins.



Á Akureyri getur orðið býsna snjóþungt.

Á stöku stað um sunnan- og vestanvert landið er mikið staðbundið aðfenni sem kallað er. Þar hreinsast snjór að mestu af jörðu þar sem vindhraði er mikill, en safnast saman þar sem hann er minni. Snjór getur þá verið mun meiri þar sem skjól er af húsum og görðum en er á bersvæði. Þau hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem liggja við jaðar byggðarinnar verða alloft fyrir snjóþyngslum af þessu tagi.

Að lokum má nefna að mesta snjódýpt (jafnfallinn snjór) sem mælst hefur á íslenskri veðurstöð var við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum 19. mars 1995, 279 cm.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um snjó, til dæmis:

Myndir:...