Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver var John Rawls?

Ágúst H. Ingþórsson

John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur á síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, hlaut háskólamenntun í Princeton-háskóla og útskrifaðist þaðan árið 1950 með doktorspróf í siðfræði. Námið var þó rofið í síðari heimsstyrjöldinni er hann skráði sig í fótgöngulið bandaríska hersins og tók þátt í hernaði á Kyrrahafssvæðinu á árunum 1943-1945. Að námi loknu hóf hann kennslu við Princeton og síðar við Cornwell, MIT og loks við Harvard-háskóla á árinu 1962, þar sem hann kenndi allt til dauðadags.


Höfuðrit John Rawls er bókin Kenning um réttlæti (A Theory of Justice) sem kom út árið 1971. Bókin endurvakti hugmyndir um réttlæti og samfélagssáttmála sem grundvöll stjórnmála. Í henni leitaðist Rawls við að setja fram heildstæða kenningu sem gæti staðið jafnfætis hefðbundnum stjórnmálakenningum til vinsti og hægri. Segja má að meginframlag Rawls til stjórnmálaheimspeki hafi falist í að móta umræðugrundvöll þar sem hugtökin réttlæti og samkomulag gegndu lykilhlutverki. Honum tókst að gera réttlætishugtakið að grundvallarhugtaki í allri umræðu um stjórnmálakenningar svo að jafnvel svarnir andstæðingar hans viðurkenndu að „Stjórnspekingar sem nú eru á dögum verða annaðhvort að vinna verk sitt innan þeirra marka sem Rawls setur þeim, eða þá afsaka frávik sín.“

Kjarninn í kenningu Rawls er sá að stofnanir samfélagsins eigi að byggja á réttlæti og vinna eftir tveimur meginreglum; sú fyrri er að allir skuli hafa sama rétt til frelsis, svo framarlega sem það skerði ekki sambærilegt frelsi annarra manna; síðari reglan kveður á um að ójöfnuður sé aðeins réttlætanlegur ef hann er til hagsbóta fyrir þá sem verst standa í samfélaginu. Meginhugsun Rawls er eftirfarandi (hér í þýðingu Þorsteins Gylfasonar):

Öll frumgæði mannlegs samfélags — frelsi og tækifæri, tekjur og auður og forsendur sjálfsvirðingar — eiga að skiptast jafnt á fólk nema því aðeins að ójöfn skipting einhverra eða allra þessara gæða sé þeim til hagsbóta sem verst eru settir.

Kenningar Rawls hafa haft áhrif á umfjöllun og skrif íslenskra fræðimanna, ekki síður en erlendra. Þorsteinn Gylfason (1942-2005) setti fram eigin kenningu um réttlæti sem sanngirni, sem kallast mjög á við hugmyndir Rawls. Í framhaldi af kenningu Þorsteins urðu nokkur skrif þar sem rætt var um kenningar Rawls, en höfuðrit hans hefur ekki enn verið þýtt á íslensku né ítarleg grein gerð fyrir kenningum hans.

Heimildir og mynd

  • Encyclopædia Britannica. „John Rawls“ Sótt af Encyclopædia Britannica Online 18. desember 2005.
  • Rawls, John, A Theory of Justice, Oxford: Oxford University Press, 1971.
  • Rawls, John, Political Liberalism, New York: Columbia University Press, 1993.
  • Þorstein Gylfason, „Hvað er réttlæti?“ í Skírni, 158. ár (1984), s. 159-222. Sjá umfjöllun í kjölfarið í Tímarit Máls og menningar, 46. árg. (1985) og 47. árg (1986), Skírnir 160. ár (1986) og Hugur, 6. ár (1993-1994).
  • Myndin er af Policy Library „John Ralws“ Sótt af Policy Library 18. desember 2005.

Höfundur

Útgáfudagur

21.12.2005

Spyrjandi

Hlöðver Ingi Gunnarsson

Tilvísun

Ágúst H. Ingþórsson. „Hver var John Rawls?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5503.

Ágúst H. Ingþórsson. (2005, 21. desember). Hver var John Rawls? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5503

Ágúst H. Ingþórsson. „Hver var John Rawls?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5503>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var John Rawls?
John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur á síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, hlaut háskólamenntun í Princeton-háskóla og útskrifaðist þaðan árið 1950 með doktorspróf í siðfræði. Námið var þó rofið í síðari heimsstyrjöldinni er hann skráði sig í fótgöngulið bandaríska hersins og tók þátt í hernaði á Kyrrahafssvæðinu á árunum 1943-1945. Að námi loknu hóf hann kennslu við Princeton og síðar við Cornwell, MIT og loks við Harvard-háskóla á árinu 1962, þar sem hann kenndi allt til dauðadags.


Höfuðrit John Rawls er bókin Kenning um réttlæti (A Theory of Justice) sem kom út árið 1971. Bókin endurvakti hugmyndir um réttlæti og samfélagssáttmála sem grundvöll stjórnmála. Í henni leitaðist Rawls við að setja fram heildstæða kenningu sem gæti staðið jafnfætis hefðbundnum stjórnmálakenningum til vinsti og hægri. Segja má að meginframlag Rawls til stjórnmálaheimspeki hafi falist í að móta umræðugrundvöll þar sem hugtökin réttlæti og samkomulag gegndu lykilhlutverki. Honum tókst að gera réttlætishugtakið að grundvallarhugtaki í allri umræðu um stjórnmálakenningar svo að jafnvel svarnir andstæðingar hans viðurkenndu að „Stjórnspekingar sem nú eru á dögum verða annaðhvort að vinna verk sitt innan þeirra marka sem Rawls setur þeim, eða þá afsaka frávik sín.“

Kjarninn í kenningu Rawls er sá að stofnanir samfélagsins eigi að byggja á réttlæti og vinna eftir tveimur meginreglum; sú fyrri er að allir skuli hafa sama rétt til frelsis, svo framarlega sem það skerði ekki sambærilegt frelsi annarra manna; síðari reglan kveður á um að ójöfnuður sé aðeins réttlætanlegur ef hann er til hagsbóta fyrir þá sem verst standa í samfélaginu. Meginhugsun Rawls er eftirfarandi (hér í þýðingu Þorsteins Gylfasonar):

Öll frumgæði mannlegs samfélags — frelsi og tækifæri, tekjur og auður og forsendur sjálfsvirðingar — eiga að skiptast jafnt á fólk nema því aðeins að ójöfn skipting einhverra eða allra þessara gæða sé þeim til hagsbóta sem verst eru settir.

Kenningar Rawls hafa haft áhrif á umfjöllun og skrif íslenskra fræðimanna, ekki síður en erlendra. Þorsteinn Gylfason (1942-2005) setti fram eigin kenningu um réttlæti sem sanngirni, sem kallast mjög á við hugmyndir Rawls. Í framhaldi af kenningu Þorsteins urðu nokkur skrif þar sem rætt var um kenningar Rawls, en höfuðrit hans hefur ekki enn verið þýtt á íslensku né ítarleg grein gerð fyrir kenningum hans.

Heimildir og mynd

  • Encyclopædia Britannica. „John Rawls“ Sótt af Encyclopædia Britannica Online 18. desember 2005.
  • Rawls, John, A Theory of Justice, Oxford: Oxford University Press, 1971.
  • Rawls, John, Political Liberalism, New York: Columbia University Press, 1993.
  • Þorstein Gylfason, „Hvað er réttlæti?“ í Skírni, 158. ár (1984), s. 159-222. Sjá umfjöllun í kjölfarið í Tímarit Máls og menningar, 46. árg. (1985) og 47. árg (1986), Skírnir 160. ár (1986) og Hugur, 6. ár (1993-1994).
  • Myndin er af Policy Library „John Ralws“ Sótt af Policy Library 18. desember 2005.
...