Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver var Erik H. Erikson?

Sigurlína Davíðsdóttir

Erik Erikson var fyrsti kenningasmiðurinn sem varð þekktur fyrir að setja fram kenningu um allt æviskeiðið frá vöggu til grafar. Fram að því taldi fólk að þroskanum lyki þegar fólk kæmist á fullorðinsár og eftir það lægi leiðin niður á við. Einnig varð hann kunnur fyrir að setja fram þá kenningu að verkefni fólks á unglingsárunum væri að finna sjálfsmynd sína. Þar sem Erikson átti sjálfur í nokkrum erfiðleikum með eigin sjálfsmynd var kannski ekki undarlegt að þetta væri honum ofarlega í huga. Lesa má meira um þroskakenningu Eriksons í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?

Erikson fæddist í Þýskalandi, en foreldrar hans voru danskir. Faðir Eriksons yfirgaf fjölskylduna og móðir hans giftist þýskum barnalækni sem Erik áleit lengi föður sinn. Annar sjálfsmyndarvandi blasti við þar sem Erikson var hávaxinn og ljóshærður en var þó af Gyðingaættum.

Enn var efi um það hver Erikson væri þegar að menntuninni kom, því hann hóf myndlistarnám en lauk því ekki, stundaði þó myndlist um tíma og hélt sýningar. Erikson tók að sér að kenna börnum fólks sem lærði hjá Sigmund Freud en var þó ekki kennaramenntaður. Hann lærði sjálfur sálgreiningu en við blasti sjálfsmyndarvandi þar sem hann var ekki læknir eða geðlæknir eins og aðrir sálgreinendur. Hann byrjaði í doktorsnámi en hætti þar sem honum leiddist það. Eftir að hann setti fram þroskakenningu sína varð hann samt frægur háskólakennari og fólk þyrptist á námskeið til að læra af honum. Þrátt fyrir öll þessi sjálfsmyndarverkefni varð Erik Erikson þannig þekktur og vinsæll fræðimaður og sendi frá sér síðustu bók sína 84 ára gamall, um elliárin.

Margir hafa gagnrýnt kenningu Eriksons. Sumir fræðimenn töldu að hugtökin sem hann notaði væru illa skilgreind og heldur loðin. Erikson sagði sjálfur að hann kæmi ekki inn í fræðasamfélagið sem fræðimaður heldur sem listamaður og kynni því ekki vel á alla innviði þess. Einnig hefur verið fundið að því að hann hafi sett fram þroskaskeiðin út frá þroska karla. Reyndar voru flestar kenningar á þeim tíma settar fram á þennan hátt, hvort sem það var í sálfræði, uppeldisfræði eða læknisfræði. Síðar hefur komið í ljós að kenningarnar áttu stundum við um konur og stundum ekki. Erikson taldi til dæmis að konur gætu í sumum tilfellum þroskað tilfinningu sína um nánd á undan sjálfsmyndinni, en kenningin var samt sett fram þannig að þá væru þær afbrigðilegar. Margir telja að konur þroskist öðruvísi og að ekki sé rétt að telja þær afbrigðilegar þess vegna; fremur eigi að setja fram kenningar um þroska beggja kynja. En þrátt fyrir alla þessa gagnrýni er kenning Eriksons enn vel þekkt og mikið notuð.

Mynd: Erik Erikson (1902-1994). Dr. C. George Boeree. Personality Theories.

Höfundur

lektor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.2.2006

Spyrjandi

Arnór Þrastarson

Tilvísun

Sigurlína Davíðsdóttir. „Hver var Erik H. Erikson?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5627.

Sigurlína Davíðsdóttir. (2006, 8. febrúar). Hver var Erik H. Erikson? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5627

Sigurlína Davíðsdóttir. „Hver var Erik H. Erikson?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5627>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Erik H. Erikson?
Erik Erikson var fyrsti kenningasmiðurinn sem varð þekktur fyrir að setja fram kenningu um allt æviskeiðið frá vöggu til grafar. Fram að því taldi fólk að þroskanum lyki þegar fólk kæmist á fullorðinsár og eftir það lægi leiðin niður á við. Einnig varð hann kunnur fyrir að setja fram þá kenningu að verkefni fólks á unglingsárunum væri að finna sjálfsmynd sína. Þar sem Erikson átti sjálfur í nokkrum erfiðleikum með eigin sjálfsmynd var kannski ekki undarlegt að þetta væri honum ofarlega í huga. Lesa má meira um þroskakenningu Eriksons í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru kenningar Eriks H. Eriksons í uppeldis- og sálfræði?

Erikson fæddist í Þýskalandi, en foreldrar hans voru danskir. Faðir Eriksons yfirgaf fjölskylduna og móðir hans giftist þýskum barnalækni sem Erik áleit lengi föður sinn. Annar sjálfsmyndarvandi blasti við þar sem Erikson var hávaxinn og ljóshærður en var þó af Gyðingaættum.

Enn var efi um það hver Erikson væri þegar að menntuninni kom, því hann hóf myndlistarnám en lauk því ekki, stundaði þó myndlist um tíma og hélt sýningar. Erikson tók að sér að kenna börnum fólks sem lærði hjá Sigmund Freud en var þó ekki kennaramenntaður. Hann lærði sjálfur sálgreiningu en við blasti sjálfsmyndarvandi þar sem hann var ekki læknir eða geðlæknir eins og aðrir sálgreinendur. Hann byrjaði í doktorsnámi en hætti þar sem honum leiddist það. Eftir að hann setti fram þroskakenningu sína varð hann samt frægur háskólakennari og fólk þyrptist á námskeið til að læra af honum. Þrátt fyrir öll þessi sjálfsmyndarverkefni varð Erik Erikson þannig þekktur og vinsæll fræðimaður og sendi frá sér síðustu bók sína 84 ára gamall, um elliárin.

Margir hafa gagnrýnt kenningu Eriksons. Sumir fræðimenn töldu að hugtökin sem hann notaði væru illa skilgreind og heldur loðin. Erikson sagði sjálfur að hann kæmi ekki inn í fræðasamfélagið sem fræðimaður heldur sem listamaður og kynni því ekki vel á alla innviði þess. Einnig hefur verið fundið að því að hann hafi sett fram þroskaskeiðin út frá þroska karla. Reyndar voru flestar kenningar á þeim tíma settar fram á þennan hátt, hvort sem það var í sálfræði, uppeldisfræði eða læknisfræði. Síðar hefur komið í ljós að kenningarnar áttu stundum við um konur og stundum ekki. Erikson taldi til dæmis að konur gætu í sumum tilfellum þroskað tilfinningu sína um nánd á undan sjálfsmyndinni, en kenningin var samt sett fram þannig að þá væru þær afbrigðilegar. Margir telja að konur þroskist öðruvísi og að ekki sé rétt að telja þær afbrigðilegar þess vegna; fremur eigi að setja fram kenningar um þroska beggja kynja. En þrátt fyrir alla þessa gagnrýni er kenning Eriksons enn vel þekkt og mikið notuð.

Mynd: Erik Erikson (1902-1994). Dr. C. George Boeree. Personality Theories....