Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?

Jón Már Halldórsson

Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst.

Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í Suður-Ameríku. Leifar þessa stóra kattardýrs hafa fundist á nokkrum stöðum í Argentínu og í Lagoa Santa-hellunum í sunnanverðri Brasilíu. Yngstu leifarnar eru um tíu þúsund ára gamlar og er talið líklegt að tegundin hafi dáið út undir lok síðustu ísaldar.



Smilodon populator eins og menn sjá hann fyrir sér.

Af beinagrindum S. populator má ráða að dýrin hafi getað orðið allt að 120 cm á hæð við herðakamb og sennilega vegið á bilinu 220 - 340 kg. Þau voru því bæði hærri og vöðvameiri en stærstu kattardýr nútímans, en bæði ljón og tígrisdýr verða ekki mikið stærri en um 100 cm á herðakamb og 120 - 300 kg. Hins vegar voru sverðkettirnir ekki eins langir og stærstu kattardýrin eru í dag.

Helstu einkenni S. populator og annarra sverðkatta (Smilodon spp.) voru ógnarstórar vígtennur sem gátu orðið allt að 18 cm í stærstu einstaklingunum. Tennurnar notuðu þeir líklega til að skera í gegnum þykkt skinn stórra ísaldargrasbíta eins og ungra loðfíla og risaletidýra. Þegar stórvaxnar bráðir sverðkattanna dóu út undir lok ísaldar fór að halla undan fæti hjá sverðköttunum. Fótfrá gresjudýr sem þá komu til sögunnar reyndust sverðköttunum erfið bráð, enda voru þeir stórir og þunglamalegir og ekki mjög hraðskreiðir. Að lokum fór því svo að þeir hurfu líka.

Mynd: ABC.net.au

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.10.2006

Spyrjandi

Guðmundur Reynis

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?“ Vísindavefurinn, 13. október 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6311.

Jón Már Halldórsson. (2006, 13. október). Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6311

Jón Már Halldórsson. „Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6311>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var sverðkötturinn Smilodon populator stærri en ljón?
Sverðkettir voru stórvaxin kattardýr af ættkvíslinni Smilodon og tilheyrðu hinni svokölluðu ísaldarfánu. Að minnsta kosti sex tegundum sverðkatta hefur verið lýst og eru dýr af tegundinni Smilodon populator þeirra stærst.

Talið er að S. populator hafi komið fram fyrir um einni milljón ára, að öllum líkindum í Suður-Ameríku. Leifar þessa stóra kattardýrs hafa fundist á nokkrum stöðum í Argentínu og í Lagoa Santa-hellunum í sunnanverðri Brasilíu. Yngstu leifarnar eru um tíu þúsund ára gamlar og er talið líklegt að tegundin hafi dáið út undir lok síðustu ísaldar.



Smilodon populator eins og menn sjá hann fyrir sér.

Af beinagrindum S. populator má ráða að dýrin hafi getað orðið allt að 120 cm á hæð við herðakamb og sennilega vegið á bilinu 220 - 340 kg. Þau voru því bæði hærri og vöðvameiri en stærstu kattardýr nútímans, en bæði ljón og tígrisdýr verða ekki mikið stærri en um 100 cm á herðakamb og 120 - 300 kg. Hins vegar voru sverðkettirnir ekki eins langir og stærstu kattardýrin eru í dag.

Helstu einkenni S. populator og annarra sverðkatta (Smilodon spp.) voru ógnarstórar vígtennur sem gátu orðið allt að 18 cm í stærstu einstaklingunum. Tennurnar notuðu þeir líklega til að skera í gegnum þykkt skinn stórra ísaldargrasbíta eins og ungra loðfíla og risaletidýra. Þegar stórvaxnar bráðir sverðkattanna dóu út undir lok ísaldar fór að halla undan fæti hjá sverðköttunum. Fótfrá gresjudýr sem þá komu til sögunnar reyndust sverðköttunum erfið bráð, enda voru þeir stórir og þunglamalegir og ekki mjög hraðskreiðir. Að lokum fór því svo að þeir hurfu líka.

Mynd: ABC.net.au...