Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er kjörþyngd 13 ára drengs?

Björn Sigurður Gunnarsson

Það er mjög breytilegt hvað börn í sama aldurshópi eru þung, sérstaklega hjá 11-14 ára börnum, þar sem sum ná kynþroska snemma og önnur seinna. Líkamsþyngd eins barns getur verið tvöföld líkamsþyngd annars, en bæði börnin eðlileg miðað við sinn vaxtarhraða og þroska. Af þessum sökum er erfitt að benda á einhverja eina þyngd sem "rétta" eða kjörþyngd fyrir börn eða unglinga í þessum aldurshópi. Mun auðveldara er að fást við þetta hjá fullorðnum sem eiga að hafa náð sinni réttu stærð og eiga því ekki eftir að vaxa meira (nema auðvitað sumir á þverveginn), og má segja að það sé fyrst og fremst hjá fullorðnum sem hægt er með góðu móti að nota hugtakið kjörþyngd.

Í Norrænum ráðleggingum um mataræði er að finna ráðleggingar um orkuinntöku á meðallíkamsþyngd. Þar er meðalþyngd drengja 11-14 ára 41,3 kg sem byggist á dönskum heimildum. Í vaxtarlínuritum sem stuðst er við hérlendis er þyngd 13 ára drengja á bilinu 30-60 kg (-2 SF til +2 SF), þar sem SF er staðalfrávik frá meðaltali. Þessi vaxtarlínurit eru byggð á sænskum börnum og eru komin nokkuð til ára sinna og má því segja að þau séu úrelt. Íslenskir barnalæknar vinna nú að gerð alíslenskra vaxtarlínurita sem munu verða gefin út bráðlega. Til að fá frekari upplýsingar um þessi mál og mat á eigin þyngd má benda á heimilislækni eða skólahjúkrunarfræðing.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

28.8.2000

Spyrjandi

Sigurjón Kárason, fæddur 1987

Efnisorð

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hver er kjörþyngd 13 ára drengs?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=856.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 28. ágúst). Hver er kjörþyngd 13 ára drengs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=856

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hver er kjörþyngd 13 ára drengs?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=856>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er kjörþyngd 13 ára drengs?
Það er mjög breytilegt hvað börn í sama aldurshópi eru þung, sérstaklega hjá 11-14 ára börnum, þar sem sum ná kynþroska snemma og önnur seinna. Líkamsþyngd eins barns getur verið tvöföld líkamsþyngd annars, en bæði börnin eðlileg miðað við sinn vaxtarhraða og þroska. Af þessum sökum er erfitt að benda á einhverja eina þyngd sem "rétta" eða kjörþyngd fyrir börn eða unglinga í þessum aldurshópi. Mun auðveldara er að fást við þetta hjá fullorðnum sem eiga að hafa náð sinni réttu stærð og eiga því ekki eftir að vaxa meira (nema auðvitað sumir á þverveginn), og má segja að það sé fyrst og fremst hjá fullorðnum sem hægt er með góðu móti að nota hugtakið kjörþyngd.

Í Norrænum ráðleggingum um mataræði er að finna ráðleggingar um orkuinntöku á meðallíkamsþyngd. Þar er meðalþyngd drengja 11-14 ára 41,3 kg sem byggist á dönskum heimildum. Í vaxtarlínuritum sem stuðst er við hérlendis er þyngd 13 ára drengja á bilinu 30-60 kg (-2 SF til +2 SF), þar sem SF er staðalfrávik frá meðaltali. Þessi vaxtarlínurit eru byggð á sænskum börnum og eru komin nokkuð til ára sinna og má því segja að þau séu úrelt. Íslenskir barnalæknar vinna nú að gerð alíslenskra vaxtarlínurita sem munu verða gefin út bráðlega. Til að fá frekari upplýsingar um þessi mál og mat á eigin þyngd má benda á heimilislækni eða skólahjúkrunarfræðing.

...