Ekki er vitað af hverju fólk gnístir tönnum en margt bendir til að orsökin sé oftast einhvers konar streita. Einnig er til í dæminu að þetta stafi af skökku biti, ofnæmi eða óheppilegri svefnstellingu og vitað er að sum lyf, þreyta og áfengi geta gert ástandið verra. Stundum er ástæða til að útvega bitvörn sem sofið er með til að hlífa tönnum og tannholdi og bitvörn getur einnig hlíft kjálkaliðunum. Stundum er hjálp í því að breyta um svefnstellingu. Ef allt annað bregst er stundum ástæða til að grípa til kvíðastillandi lyfja í stuttan tíma. Besta lausnin er þó oftast fólgin í því að ná tökum á lífi sínu og losna þar með við streitu.
Mynd og áhugavert efni á ensku: Bruxism (Teeth Clenching or Grinding): Advice, Links, Resources