Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson

Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús lofar að bíði mannanna eftir endalok tímans, hin nýja Jerúsalem.

Við þekkjum dóm Guðs á krossi og í upprisu Krists sem er endanlegur, og hluti þess dóms og sigurs var að rífa niður hlið heljar. Já, starf Jesú var og er að rífa niður öll víti.

Við þekkjum öll að þær kvalir sem óttaslegin samviska veldur, þær eru oft slíkar að það er eins og við líðum í samvisku okkar eilífan dóm og kvöl. Þrátt fyrir að tímalega vari hún aðeins stutta stund. Því það er eins og þjáningin, og þá sérstaklega andleg þjáning, geti gert andartak að heilli eilífð. Á meðan gleðin getur gert eilífðina að andartaki. Og hvað gerði og gerir Kristur annað með fyrirgefningarorði sínu, en að leysa okkur undan þessum eilífa dómi og þjáningu okkar, og þá til gleði og friðar í honum.

Hvað opinberast þá í dóminum á efsta degi? Þar mun opinberast hvernig við létum orð hans móta líf okkar og verk. Því eins og Páll segir:

Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast í eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggir ofan á, mun hann taka laun. Ef verkið brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.“ 1 Kor 3.11—15.

[…] Hittum við þá sem við elskum hinu megin? Já og hina líka. - Úr erindi Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, fluttu á fundi KFUM 17. febrúar 1998: Sigur Krists er endurlausn okkar.
Við vísum að öðru leyti í svör sömu höfunda við spurningunni Hvert fer sálin eftir dauðann? og Er himnaríki til?

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

stundakennari í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.9.2000

Spyrjandi

Sæmundur Oddsson

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?“ Vísindavefurinn, 15. september 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=911.

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. (2000, 15. september). Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=911

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=911>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús lofar að bíði mannanna eftir endalok tímans, hin nýja Jerúsalem.

Við þekkjum dóm Guðs á krossi og í upprisu Krists sem er endanlegur, og hluti þess dóms og sigurs var að rífa niður hlið heljar. Já, starf Jesú var og er að rífa niður öll víti.

Við þekkjum öll að þær kvalir sem óttaslegin samviska veldur, þær eru oft slíkar að það er eins og við líðum í samvisku okkar eilífan dóm og kvöl. Þrátt fyrir að tímalega vari hún aðeins stutta stund. Því það er eins og þjáningin, og þá sérstaklega andleg þjáning, geti gert andartak að heilli eilífð. Á meðan gleðin getur gert eilífðina að andartaki. Og hvað gerði og gerir Kristur annað með fyrirgefningarorði sínu, en að leysa okkur undan þessum eilífa dómi og þjáningu okkar, og þá til gleði og friðar í honum.

Hvað opinberast þá í dóminum á efsta degi? Þar mun opinberast hvernig við létum orð hans móta líf okkar og verk. Því eins og Páll segir:

Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast í eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggir ofan á, mun hann taka laun. Ef verkið brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.“ 1 Kor 3.11—15.

[…] Hittum við þá sem við elskum hinu megin? Já og hina líka. - Úr erindi Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, fluttu á fundi KFUM 17. febrúar 1998: Sigur Krists er endurlausn okkar.
Við vísum að öðru leyti í svör sömu höfunda við spurningunni Hvert fer sálin eftir dauðann? og Er himnaríki til?...