Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig urðu orð til?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Flestir þeir sem fjallað hafa um uppruna mannlegs máls gera ráð fyrir að orð hafi í fyrstu verið einhvers konar hljóðlíkingar. Maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Orð verða til á þennan hátt enn þann dag í dag. Þegar öndin er kölluð brabra er verið að líkja eftir því hljóði sem hún gefur frá sér, sama á við um voffvoff, meme og hoho svo að dæmi séu nefnd úr barnamáli. Sagnirnar ussa, fussa, sussa og plomsa eru allar dæmi um hljóðlíkingar. Þær þrjár fyrstu lýsa hljóðum sem menn gefa frá sér til að þagga niður í e-m eða lýsa vanþóknun sinni á e-u. Hin fjórða lýsir því hljóði sem verður til þegar hlutur dettur í vatn.

Margt þykir benda til þess að forfeður nútímamannsins hafi lifað dreift og smám saman hafi myndast flokkar sem notuðu bendingar og hljóðtákn til þess að koma á samskiptum hver við annan. Þessum hljóðtáknum hafi hægt og hægt fjölgað, þau fest við ákveðna hluti og orðið heiti þeirra. Eftir því sem maðurinn náði hærra vitsmunastigi fjölgaði þeim hlutum og fyrirbærum sem hann þurfti að nefna og orðaforði hinna ýmsu hópa óx jafnt og þétt. Þessi þróun orðaforðans hefur haldið áfram allt til dagsins í dag en orðmyndunin hefur lagað sig að þeim reglum sem gilda í hverju þjóðfélagi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.10.2000

Spyrjandi

Þórunn Jakobsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig urðu orð til?“ Vísindavefurinn, 18. október 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1005.

Guðrún Kvaran. (2000, 18. október). Hvernig urðu orð til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1005

Guðrún Kvaran. „Hvernig urðu orð til?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1005>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu orð til?
Flestir þeir sem fjallað hafa um uppruna mannlegs máls gera ráð fyrir að orð hafi í fyrstu verið einhvers konar hljóðlíkingar. Maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Orð verða til á þennan hátt enn þann dag í dag. Þegar öndin er kölluð brabra er verið að líkja eftir því hljóði sem hún gefur frá sér, sama á við um voffvoff, meme og hoho svo að dæmi séu nefnd úr barnamáli. Sagnirnar ussa, fussa, sussa og plomsa eru allar dæmi um hljóðlíkingar. Þær þrjár fyrstu lýsa hljóðum sem menn gefa frá sér til að þagga niður í e-m eða lýsa vanþóknun sinni á e-u. Hin fjórða lýsir því hljóði sem verður til þegar hlutur dettur í vatn.

Margt þykir benda til þess að forfeður nútímamannsins hafi lifað dreift og smám saman hafi myndast flokkar sem notuðu bendingar og hljóðtákn til þess að koma á samskiptum hver við annan. Þessum hljóðtáknum hafi hægt og hægt fjölgað, þau fest við ákveðna hluti og orðið heiti þeirra. Eftir því sem maðurinn náði hærra vitsmunastigi fjölgaði þeim hlutum og fyrirbærum sem hann þurfti að nefna og orðaforði hinna ýmsu hópa óx jafnt og þétt. Þessi þróun orðaforðans hefur haldið áfram allt til dagsins í dag en orðmyndunin hefur lagað sig að þeim reglum sem gilda í hverju þjóðfélagi. ...