Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða djúpsjávardýr er stærst?

Stærsta dýrið í undirdjúpunum er talið vera risasmokkfiskurinn (Architeuthis dux). Margar þjóðsögur hafa spunnist um þetta dýr og stærð þess en vitað er að einstaklingar þessarar tegundar hafa náð gríðalegri stærð.Stærsti risasmokkfiskurinn sem mældur hefur verið er dýr sem rak á land nærri Timble Tickle í Bandaríkjunum 2. nóvember 1878. Þrír sjómenn sem þá voru við vinnu sáu eitthvað torkennilegt í fjörunni og töldu það vera einhvers konar flak. Við nánari eftirgrennslan reyndist fyrirbærið vera hálfdauður risasmokkfiskur. Mælingar sjómannanna sýndu að skrokkur dýrsins var rúmir 7 metrar á lengd og lengri armar dýrsins rúmir 12 metrar. Heildarlengd dýrsins var því rúmir 19 metrar og þyngdin var vel yfir 1 tonn. Dýrið var að lokum bútað niður í hundamat.

Talið er að risasmokkfiskar verði venjulega frá 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 og upp í 300 kg á þyngd.

Risasmokkfiskar hafa fundist í norðanverðu Atlantshafi, suður að Azoreyjum og einnig hafa dýr verið veidd um allt Kyrrahaf.

Vísindamenn hafa ekki náð að afla sér mikillar þekkingar um lífshætti tegundarinnar en talið er að risasmokkfiskurinn lifir á dýpi frá 500 metrum og allt niður í 4000 metra.

Risasmokkfiskar eru rándýr og hafa menn orðið vitni að því þegar þeir hafa ráðist á litla hvali. Eitt slíkt tilvik varð nærri ströndum Suður-Afríku árið 1966. Tveir vitaverðir fylgdust þá með því þegar risasmokkfiskur réðist á ungan kálf meðan móðir kálfsins sem var af tegund suðurhafssléttbaka horfði á og gat ekki komið ungviði sínu til bjargar. Í einn og hálfan klukkutíma reyndi ófreskjan að drekkja kálfinum. Að lokum gafst kálfurinn upp og hvarf í djúpið. Stuttu síðar synti móðir kálfsins einsömul út á opið hafið.Mynd: Architeuthis dux

Útgáfudagur

19.10.2000

Spyrjandi

Geir Konráð Theodórsson, f. 1986

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða djúpsjávardýr er stærst?“ Vísindavefurinn, 19. október 2000. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1007.

Jón Már Halldórsson. (2000, 19. október). Hvaða djúpsjávardýr er stærst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1007

Jón Már Halldórsson. „Hvaða djúpsjávardýr er stærst?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2000. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1007>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.