Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon?

Lítrinn kemst nokkuð nálægt því að samsvara því sem Bandaríkjamenn kalla "quart" en það er, eins og nafnið bendir til, fjórðungur úr galloni. Lítrum er breytt í bandarísk gallon með því að margfalda með 0,26417 eða deila með 3,78541. Einn lítri samsvarar sem sagt rúmlega fjórðungi (0,26417) úr galloni og gallonið samsvarar 3,78541 lítrum.

Til gamans má svo geta þess að í Bandaríkjunum er algengt að fólk kaupi mjólkina sína í gallonabrúsum þótt hún sé líka fáanleg í hálf-gallona og kvart-gallona umbúðum. Því er ekki að furða að bandarískir kæliskápar skuli almennt vera í stærra lagi.

Á netinu má finna fjölmargar vefsíður þar sem hægt er að láta umreikna af einni mælieiningu yfir á aðra. Lesendur geta til dæmis sjálfir reynt að breyta lítrum í gallon, millilítrum í únsur eða jafnvel kílóvattstundum í kílókalóríur með því að skoða Convert-me.com eða Megaconverter.

Sjá einnig:

Útgáfudagur

19.10.2000

Spyrjandi

Kristinn Sigurðsson, fæddur 1984

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

heimspekingur

Tilvísun

EMB. „Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon?“ Vísindavefurinn, 19. október 2000. Sótt 20. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=1012.

EMB. (2000, 19. október). Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1012

EMB. „Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2000. Vefsíða. 20. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1012>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Helgason

1946

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627.