Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?

Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið 'computer' varð orðið tölva fyrir valinu. Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orðið rafeindareiknir. Tölva er myndað eftir orðum eins og slöngva og völva. Rétt mynd er því tölva sem beygist svona:

et.ft.

nf.tölvatölvur

þf.tölvutölvur

þgf.tölvutölvum

ef.tölvutölva

Benda má á greinina „Um orðið tölva“ eftir Baldur Jónsson í Sagnaþingi helguðu Jónasi Kristjánssyni. I: 33-44. Reykjavík 1994.

Í þessu svari felst að íslenska nýyrðið er tölva en ekki "talva".

Útgáfudagur

20.10.2000

Spyrjandi

Yngvi Gunnarsson

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?“ Vísindavefurinn, 20. október 2000. Sótt 20. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=1013.

Guðrún Kvaran. (2000, 20. október). Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1013

Guðrún Kvaran. „Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2000. Vefsíða. 20. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1013>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Helgason

1946

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627.