Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?

Ögmundur Jónsson

Lofthjúpur Mars er mjög þunnur. Loftþrýstingurinn þar er aðeins 7 millibör en meðalloftþrýstingur við sjávarmál á jörðinni er 1013 millibör. Um 95% lofthjúpsins er koltvísýringur (CO2) en 3% er nitur (köfnunarefni, N2). Aðrar lofttegundir sem finna má eru argon, súrefni, koleinsýringur og vatnsgufa.

Þótt lofthjúpur Mars sé svona þunnur er vissulega hægt að segja að þar sé veður. Til dæmis verða af og til gríðarlega umfangsmiklir sandstormar sem geta jafnvel hulið plánetuna alla. Þar sem loftþrýstingur er svona lítill hlýtur sandurinn að vera mjög fíngerður úr því að vindurinn getur borið hann. Þessi salli hefur sest í botninn á loftsteinagígum Mars sem eru flestir milljarða ára gamlir.

Lofthjúpur Mars er örþunnur og að mestu leyti úr koldíoxíði.

Talið er að lofthjúpur Mars hafi eitt sinn verið svipaður lofthjúpi jarðar. Aðalástæðan er sú að á yfirborðinu eru merki um að þar hafi áður runnið vatn en til þess þyrfti lofthiti að vera mun hærri en hann er nú því að hann er núna nær alltaf fyrir neðan frostmark vatns. Líklegasta skýringin á hærri hita áður fyrr er gróðurhúsaáhrif.

Þar sem lofthjúpur Jarðar og Mars er gagnsær fyrir sólarljósi hitar sólin hann ekki beint. En endurkast frá yfirborðinu inniheldur meira af innrauðu ljósi sem vatnsgufa og koltvísýringur draga í sig. Þá hitnar loftið. Því er talið að lofthjúpur Mars hafi áður innihaldið þessar gastegundir í mun meira magni en hafi misst þær af ýmsum ástæðum.

Sjá nánar um veður á öðrum plánetum en Jörðinni í þessu svari.

Mynd:

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

22.10.2000

Spyrjandi

Þorbjörg Halldórsdóttir, Erna Karen
Óskarsdóttir og Sigríður Rósa Snorradóttir

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?“ Vísindavefurinn, 22. október 2000, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1018.

Ögmundur Jónsson. (2000, 22. október). Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1018

Ögmundur Jónsson. „Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2000. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?
Lofthjúpur Mars er mjög þunnur. Loftþrýstingurinn þar er aðeins 7 millibör en meðalloftþrýstingur við sjávarmál á jörðinni er 1013 millibör. Um 95% lofthjúpsins er koltvísýringur (CO2) en 3% er nitur (köfnunarefni, N2). Aðrar lofttegundir sem finna má eru argon, súrefni, koleinsýringur og vatnsgufa.

Þótt lofthjúpur Mars sé svona þunnur er vissulega hægt að segja að þar sé veður. Til dæmis verða af og til gríðarlega umfangsmiklir sandstormar sem geta jafnvel hulið plánetuna alla. Þar sem loftþrýstingur er svona lítill hlýtur sandurinn að vera mjög fíngerður úr því að vindurinn getur borið hann. Þessi salli hefur sest í botninn á loftsteinagígum Mars sem eru flestir milljarða ára gamlir.

Lofthjúpur Mars er örþunnur og að mestu leyti úr koldíoxíði.

Talið er að lofthjúpur Mars hafi eitt sinn verið svipaður lofthjúpi jarðar. Aðalástæðan er sú að á yfirborðinu eru merki um að þar hafi áður runnið vatn en til þess þyrfti lofthiti að vera mun hærri en hann er nú því að hann er núna nær alltaf fyrir neðan frostmark vatns. Líklegasta skýringin á hærri hita áður fyrr er gróðurhúsaáhrif.

Þar sem lofthjúpur Jarðar og Mars er gagnsær fyrir sólarljósi hitar sólin hann ekki beint. En endurkast frá yfirborðinu inniheldur meira af innrauðu ljósi sem vatnsgufa og koltvísýringur draga í sig. Þá hitnar loftið. Því er talið að lofthjúpur Mars hafi áður innihaldið þessar gastegundir í mun meira magni en hafi misst þær af ýmsum ástæðum.

Sjá nánar um veður á öðrum plánetum en Jörðinni í þessu svari.

Mynd:...