Stjörnuhliðrunin dugir ágætlega til að mæla vegalengdir til sólstjarna í nágrenni okkar í Vetrarbrautinni. En þegar lengra dregur verður hliðrunarhornið of lítið til að unnt sé að mæla það með nægilegri nákvæmni. En þá taka aðrar aðferðir við sem byggjast til dæmis á tilteknum hópum stjarna sem sýna reglubundin fyrirbæri sem tengjast til dæmis reyndarbirtu þeirra. Með því að bera hana saman við sýndarbirtuna má áætla fjarlægð þessara stjarna. Svipaðar aðferðir eru síðan notaðar til að meta fjarlægð til nálægra vetrarbrauta. Eftir að það hafði verið gert við nægilega margar vetrarbrautir kom í ljós að þær væru að fjarlægjast okkur með því meiri hraða sem þær voru lengra í burtu (lögmál Hubbles). Þessi hraði kemur meðal annars fram í því að ljósið sem berst okkur frá fjarlægum vetrarbrautum verður rauðara en ella. Við getum mælt breytinguna, sem við köllum rauðvik, og síðan notað hana til að áætla fjarlægðir til vetrarbrauta sem eru ennþá lengra í burtu og bætast smám saman í hóp þeirra sem mælingar ná til. Lesefni: Þorsteinn Vilhjálmsson, Heimsmynd á hverfanda hveli: Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons II. Reykjavík: Mál og menning, 1987. (Einkum "Viðauki 7: Beinar mælingar á hreyfingu jarðar", bls. 321-325).
Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?
Stjörnuhliðrunin dugir ágætlega til að mæla vegalengdir til sólstjarna í nágrenni okkar í Vetrarbrautinni. En þegar lengra dregur verður hliðrunarhornið of lítið til að unnt sé að mæla það með nægilegri nákvæmni. En þá taka aðrar aðferðir við sem byggjast til dæmis á tilteknum hópum stjarna sem sýna reglubundin fyrirbæri sem tengjast til dæmis reyndarbirtu þeirra. Með því að bera hana saman við sýndarbirtuna má áætla fjarlægð þessara stjarna. Svipaðar aðferðir eru síðan notaðar til að meta fjarlægð til nálægra vetrarbrauta. Eftir að það hafði verið gert við nægilega margar vetrarbrautir kom í ljós að þær væru að fjarlægjast okkur með því meiri hraða sem þær voru lengra í burtu (lögmál Hubbles). Þessi hraði kemur meðal annars fram í því að ljósið sem berst okkur frá fjarlægum vetrarbrautum verður rauðara en ella. Við getum mælt breytinguna, sem við köllum rauðvik, og síðan notað hana til að áætla fjarlægðir til vetrarbrauta sem eru ennþá lengra í burtu og bætast smám saman í hóp þeirra sem mælingar ná til. Lesefni: Þorsteinn Vilhjálmsson, Heimsmynd á hverfanda hveli: Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons II. Reykjavík: Mál og menning, 1987. (Einkum "Viðauki 7: Beinar mælingar á hreyfingu jarðar", bls. 321-325).
Útgáfudagur
23.10.2000
Spyrjandi
Gígja Ísis Guðjónsdóttir, fædd 1989
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?“ Vísindavefurinn, 23. október 2000, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1021.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 23. október). Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1021
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2000. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1021>.