Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sjóðstreymi?

Jónas G. Friðþjófsson

Afkoma fyrirtækis á ákveðnu rekstrartímabili er jöfn tekjum þess á tímabilinu að frádregnum gjöldum á sama tímabili. Tekjurnar eru þannig tekjufærðar og gjöldin gjaldfærð á tímabilinu.

Innstreymi tekna í peningum getur átt sér stað á öðrum tíma en tekjufærslan. Hið sama gildir um gjöldin. Þetta leiðir til þess að hagnaður fyrirtækis á ákveðnu rekstrartímabili samsvarar ekki endilega aukningu á handbæru fé eða sjóðum félagsins á rekstrarárinu. Að sama skapi þarf tap af rekstri félags á ákveðnu rekstrartímabili ekki að þýða að sjóðseign þess hafi minnkað sem tapinu nemur.

Sjóðstreymi er heiti á breytingu á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili, til dæmis frá upphafi til loka ársins. Eins og nafnið bendir til streymir ýmist í sjóðinn eða úr honum. Þrennt hefur áhrif á sjóðsstöðu fyrirtækis: rekstrarhreyfingar, fjárfestingahreyfingar og fjármögnunarhreyfingar.

Sé afkoma tímabilsins (hagnaður eða tap) leiðrétt vegna tekna og gjalda sem hafa ekki áhrif á sjóðsstöðu fæst svokallað veltufé frá rekstri. Veltufé frá rekstri er sjóðstreymistala sem lýsir fjármunamyndun félagsins á tímabilinu. Oftast er þessi tala svipuð rekstrarafkomunni að viðbættum gjaldfærðum afskriftum á tímabilinu. Fjármunir samkvæmt skilgreiningu á veltufé frá rekstri eru hins vegar ekki það sama og handbært fé. Fjármunir eru þannig handbært fé auk rekstrartengdra eigna og skulda (skammtímaliða). Þetta eru til dæmis birgðir, viðskiptakröfur eða viðskiptaskuldir, það er fjármunir sem tengjast rekstri félagsins eða verða til við reksturinn. Þó svo að fyrirtæki sýni mikinn hagnað og fjármunamyndun sé mikil kann svo að vera að lítið eða ekkert af fjármununum hafi skilað sér í handbæru fé. Til dæmis getur verið að viðskiptakröfur hafi aukist til muna og viðskiptaskuldir hafi verið greiddar niður í stórum stíl á tímabilinu. Þegar búið er að taka tillit til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum, fæst hversu mikilli peningamyndun reksturinn hefur staðið fyrir á tímabilinu og er niðurstöðutalan kölluð handbært fé frá rekstri. Þessi sjóðstreymistala er mikilvæg þegar verið er að meta virði fyrirtækja og hæfni þeirra til að greiða skuldir og standa undir nauðsynlegum fjárfestingum og arðgreiðslum. Er þá bæði horft nokkur ár til baka og fram í tímann.

Til að finna út breytingu á handbæru fé frá upphafi til loka rekstrartímabilsins þarf einnig að skoða hvaða breytingar hafa átt sér stað vegna fjárfestinga- og fjármögnunarhreyfinga.

Fjárfestingahreyfingar eru breytingar á (langtíma-) eignaliðum efnahagsreiknings félags á tímabilinu sem hafa áhrif á sjóðstöðuna. Til minnkunar á handbæru fé koma til dæmis fjárfestingar í rekstrarfjármunum eða eignarhlutum í öðrum félögum, en sala þeirra eykur að sama skapi handbært fé.

Fjármögnunarhreyfingar eru samsvarandi breytingar á (langtíma) skuldaliðum efnahagsreikningsins, til dæmis ný lán sem tekin eru og aukning á eigin fé (sem eykur handbært fé) eða greiðsla arðs til hluthafa og afborganir á lánum (sem minnka handbært fé).

Af sjóðstreymisyfirliti úr ársreikningi (eða árshlutareikningi) fyrirtækis má þá lesa hver fjármuna- og peningamyndun rekstursins hefur verið á tímabilinu, auk þess sem fram kemur hve miklu fé hefur verið varið til fjárfestinga, arðgreiðslna, afborgana af lánum og hvernig fjármögnun fyrirtækisins hefur breyst.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

sérfræðingur í rannsóknadeild, Fjárfestingarbanka, Landsbanka Íslands

Útgáfudagur

24.10.2000

Spyrjandi

Böðvar Jónsson

Tilvísun

Jónas G. Friðþjófsson. „Hvað er sjóðstreymi?“ Vísindavefurinn, 24. október 2000, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1023.

Jónas G. Friðþjófsson. (2000, 24. október). Hvað er sjóðstreymi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1023

Jónas G. Friðþjófsson. „Hvað er sjóðstreymi?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2000. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1023>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sjóðstreymi?
Afkoma fyrirtækis á ákveðnu rekstrartímabili er jöfn tekjum þess á tímabilinu að frádregnum gjöldum á sama tímabili. Tekjurnar eru þannig tekjufærðar og gjöldin gjaldfærð á tímabilinu.

Innstreymi tekna í peningum getur átt sér stað á öðrum tíma en tekjufærslan. Hið sama gildir um gjöldin. Þetta leiðir til þess að hagnaður fyrirtækis á ákveðnu rekstrartímabili samsvarar ekki endilega aukningu á handbæru fé eða sjóðum félagsins á rekstrarárinu. Að sama skapi þarf tap af rekstri félags á ákveðnu rekstrartímabili ekki að þýða að sjóðseign þess hafi minnkað sem tapinu nemur.

Sjóðstreymi er heiti á breytingu á handbæru fé eða sjóðseign félags á ákveðnu rekstrartímabili, til dæmis frá upphafi til loka ársins. Eins og nafnið bendir til streymir ýmist í sjóðinn eða úr honum. Þrennt hefur áhrif á sjóðsstöðu fyrirtækis: rekstrarhreyfingar, fjárfestingahreyfingar og fjármögnunarhreyfingar.

Sé afkoma tímabilsins (hagnaður eða tap) leiðrétt vegna tekna og gjalda sem hafa ekki áhrif á sjóðsstöðu fæst svokallað veltufé frá rekstri. Veltufé frá rekstri er sjóðstreymistala sem lýsir fjármunamyndun félagsins á tímabilinu. Oftast er þessi tala svipuð rekstrarafkomunni að viðbættum gjaldfærðum afskriftum á tímabilinu. Fjármunir samkvæmt skilgreiningu á veltufé frá rekstri eru hins vegar ekki það sama og handbært fé. Fjármunir eru þannig handbært fé auk rekstrartengdra eigna og skulda (skammtímaliða). Þetta eru til dæmis birgðir, viðskiptakröfur eða viðskiptaskuldir, það er fjármunir sem tengjast rekstri félagsins eða verða til við reksturinn. Þó svo að fyrirtæki sýni mikinn hagnað og fjármunamyndun sé mikil kann svo að vera að lítið eða ekkert af fjármununum hafi skilað sér í handbæru fé. Til dæmis getur verið að viðskiptakröfur hafi aukist til muna og viðskiptaskuldir hafi verið greiddar niður í stórum stíl á tímabilinu. Þegar búið er að taka tillit til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum, fæst hversu mikilli peningamyndun reksturinn hefur staðið fyrir á tímabilinu og er niðurstöðutalan kölluð handbært fé frá rekstri. Þessi sjóðstreymistala er mikilvæg þegar verið er að meta virði fyrirtækja og hæfni þeirra til að greiða skuldir og standa undir nauðsynlegum fjárfestingum og arðgreiðslum. Er þá bæði horft nokkur ár til baka og fram í tímann.

Til að finna út breytingu á handbæru fé frá upphafi til loka rekstrartímabilsins þarf einnig að skoða hvaða breytingar hafa átt sér stað vegna fjárfestinga- og fjármögnunarhreyfinga.

Fjárfestingahreyfingar eru breytingar á (langtíma-) eignaliðum efnahagsreiknings félags á tímabilinu sem hafa áhrif á sjóðstöðuna. Til minnkunar á handbæru fé koma til dæmis fjárfestingar í rekstrarfjármunum eða eignarhlutum í öðrum félögum, en sala þeirra eykur að sama skapi handbært fé.

Fjármögnunarhreyfingar eru samsvarandi breytingar á (langtíma) skuldaliðum efnahagsreikningsins, til dæmis ný lán sem tekin eru og aukning á eigin fé (sem eykur handbært fé) eða greiðsla arðs til hluthafa og afborganir á lánum (sem minnka handbært fé).

Af sjóðstreymisyfirliti úr ársreikningi (eða árshlutareikningi) fyrirtækis má þá lesa hver fjármuna- og peningamyndun rekstursins hefur verið á tímabilinu, auk þess sem fram kemur hve miklu fé hefur verið varið til fjárfestinga, arðgreiðslna, afborgana af lánum og hvernig fjármögnun fyrirtækisins hefur breyst.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...