Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?

Hrund Ólöf Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þessi styrkur er á stærðargráðu náttúruhamfara eins og þegar eldfjallaska berst til Reykjavíkur. Sólarhringsmeðaltal svifryks var 160 μg/m3 sem eru þreföld heilsuverndarmörk. Samfélagslegar breytingar síðastliðna áratugi, eins og fólksfjölgun, þétting byggðar og aukin velmegun, lýsir sér meðal annars í því að magn innfluttra flugelda hefur fjórfaldast á 20 árum og mengun aukist í borgarumhverfinu.

Svifryk frá flugeldum inniheldur hættuleg efni eins og þungmálma. Samkvæmt útreikningum Umhverfisstofnunar byggðum á evrópskum viðmiðum (sjá töflu 1), samsvarar heildarlosun flugelda á þungmálmum eins og blýi, kopar, sinki og krómi mögulega allt að 10-30% af losun á þessum efnum á ársgrundvelli fyrir allt landið árið 2015. Hlutfall þungmálma í svifryki undir 10 μm er um 1,5% miðað við þessa losunarstuðla.

Tafla 1. Evrópsk viðmið um losun þungmálma frá flugeldum (Anna Sigurveig Ragnarsdóttir ofl., 2017).

Pb
Cu
Zn
Ni
Cr
Cd
As
Hg
Magn þungmálma fyrir hvert tonn af flugeldum [g/tonn]
764
444
260
30
15,6
1,48
1,33
0,057

Margir þungmálmar eru eitraðir mönnum og náttúru í litlum styrk. Sem dæmi má nefna að blý var bannað í bensíni fyrir um 20 árum síðan vegna ótvíræðra áhrifa á heilsu fólks. Styrkur þungmálma mælist yfirleitt mjög lítill í íslenskri náttúru og grunnvatni, sem er vert að vernda.

Þungmálmar brotna ekki niður og verða því eftir í umhverfinu. Þeir geta sest í jarðveg og flætt með ofanvatni í vatn nálægt uppsprettu, sem er oftar en ekki í íbúðarhverfum og almenningsgörðum, eða borist langar vegalendir með vindum.

Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar samsvarar heildarlosun flugelda á þungmálmum um 10-30% af losun þungmálma á ársgrundvelli fyrir allt landið árið 2015.

Ólíkt annarri mengun sem er staðbundin, til dæmis við umferðaræðar og sértækan iðnað, þá er flugeldamengun um áramót alls staðar og fáir griðastaðir finnast utandyra í borgarumhverfinu fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun.

Loftmengun geta valdið sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum eftir langa innöndun. Þannig koma einkennin oftast ekki fram fyrr en á seinni hluta ævinnar hjá annars heilbrigðu fólki. Að jafnaði varir mengun af völdum flugelda aðeins í skamma stund og ein og sér er ólíklegt að hún valdi heilsubresti, en þessi mengun bætist hins vegar ofan á inntöku annarrar mengunar í borgarumhverfinu, til dæmis frá bílum og iðnaði. Samlegðaráhrif flugeldamengunar við aðra mengun eru umhugsunarefni. Umhverfisstofnun (2017) metur að allt að 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári séu vegna svifryksmengunar.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Hrund Ólöf Andradóttir

prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ

Þröstur Þorsteinsson

prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

Útgáfudagur

28.12.2017

Spyrjandi

Bjarni Guðmundsson, f. 1986

Tilvísun

Hrund Ólöf Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson. „Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2017. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=10297.

Hrund Ólöf Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson. (2017, 28. desember). Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10297

Hrund Ólöf Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson. „Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2017. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10297>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þessi styrkur er á stærðargráðu náttúruhamfara eins og þegar eldfjallaska berst til Reykjavíkur. Sólarhringsmeðaltal svifryks var 160 μg/m3 sem eru þreföld heilsuverndarmörk. Samfélagslegar breytingar síðastliðna áratugi, eins og fólksfjölgun, þétting byggðar og aukin velmegun, lýsir sér meðal annars í því að magn innfluttra flugelda hefur fjórfaldast á 20 árum og mengun aukist í borgarumhverfinu.

Svifryk frá flugeldum inniheldur hættuleg efni eins og þungmálma. Samkvæmt útreikningum Umhverfisstofnunar byggðum á evrópskum viðmiðum (sjá töflu 1), samsvarar heildarlosun flugelda á þungmálmum eins og blýi, kopar, sinki og krómi mögulega allt að 10-30% af losun á þessum efnum á ársgrundvelli fyrir allt landið árið 2015. Hlutfall þungmálma í svifryki undir 10 μm er um 1,5% miðað við þessa losunarstuðla.

Tafla 1. Evrópsk viðmið um losun þungmálma frá flugeldum (Anna Sigurveig Ragnarsdóttir ofl., 2017).

Pb
Cu
Zn
Ni
Cr
Cd
As
Hg
Magn þungmálma fyrir hvert tonn af flugeldum [g/tonn]
764
444
260
30
15,6
1,48
1,33
0,057

Margir þungmálmar eru eitraðir mönnum og náttúru í litlum styrk. Sem dæmi má nefna að blý var bannað í bensíni fyrir um 20 árum síðan vegna ótvíræðra áhrifa á heilsu fólks. Styrkur þungmálma mælist yfirleitt mjög lítill í íslenskri náttúru og grunnvatni, sem er vert að vernda.

Þungmálmar brotna ekki niður og verða því eftir í umhverfinu. Þeir geta sest í jarðveg og flætt með ofanvatni í vatn nálægt uppsprettu, sem er oftar en ekki í íbúðarhverfum og almenningsgörðum, eða borist langar vegalendir með vindum.

Samkvæmt mati Umhverfisstofnunar samsvarar heildarlosun flugelda á þungmálmum um 10-30% af losun þungmálma á ársgrundvelli fyrir allt landið árið 2015.

Ólíkt annarri mengun sem er staðbundin, til dæmis við umferðaræðar og sértækan iðnað, þá er flugeldamengun um áramót alls staðar og fáir griðastaðir finnast utandyra í borgarumhverfinu fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir loftmengun.

Loftmengun geta valdið sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum eftir langa innöndun. Þannig koma einkennin oftast ekki fram fyrr en á seinni hluta ævinnar hjá annars heilbrigðu fólki. Að jafnaði varir mengun af völdum flugelda aðeins í skamma stund og ein og sér er ólíklegt að hún valdi heilsubresti, en þessi mengun bætist hins vegar ofan á inntöku annarrar mengunar í borgarumhverfinu, til dæmis frá bílum og iðnaði. Samlegðaráhrif flugeldamengunar við aðra mengun eru umhugsunarefni. Umhverfisstofnun (2017) metur að allt að 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári séu vegna svifryksmengunar.

Heimildir og mynd:

...