Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?

Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið merki þá 'sú sem býr yfir miklu viti, mikilli þekkingu'. Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um notkun orðsins úr síðari alda máli frá 1915. Þar er það notað í yfirfærðri merkingu um að standa á einhverjum stað í mannvitsbrekkunni, það er að segja um það vit sem einhverjum er gefið. Í yngra dæmi frá Halldóri Laxness er greinilega verið að tala um vit fólks, bæði kvenna og karla, og er það sú merking sem lögð er í orðið nú, í heldur kaldhæðnislegum tón.

Útgáfudagur

24.10.2000

Spyrjandi

Ásdís Bergþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?“ Vísindavefurinn, 24. október 2000. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1034.

Guðrún Kvaran. (2000, 24. október). Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1034

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2000. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1034>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.