Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?

Örnólfur Thorlacius (1931-2017)

Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir.

Í heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga líka á land, og loks lifa margar tegundir einungis á þurru landi.

Hægfara landskjaldbökur hafa mælst skríða um 200 til 500 metra á klukkustund. Mesti mældi hraði skjaldböku á landi sem ég hef heimildir um reyndist 1,7 km á klukkustund (það var raunar vatnaskjaldbaka). En skjaldbökur eru yfirleitt aðeins á ferli skamman tíma á sólarhring. Auk þess er óvíst að þær haldi sömu stefnu og sama hraða allan tímann, þannig að dagleiðir þessara dýra verða trúlega aldrei lengri en einn eða í mesta lagi fáeinir kílómetrar. Þess má geta að stærstu landskjaldbökur, risaskjaldbökurnar á Galápagos-eyjum (allt að 1,2 m langar og rúm 200 kg), hafast einkum við í grýttum fjörum og ógreiðum yfirferðar og leggja því tæpast langan veg að baki daglega.

Þótt hér sé spurt um hversu langt skjaldbökur skríði á dag, er ekki úr vegi að bæta við upplýsingum um sæskjaldbökur. Sumar þeirra synda langar leiðir milli heimasvæða sinna á úthafinu og strandanna þar sem þær verpa. Ein synti nærri 500 km á 10 dögum. Meðaldagleiðin hefur því verið um 50 km, en gera má ráð fyrir að skepnan hafi komist lengra á einum degi en öðum.

Stærsta skjaldbaka heims, leðurskjaldbakan, getur orðið um eða yfir tveggja metra löng og allt að 700 kg. Hún lifir í heitum höfum og ein þeirra fannst dauð á reki á Steingrímsfirði 1963. Afsteypa af henni er í sýningarsal Náttúrufræðistofnunar Íslands við Hlemm í Reykjavík.

Höfundur

líffræðingur, fyrrv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Hulda Berglind Árnadóttir

Tilvísun

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). „Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=104.

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). (2000, 16. febrúar). Hversu langt skríða skjaldbökur á dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=104

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). „Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=104>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?
Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir.

Í heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga líka á land, og loks lifa margar tegundir einungis á þurru landi.

Hægfara landskjaldbökur hafa mælst skríða um 200 til 500 metra á klukkustund. Mesti mældi hraði skjaldböku á landi sem ég hef heimildir um reyndist 1,7 km á klukkustund (það var raunar vatnaskjaldbaka). En skjaldbökur eru yfirleitt aðeins á ferli skamman tíma á sólarhring. Auk þess er óvíst að þær haldi sömu stefnu og sama hraða allan tímann, þannig að dagleiðir þessara dýra verða trúlega aldrei lengri en einn eða í mesta lagi fáeinir kílómetrar. Þess má geta að stærstu landskjaldbökur, risaskjaldbökurnar á Galápagos-eyjum (allt að 1,2 m langar og rúm 200 kg), hafast einkum við í grýttum fjörum og ógreiðum yfirferðar og leggja því tæpast langan veg að baki daglega.

Þótt hér sé spurt um hversu langt skjaldbökur skríði á dag, er ekki úr vegi að bæta við upplýsingum um sæskjaldbökur. Sumar þeirra synda langar leiðir milli heimasvæða sinna á úthafinu og strandanna þar sem þær verpa. Ein synti nærri 500 km á 10 dögum. Meðaldagleiðin hefur því verið um 50 km, en gera má ráð fyrir að skepnan hafi komist lengra á einum degi en öðum.

Stærsta skjaldbaka heims, leðurskjaldbakan, getur orðið um eða yfir tveggja metra löng og allt að 700 kg. Hún lifir í heitum höfum og ein þeirra fannst dauð á reki á Steingrímsfirði 1963. Afsteypa af henni er í sýningarsal Náttúrufræðistofnunar Íslands við Hlemm í Reykjavík. ...