Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?

HMH

Útlit spilastokka hefur þróast mjög þær aldir sem þeir hafa verið þekktir og notaðir í Evrópu og engum einum manni er hægt að eigna hönnun þeirra. Helstan má þó nefna Charles nokkurn Goodall – flest spil eru enn þann dag í dag byggð á hans hönnun, með mannspilum sem speglast um miðju svo á þeim vísar ekkert upp eða niður.Hefðbundinn stokkur, byggður á hönnun Goodalls (úr tölvuleiknum Solsuite).

Elstu heimildir um spilastokk í Evrópu eru frá 13. og 14. öld. Framan af voru spilastokkar fátíðir en voru nógu útbreiddir þegar árið 1465 til að enskir framleiðendur vildu njóta opinberrar verndar gegn innflutningi þeirra.

52 spila stokkurinn er franskur að uppruna og þróaðist frá Tarotspilum, sem bæði hafa verið notuð til spádóma og leikja. Þau tákn og myndir sem notuð eru á spilin í dag eru þekkt allt aftur til 1543, í hönnun Jehan Henault frá Antwerpen.

Árið 1712 var enskum spilaframleiðendum gert að merkja vöru sína með stimpli á spaðaásnum. Þeirri skyldu var aflétt árið 1960 en hefð er enn fyrir sérstökum skreytingum á því spili.

Árið 1860 framleiðir Charles Goodall nokkur í Bretlandi spil sem líkjast mjög því sem við þekkjum enn í dag – þó án talna í hornum. Mannspil hans voru spegluð um miðju svo þau litu eins út hvernig sem þau sneru. Hönnunin var að öðru leyti byggð á spilum prentarans De la Rue frá 1832.

1880 er tölum fyrst komið fyrir á hornum spila til að varna leikmanni með glöggt auga að þekkja mannspil frá öðrum á því hvernig þeim var haldið. Um svipað leyti byrja framleiðendur að prenta mynstur eða myndir á bakhlið spila til að gera þau ógagnsærri og rúna horn spilanna, til að erfiða mönnum að þekkja spil á því hversu máð hornin eru.

Heimildir:

Britannica.com

Heimasíða English Playing Card Society

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.10.2000

Spyrjandi

Sævar Þór Halldórsson, f. 1985

Efnisorð

Tilvísun

HMH. „Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin? “ Vísindavefurinn, 25. október 2000. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1041.

HMH. (2000, 25. október). Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1041

HMH. „Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin? “ Vísindavefurinn. 25. okt. 2000. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1041>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?
Útlit spilastokka hefur þróast mjög þær aldir sem þeir hafa verið þekktir og notaðir í Evrópu og engum einum manni er hægt að eigna hönnun þeirra. Helstan má þó nefna Charles nokkurn Goodall – flest spil eru enn þann dag í dag byggð á hans hönnun, með mannspilum sem speglast um miðju svo á þeim vísar ekkert upp eða niður.Hefðbundinn stokkur, byggður á hönnun Goodalls (úr tölvuleiknum Solsuite).

Elstu heimildir um spilastokk í Evrópu eru frá 13. og 14. öld. Framan af voru spilastokkar fátíðir en voru nógu útbreiddir þegar árið 1465 til að enskir framleiðendur vildu njóta opinberrar verndar gegn innflutningi þeirra.

52 spila stokkurinn er franskur að uppruna og þróaðist frá Tarotspilum, sem bæði hafa verið notuð til spádóma og leikja. Þau tákn og myndir sem notuð eru á spilin í dag eru þekkt allt aftur til 1543, í hönnun Jehan Henault frá Antwerpen.

Árið 1712 var enskum spilaframleiðendum gert að merkja vöru sína með stimpli á spaðaásnum. Þeirri skyldu var aflétt árið 1960 en hefð er enn fyrir sérstökum skreytingum á því spili.

Árið 1860 framleiðir Charles Goodall nokkur í Bretlandi spil sem líkjast mjög því sem við þekkjum enn í dag – þó án talna í hornum. Mannspil hans voru spegluð um miðju svo þau litu eins út hvernig sem þau sneru. Hönnunin var að öðru leyti byggð á spilum prentarans De la Rue frá 1832.

1880 er tölum fyrst komið fyrir á hornum spila til að varna leikmanni með glöggt auga að þekkja mannspil frá öðrum á því hvernig þeim var haldið. Um svipað leyti byrja framleiðendur að prenta mynstur eða myndir á bakhlið spila til að gera þau ógagnsærri og rúna horn spilanna, til að erfiða mönnum að þekkja spil á því hversu máð hornin eru.

Heimildir:

Britannica.com

Heimasíða English Playing Card Society

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um uppruna, aldur og merkingu orðsins „tarot” og hvernig það tengist Tarotspilum?

...