Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn, skaflar lifa sumarið af og frost fer víða ekki úr jörðu. Þegar til lengri tíma er litið mundu jöklar ganga fram og hylja stóran hluta landsins, svo fremi að úrkoma minnki ekki verulega.

Afleiðingar slíkrar veðurfarsbreytingar yrðu töluverðar. Hefðbundinn landbúnaður legðist líklega að mestu af, samgöngur á landi yrðu erfiðari vegna aukinna snjóþyngsla og kreppa mundi að vatnsorkuframleiðslu vegna minni leysingar á hálendinu. Náið samhengi er milli sjávarhita og lofthita og ef sjórinn umhverfis Ísland kólnaði verulega gæti það haft mjög neikvæð áhrif á lífríkið í sjónum og þar með á sjávarafla. Vera má að þessi síðastnefndi þáttur yrði alvarlegasta afleiðing mikillar kólnunar veðurfars og gæti jafnvel riðið byggð í landinu að fullu.

Ef svo færi að veðurfar kólnaði verulega á Íslandi, til dæmis vegna breyttra sjávarstrauma, er líklegast að kólnunin yrði mest að vetrarlagi, en minni á sumrin. Eftir sem áður gætu afleiðingarnar orðið miklar og í þeim dúr sem tíundað hefur verið. Þá yrði þó enn hægt að njóta hlýrra sumardaga í innsveitum.

Höfundur

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Sveinn Steindórsson, Ásdís Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir

Tilvísun

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1042.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. (2002, 5. september). Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1042

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1042>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?
Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn, skaflar lifa sumarið af og frost fer víða ekki úr jörðu. Þegar til lengri tíma er litið mundu jöklar ganga fram og hylja stóran hluta landsins, svo fremi að úrkoma minnki ekki verulega.

Afleiðingar slíkrar veðurfarsbreytingar yrðu töluverðar. Hefðbundinn landbúnaður legðist líklega að mestu af, samgöngur á landi yrðu erfiðari vegna aukinna snjóþyngsla og kreppa mundi að vatnsorkuframleiðslu vegna minni leysingar á hálendinu. Náið samhengi er milli sjávarhita og lofthita og ef sjórinn umhverfis Ísland kólnaði verulega gæti það haft mjög neikvæð áhrif á lífríkið í sjónum og þar með á sjávarafla. Vera má að þessi síðastnefndi þáttur yrði alvarlegasta afleiðing mikillar kólnunar veðurfars og gæti jafnvel riðið byggð í landinu að fullu.

Ef svo færi að veðurfar kólnaði verulega á Íslandi, til dæmis vegna breyttra sjávarstrauma, er líklegast að kólnunin yrði mest að vetrarlagi, en minni á sumrin. Eftir sem áður gætu afleiðingarnar orðið miklar og í þeim dúr sem tíundað hefur verið. Þá yrði þó enn hægt að njóta hlýrra sumardaga í innsveitum. ...