Sólin Sólin Rís 07:45 • sest 18:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 23:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:47 • Síðdegis: 20:08 í Reykjavík

Hvernig verka hljóðnemar?

Haukur Hannesson

Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur. Fremst á hljóðnemum er himna, ýmist úr plasti, pappír eða áli. Þegar hljóðbylgjur skella á himnunni titrar hún og myndar þannig rafbylgjur. Hljóðhimnan er staðsett fremst í hljóðnemanum eins og sést á skýringamyndinni hér fyrir neðan:Hljóðhimnan er staðsett fremst í hljóðnemanum.

Rafbylgjurnar sem hljóðneminn býr til úr hljóðbylgjunum eru mjög smáar og þess vegna þarf að magna þær. Það er ástæðan fyrir að hljóðnemar eru yfirleitt ekki tengdir beint í hátalara, heldur fyrst í magnara. Það er hægt að magna hljóðstyrk rafbylgjanna á nokkra vegu;
  • Sumir hljóðnemar hafa innbyggðan magnara og þá má þess vegna tengja beint í hátalara.
  • Hægt er að tengja hljóðnemann í magnara eða svokallaðan kraftmagnara.
  • Í hljóðblöndurum (e. mixer) eru litlir magnarar og hægt er að tengja marga hljóðnema í þá og stilla með mismunandi hljóðstyrk.

Þegar rafbylgjurnar berast loks til hátalara úr magnaranum breytir hann þeim aftur í hljóðbylgjur sem við heyrum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og mynd

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.7.2010

Spyrjandi

Sólveig Júlíusdóttir

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Hvernig verka hljóðnemar?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2010. Sótt 4. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=10442.

Haukur Hannesson. (2010, 5. júlí). Hvernig verka hljóðnemar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10442

Haukur Hannesson. „Hvernig verka hljóðnemar?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2010. Vefsíða. 4. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10442>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verka hljóðnemar?
Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur. Fremst á hljóðnemum er himna, ýmist úr plasti, pappír eða áli. Þegar hljóðbylgjur skella á himnunni titrar hún og myndar þannig rafbylgjur. Hljóðhimnan er staðsett fremst í hljóðnemanum eins og sést á skýringamyndinni hér fyrir neðan:Hljóðhimnan er staðsett fremst í hljóðnemanum.

Rafbylgjurnar sem hljóðneminn býr til úr hljóðbylgjunum eru mjög smáar og þess vegna þarf að magna þær. Það er ástæðan fyrir að hljóðnemar eru yfirleitt ekki tengdir beint í hátalara, heldur fyrst í magnara. Það er hægt að magna hljóðstyrk rafbylgjanna á nokkra vegu;
  • Sumir hljóðnemar hafa innbyggðan magnara og þá má þess vegna tengja beint í hátalara.
  • Hægt er að tengja hljóðnemann í magnara eða svokallaðan kraftmagnara.
  • Í hljóðblöndurum (e. mixer) eru litlir magnarar og hægt er að tengja marga hljóðnema í þá og stilla með mismunandi hljóðstyrk.

Þegar rafbylgjurnar berast loks til hátalara úr magnaranum breytir hann þeim aftur í hljóðbylgjur sem við heyrum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og mynd...