Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?

Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga.

Þessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langur, þar af voru lengstu armarnir 6 m, og bolurinn var 4 metrar að ummáli. Búrhvalir veiða risasmokkfiska, og meðan hvalirnir voru veiddir fundust stundum lítt meltir bitar af þessum smokkfiskum í meltingarfærum þeirra.

Augu smokkfiska og kolkrabba eru mjög flókin og minna um margt á augu hryggdýra með augastein sem breytir lögun eftir fjarlægð þess sem á er horft, með lithimnu sem umlykur ljósop er dýrið getur víkkað eða þrengt og með mikinn fjölda ljósnæmra frumna í sjónhimnu í augnbotninum. Raunar hafa þessi augu eitt fram yfir augu okkar og annarra hryggdýra: Í þeim er enginn blindblettur. Sjónsviðið er óslitið, því sjóntaugin liggur ekki gegnum augnbotninn.

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Theódór Sigurðsson 11 ára

Höfundur

líffræðingur, fyrrv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð

Tilvísun

Örnólfur Thorlacius. „Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000. Sótt 17. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=105.

Örnólfur Thorlacius. (2000, 16. febrúar). Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=105

Örnólfur Thorlacius. „Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 17. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=105>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Andri Stefánsson

1972

Andri Stefánsson er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og uppruna og hringrás rokgjarnra efna í jarðskorpunni.