Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Spyrjandi vísar til þess að við höfðum í byrjun sérstakan tengil sem gerði gestum okkar kleift að lesa allar spurningar sem höfðu komið inn og voru í vinnslu. Þetta var vinsælt á fyrstu mánuðum vefsins meðan svör voru fá. Nú eru hins vegar svörin að nálgast þúsund. Lesandi sem vill kynna sér sérstaklega um hvað fólk spyr á Vísindavefnum getur því fengið góða hugmynd um það með því að skoða listana um spurningar sem hefur verið svarað. Listar um spurningar í vinnslu mundu litlu bæta við það.

Aðstreymi spurninga hefur síst farið minnkandi með tímanum. Ef við tækjum aftur upp þann hátt að birta gestum lista um spurningar í vinnslu mundi það kosta okkur talsverða vinnu við vöktun, leiðréttingar og ritstjórn á spurningunum sjálfum, því að við viljum gæta snyrtimennsku í öllu sem hér birtist. Þeim tíma sem í þetta færi teljum við betur varið í annað, það er að segja vinnu við svörin sjálf.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.10.2000

Spyrjandi

Kristján Guðmundsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?“ Vísindavefurinn, 28. október 2000, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1050.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 28. október). Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1050

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2000. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1050>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?
Spyrjandi vísar til þess að við höfðum í byrjun sérstakan tengil sem gerði gestum okkar kleift að lesa allar spurningar sem höfðu komið inn og voru í vinnslu. Þetta var vinsælt á fyrstu mánuðum vefsins meðan svör voru fá. Nú eru hins vegar svörin að nálgast þúsund. Lesandi sem vill kynna sér sérstaklega um hvað fólk spyr á Vísindavefnum getur því fengið góða hugmynd um það með því að skoða listana um spurningar sem hefur verið svarað. Listar um spurningar í vinnslu mundu litlu bæta við það.

Aðstreymi spurninga hefur síst farið minnkandi með tímanum. Ef við tækjum aftur upp þann hátt að birta gestum lista um spurningar í vinnslu mundi það kosta okkur talsverða vinnu við vöktun, leiðréttingar og ritstjórn á spurningunum sjálfum, því að við viljum gæta snyrtimennsku í öllu sem hér birtist. Þeim tíma sem í þetta færi teljum við betur varið í annað, það er að segja vinnu við svörin sjálf....