Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?

Á Íslandi hafa fundist tólf tegundir ánamaðka sem lifa í mismunandi vist í jarðvegi.

Hér á landi finnast smávaxnar dökkar tegundir sem lifa á og við yfirborð jarðvegs, grafa ekki göng en æxlast og éta á yfirborðinu. Einnig finnast hér nokkuð stórar ljósleitar tegundir sem halda sig meira og minna niðri í jarðveginum (5-10 sm), grafa þar göng þvers og kruss, éta þar og æxlast. Framendinn er yfirleitt dekkri en afturendinn. Í íslenskum jarðvegi lifa einnig stórar dökkleitar tegundir sem grafa lóðrétt göng í jarðveginn (niður á allt að 2ja m dýpi) en fara upp á yfirborðið til að ná sér í fæðu (til dæmis leifar plantna) og æxlast.

Menn telja að dökkur litur þeirra tegundahópa sem lifa á yfirborði jarðvegs eða sækja upp á yfirborð jarðvegs í leit að fæðu verji þá fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar eins og hjá okkur mönnunum. Þeir ánamaðkar sem verja megninu af ævi sinni niðri í jarðveginum eru ekki eins útsettir fyrir geislun og þurfa því ekki á dökka litnum að halda.

Sjá einnig fleiri svör um ánamaðka:

Útgáfudagur

31.10.2000

Spyrjandi

Hjalti Pálsson fæddur 1990

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?“ Vísindavefurinn, 31. október 2000. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=1057.

Jón Már Halldórsson. (2000, 31. október). Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1057

Jón Már Halldórsson. „Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2000. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1057>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.