Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaVísindavefurGátur og heilabrotLögð er fram þraut um þrjá stráka, boltakaup og skiptingu afgangs þar sem ein króna virðist enda í lausu lofti.
Þrír strákar ætla að kaupa bolta á 30 kr. og leggja til 10 kr. hver. Senda einn pabbann í búðina en þá sér hann að boltinn kostar bara 25 krónur. Hann kaupir boltann en kann engin ráð til að skipta 5 kr. í þrennt. Hann lætur því strákana fá eina krónu hvern en heldur sjálfur eftir 2 kr. Nú hefur hver strákur greitt 9 krónur fyrir boltann eða samtals 3*9=27 kr. og pabbinn hélt eftir 2 krónum. Hvar er þá ein króna?
Sjálfsagt er að svara svona þrautum sem reyna á rökhugsun og bera með sér ákveðinn boðskap. -- Hér er spurningunni í raun og veru snúið við í endann, sem sést best af því að athuga hvað varð um krónurnar 30 sem strákarnir létu pabbann fá í byrjun:
Greitt í búðinni fyrir boltann:
25 kr.
Greitt strákunum til baka:
3 kr.
Rennur í vasa pabbans:
2 kr.
Alls:
30 kr.
Villan sést einnig með því að rekja hvað verður um krónurnar 27 sem strákarnir borga í raun og veru. Af þeim renna 25 til kaupa á boltanum en tvær í vasa pabbans.
Hugsunarvillan er í lokaorðum spurningarinnar því að pabbinn heldur eftir 2 krónum af krónunum 27 sem strákarnir greiddu honum en ekki til viðbótar við þær. Villur af þessu tagi koma stundum fyrir fólk ef það gætir ekki að sér.
ÞV. „Lögð er fram þraut um þrjá stráka, boltakaup og skiptingu afgangs þar sem ein króna virðist enda í lausu lofti..“ Vísindavefurinn, 31. október 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1061.
ÞV. (2000, 31. október). Lögð er fram þraut um þrjá stráka, boltakaup og skiptingu afgangs þar sem ein króna virðist enda í lausu lofti.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1061
ÞV. „Lögð er fram þraut um þrjá stráka, boltakaup og skiptingu afgangs þar sem ein króna virðist enda í lausu lofti..“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1061>.