Fyrir flestum kristnum mönnum er það aukaatriði hvaða dag eða ár Jesús fæddist í Palestínu. Sagnfræðingar og guðfræðingar eru ekki á einu máli um hvenær það var en hafa í rannsóknum sínum flestir komist að því að ekki var það 25. desember árið 0 eða eitt, að okkar tímatali. Rannsóknir benda til að Jesús hafi fæðst einhvern tímann á tímabilinu 4 f. Kr. til 6. e. Kr. Vandamál við að meta og staðfesta hvenær Jesús frá Nasaret fæddist felast einkum í því tvennu að samtímaheimildir um hann eru nánast engar og að hið kristna tímatal var vitanlega ekki heldur til staðar þá.
Mynd: Jesus Christ Mosaic Image Collection