Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað sannar að Jesús Kristur sé til?

Hjalti Hugason

Kristur er ekki eftirnafn eða síðara nafn Jesú, heldur fela orðin Jesús Kristur í sér trúarjátningu af hálfu kristinna manna. Þessi tvö orð merkja raunar Jesús er Kristur en Kristur er gríska og merkir það sama og Messías á hebresku. Kristur eða Messías þýðir hins vegar hinn smurði á íslensku. Trúarjátningin Jesús Kristur merkir þá að Jesús frá Nasaret hafi verið sá frelsari sem rit Gamla testamentisins sögðu að mundi koma í heiminn og Gyðingar væntu að kæmi hvenær sem var. Bæði fyrir og eftir daga Jesú komu margir fram sem sögðust vera Messías en engin trúarbrögð hafa sprottið upp af starfi þeirra.

Þar sem hér er um trú að ræða er ekkert sem sannar að Jesús hafi verið Messías frekar en allir hinir sem sögðust vera það. Þá væri þetta heldur ekki lengur trú heldur væri þetta þá kenning eða eitthvað slíkt. Sá sem trúir leitar með öðrum orðum ekki sannana fyrir öllum hlutum heldur byggir hann á tilfinningu, innsæi, reynslu og ýmsu öðru sem við notum í stórum stíl til að mynda okkur skoðun á lífinu og tilverunni. – Sumir mundu þó ef til vill segja að tilvera kristindómsins allt fram á þennan dag sanni með óbeinum hætti að Jesús hafi greint sig frá öllum hinum sem sögðust vera Messías en eru nú gleymdir.

Mynd: Jesus Christ Mosaic Image Collection

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.11.2000

Spyrjandi

Anna Marie Nielsen, fædd 1990

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvað sannar að Jesús Kristur sé til?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2000, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1068.

Hjalti Hugason. (2000, 1. nóvember). Hvað sannar að Jesús Kristur sé til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1068

Hjalti Hugason. „Hvað sannar að Jesús Kristur sé til?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2000. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1068>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað sannar að Jesús Kristur sé til?
Kristur er ekki eftirnafn eða síðara nafn Jesú, heldur fela orðin Jesús Kristur í sér trúarjátningu af hálfu kristinna manna. Þessi tvö orð merkja raunar Jesús er Kristur en Kristur er gríska og merkir það sama og Messías á hebresku. Kristur eða Messías þýðir hins vegar hinn smurði á íslensku. Trúarjátningin Jesús Kristur merkir þá að Jesús frá Nasaret hafi verið sá frelsari sem rit Gamla testamentisins sögðu að mundi koma í heiminn og Gyðingar væntu að kæmi hvenær sem var. Bæði fyrir og eftir daga Jesú komu margir fram sem sögðust vera Messías en engin trúarbrögð hafa sprottið upp af starfi þeirra.

Þar sem hér er um trú að ræða er ekkert sem sannar að Jesús hafi verið Messías frekar en allir hinir sem sögðust vera það. Þá væri þetta heldur ekki lengur trú heldur væri þetta þá kenning eða eitthvað slíkt. Sá sem trúir leitar með öðrum orðum ekki sannana fyrir öllum hlutum heldur byggir hann á tilfinningu, innsæi, reynslu og ýmsu öðru sem við notum í stórum stíl til að mynda okkur skoðun á lífinu og tilverunni. – Sumir mundu þó ef til vill segja að tilvera kristindómsins allt fram á þennan dag sanni með óbeinum hætti að Jesús hafi greint sig frá öllum hinum sem sögðust vera Messías en eru nú gleymdir.

Mynd: Jesus Christ Mosaic Image Collection...