Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann?

HMH

Þegar lögð er áhersla á að Jesús sé sonur Guðs er átt við að hann hafi verið í sérstöku og nánu sambandi við Guð sem líkja má við samband barns og föður. Samkvæmt kristinni trú var samband Jesú við Guð mun nánara en annarra. Þess vegna var talað um hann sem einkason Guðs eða einfæddan son hans. María er kölluð mey því samkvæmt kristinni trú varð hún þunguð af Jesú syni sínum án þess að eiga kynmök við karlmann. Jósef er því samkvæmt Biblíunni fósturfaðir Jesú

En Jesús kennir einnig að Guð sé pabbi allra. Í lýsingum Biblíunnar á honum notar hann meira að segja orðið abba sem er vinalegt og þýðir 'pabbi' frekar en 'faðir'. Að Guð sé pabbi þinn þýðir að það sé honum að þakka að þú ert til. Það þýðir líka að þú getir leitað til hans þegar þú átt bágt. Og að stundum finnirðu til þess að hann skammi þig en líka að hann sé tilbúinn að fyrirgefa þér. Þannig eru orð Jesú túlkuð í kristindómi, Guð kristinna manna hefur ýmsa eiginleika og gegnir hlutverki sem á margt sameiginlegt með feðrum í fjölskyldum.


Mynd: webshots.com

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.11.2000

Spyrjandi

Hjördís Björnsdóttir, fædd 1990

Tilvísun

HMH. „Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1069.

HMH. (2000, 1. nóvember). Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1069

HMH. „Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1069>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann?
Þegar lögð er áhersla á að Jesús sé sonur Guðs er átt við að hann hafi verið í sérstöku og nánu sambandi við Guð sem líkja má við samband barns og föður. Samkvæmt kristinni trú var samband Jesú við Guð mun nánara en annarra. Þess vegna var talað um hann sem einkason Guðs eða einfæddan son hans. María er kölluð mey því samkvæmt kristinni trú varð hún þunguð af Jesú syni sínum án þess að eiga kynmök við karlmann. Jósef er því samkvæmt Biblíunni fósturfaðir Jesú

En Jesús kennir einnig að Guð sé pabbi allra. Í lýsingum Biblíunnar á honum notar hann meira að segja orðið abba sem er vinalegt og þýðir 'pabbi' frekar en 'faðir'. Að Guð sé pabbi þinn þýðir að það sé honum að þakka að þú ert til. Það þýðir líka að þú getir leitað til hans þegar þú átt bágt. Og að stundum finnirðu til þess að hann skammi þig en líka að hann sé tilbúinn að fyrirgefa þér. Þannig eru orð Jesú túlkuð í kristindómi, Guð kristinna manna hefur ýmsa eiginleika og gegnir hlutverki sem á margt sameiginlegt með feðrum í fjölskyldum.


Mynd: webshots.com...