Sólin Sólin Rís 04:04 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:16 • Sest 23:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:00 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:04 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:16 • Sest 23:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:00 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er minnsta öreindin?

Lárus Thorlacius

Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferðir. Það eina sem er nógu smátt til að koma að gagni við slíkar mælingar eru aðrar öreindir. Eiginleikar þessara minnstu efnisagna eru kannaðir í tilraunum þar sem þær eru látnar rekast hver á aðra á miklum hraða í stórum og flóknum tækjum sem nefnast agnahraðlar.

Um hreyfingu öreinda gilda lögmál frábrugðin þeim sem við þekkjum úr daglegu lífi. Þar kemur til skjalanna svokölluð skammtafræði sem er ein helsta eðlisfræðikenning tuttugustu aldar. Samkvæmt skammtafræðinni er ekki skýr greinarmunur á ögn og bylgju. Til dæmis fer það eftir aðstæðum hvort hentugra er að lýsa ljósi sem straumi agna, svonefndra ljóseinda, eða sem ljósbylgju, en í báðum tilfellum er um sama ljósið að ræða. Þetta gildir einnig um efniseindir eins og rafeindir eða kvarka og má tileinka þeim bylgjulengd sem er háð hraða þeirra. Þegar öreindir, til dæmis rafeindir, nálgast ljóshraðann verður bylgjulengd þeirra sífellt styttri og er þá hægt að nota þær til að kanna innstu gerð efnisins á sífellt smærri kvarða. Agnahraðli er stundum líkt við afar stóra smásjá sem nota má til að skyggnast inn í atómkjarnann og inn í sjálfar kjarneindirnar sem hann er myndaður úr.

Sagan hefur kennt okkur að agnir sem taldar voru öreindir, það er ódeilanlegar einingar efnisins, hafa oft reynst samsettar úr öðrum ögnum þegar betur var að gáð. Dæmi um þetta eru atóm. Þau voru talin grunneiningar efnisins framundir lok 19. aldar en reyndust samsett úr kjörnum og rafeindum. Kjarnarnir innihalda síðan kjarneindir, sem nefnast róteindir og nifteindir, og hver kjarneind um sig er samsett úr þremur kvörkum. Staðan í dag er að hvorki rafeindir né kvarkar virðast vera samsett en aldrei er að vita nema annað komi í ljós í tilraunum framtíðarinnar.

Ef við gerum ráð fyrir að rafeindir og kvarkar séu sannar öreindir og ekki samsett úr öðrum ögnum má spyrja hver þeirra sé minnsta öreindin. Við þeirri spurningu er hinsvegar ekkert einhlítt svar því að stærð öreindar svarar til bylgjulengdar hennar og eins og áður var nefnt verður bylgjulengdin því styttri sem hreyfiorka öreindarinnar er meiri. Samkvæmt nýjustu öreindakenningum, svonefndum strengjakenningum, er samt ólíklegt að bylgjulengd öreinda verði nokkurn tímann styttri en svonefnd Planckslengd sem er um það bil 10-35 metrar eða einn metri deilt með tölunni sem fæst með því að skrifa 35 núll á eftir 1. Öflugustu agnahraðlar nútímans geta hinsvegar aðeins kannað lengdir niður í um 10-19 metra, svo það verður löng bið á að fá skorið úr því í tilraunum hvort yfirleitt sé um að ræða einhverjar minnstu öreindir.

Höfundur

Lárus Thorlacius

prófessor í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Birgir Smári Ársælsson, 14 ára

Tilvísun

Lárus Thorlacius. „Hver er minnsta öreindin?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000, sótt 22. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=107.

Lárus Thorlacius. (2000, 16. febrúar). Hver er minnsta öreindin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=107

Lárus Thorlacius. „Hver er minnsta öreindin?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 22. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=107>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er minnsta öreindin?

Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferðir. Það eina sem er nógu smátt til að koma að gagni við slíkar mælingar eru aðrar öreindir. Eiginleikar þessara minnstu efnisagna eru kannaðir í tilraunum þar sem þær eru látnar rekast hver á aðra á miklum hraða í stórum og flóknum tækjum sem nefnast agnahraðlar.

Um hreyfingu öreinda gilda lögmál frábrugðin þeim sem við þekkjum úr daglegu lífi. Þar kemur til skjalanna svokölluð skammtafræði sem er ein helsta eðlisfræðikenning tuttugustu aldar. Samkvæmt skammtafræðinni er ekki skýr greinarmunur á ögn og bylgju. Til dæmis fer það eftir aðstæðum hvort hentugra er að lýsa ljósi sem straumi agna, svonefndra ljóseinda, eða sem ljósbylgju, en í báðum tilfellum er um sama ljósið að ræða. Þetta gildir einnig um efniseindir eins og rafeindir eða kvarka og má tileinka þeim bylgjulengd sem er háð hraða þeirra. Þegar öreindir, til dæmis rafeindir, nálgast ljóshraðann verður bylgjulengd þeirra sífellt styttri og er þá hægt að nota þær til að kanna innstu gerð efnisins á sífellt smærri kvarða. Agnahraðli er stundum líkt við afar stóra smásjá sem nota má til að skyggnast inn í atómkjarnann og inn í sjálfar kjarneindirnar sem hann er myndaður úr.

Sagan hefur kennt okkur að agnir sem taldar voru öreindir, það er ódeilanlegar einingar efnisins, hafa oft reynst samsettar úr öðrum ögnum þegar betur var að gáð. Dæmi um þetta eru atóm. Þau voru talin grunneiningar efnisins framundir lok 19. aldar en reyndust samsett úr kjörnum og rafeindum. Kjarnarnir innihalda síðan kjarneindir, sem nefnast róteindir og nifteindir, og hver kjarneind um sig er samsett úr þremur kvörkum. Staðan í dag er að hvorki rafeindir né kvarkar virðast vera samsett en aldrei er að vita nema annað komi í ljós í tilraunum framtíðarinnar.

Ef við gerum ráð fyrir að rafeindir og kvarkar séu sannar öreindir og ekki samsett úr öðrum ögnum má spyrja hver þeirra sé minnsta öreindin. Við þeirri spurningu er hinsvegar ekkert einhlítt svar því að stærð öreindar svarar til bylgjulengdar hennar og eins og áður var nefnt verður bylgjulengdin því styttri sem hreyfiorka öreindarinnar er meiri. Samkvæmt nýjustu öreindakenningum, svonefndum strengjakenningum, er samt ólíklegt að bylgjulengd öreinda verði nokkurn tímann styttri en svonefnd Planckslengd sem er um það bil 10-35 metrar eða einn metri deilt með tölunni sem fæst með því að skrifa 35 núll á eftir 1. Öflugustu agnahraðlar nútímans geta hinsvegar aðeins kannað lengdir niður í um 10-19 metra, svo það verður löng bið á að fá skorið úr því í tilraunum hvort yfirleitt sé um að ræða einhverjar minnstu öreindir....