Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Spurningin vísar trúlega í flugáætlanir flugfélaga en þar er algengt að gert sé ráð fyrir lengri flugtíma aðra leiðina en hina. Það stafar af því að vindi á flugleiðinni er misskipt þannig að hann er oftar í aðra áttina. Hér á Norður-Atlantshafinu eru suðvestlægir vindar ríkjandi, ekki síst í háloftunum þar sem þessar flugvélar fljúga, og þess vegna eru þær að meðaltali fljótari að fljúga frá Boston til Keflavíkur en til baka; fyrrnefnda ferðin mun yfirleitt vera undan vindi. Þessi munur er vel marktækur og skiptir máli eins og spurningin gefur til kynna. Flugfélögin vilja hafa áætlanir sínar sem raunhæfastar og þess vegna eru ríkjandi vindar teknir til greina í þeim eins og hér er lýst.

Þegar fjallað er um flug og flugvélar er afar mikilvægt að gera sér glögga grein fyrir því að hreyfing flugvélar miðast algerlega við loftið. Hreyflarnir knýja flugvélina áfram miðað við loftið og sú hreyfing veldur því síðan að flugvélin helst á lofti. Flugvélavængir nú á dögum eru þannig í laginu að hreyfing vængsins áfram í loftinu á mikinn þátt í að skapa lyftikraftinn sem verkar á hann og heldur flugvélinni uppi.

Þegar flugvélar taka sig á loft og lenda skiptir sköpum að flugið ákvarðast af hraðanum miðað við loft og ekki miðað við jörð. Flugvélar taka sig á loft á móti vindi til þess að fá sem mestan lyftikraft á sem stystri flugbraut; hlutfallið milli hraðans í loftinu og hraðans á brautinni verður þá hagstæðast. Hið sama gildir í rauninni þegar flugvélar lenda. Þær verða að halda hæfilegri ferð miðað við loft til að haldast uppi og lenda mjúklega en með því að lenda upp í vindinn verður hraðinn í lendingunni minnstur miðað við jörð og því minni þörf fyrir langa flugbraut en ella.

Margir halda að samanlagður ferðatími verði hinn sami þó að vindur sé úr tiltekinni átt allan tímann; töfin aðra leiðina vinnist upp af því að tíminn hina leiðina verði styttri undan vindinum en í logni. Þetta er hins vegar ekki alveg rétt því að heildartíminn þegar stöðugur vindur ríkir er alltaf nokkru lengri en í logni, ef miðað er við að ferðin miðað við loftið sé alltaf hin sama. Þetta gildir líka um bát sem fer með tiltekinni ferð miðað við vatnið upp eftir á og síðan niður eftir aftur til sama staðar; tíminn í slíkri ferð er alltaf nokkru lengri en ef vatnið í ánni stæði kyrrt.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.11.2000

Spyrjandi

Anna S. Þráinsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2000, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1072.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 2. nóvember). Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1072

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2000. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1072>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?
Spurningin vísar trúlega í flugáætlanir flugfélaga en þar er algengt að gert sé ráð fyrir lengri flugtíma aðra leiðina en hina. Það stafar af því að vindi á flugleiðinni er misskipt þannig að hann er oftar í aðra áttina. Hér á Norður-Atlantshafinu eru suðvestlægir vindar ríkjandi, ekki síst í háloftunum þar sem þessar flugvélar fljúga, og þess vegna eru þær að meðaltali fljótari að fljúga frá Boston til Keflavíkur en til baka; fyrrnefnda ferðin mun yfirleitt vera undan vindi. Þessi munur er vel marktækur og skiptir máli eins og spurningin gefur til kynna. Flugfélögin vilja hafa áætlanir sínar sem raunhæfastar og þess vegna eru ríkjandi vindar teknir til greina í þeim eins og hér er lýst.

Þegar fjallað er um flug og flugvélar er afar mikilvægt að gera sér glögga grein fyrir því að hreyfing flugvélar miðast algerlega við loftið. Hreyflarnir knýja flugvélina áfram miðað við loftið og sú hreyfing veldur því síðan að flugvélin helst á lofti. Flugvélavængir nú á dögum eru þannig í laginu að hreyfing vængsins áfram í loftinu á mikinn þátt í að skapa lyftikraftinn sem verkar á hann og heldur flugvélinni uppi.

Þegar flugvélar taka sig á loft og lenda skiptir sköpum að flugið ákvarðast af hraðanum miðað við loft og ekki miðað við jörð. Flugvélar taka sig á loft á móti vindi til þess að fá sem mestan lyftikraft á sem stystri flugbraut; hlutfallið milli hraðans í loftinu og hraðans á brautinni verður þá hagstæðast. Hið sama gildir í rauninni þegar flugvélar lenda. Þær verða að halda hæfilegri ferð miðað við loft til að haldast uppi og lenda mjúklega en með því að lenda upp í vindinn verður hraðinn í lendingunni minnstur miðað við jörð og því minni þörf fyrir langa flugbraut en ella.

Margir halda að samanlagður ferðatími verði hinn sami þó að vindur sé úr tiltekinni átt allan tímann; töfin aðra leiðina vinnist upp af því að tíminn hina leiðina verði styttri undan vindinum en í logni. Þetta er hins vegar ekki alveg rétt því að heildartíminn þegar stöðugur vindur ríkir er alltaf nokkru lengri en í logni, ef miðað er við að ferðin miðað við loftið sé alltaf hin sama. Þetta gildir líka um bát sem fer með tiltekinni ferð miðað við vatnið upp eftir á og síðan niður eftir aftur til sama staðar; tíminn í slíkri ferð er alltaf nokkru lengri en ef vatnið í ánni stæði kyrrt....