Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir sólin í næsta sólkerfi?

ÞV

Þessu er ekki hægt að svara ennþá. Menn hafa á síðasta áratug eða svo verið að finna sífellt fleiri reikistjörnur eða merki um þær við nokkra tugi sólstjarna í nágrenni við sólkerfið okkar. Þar með segjum við að sólstjörnurnar sem um er að ræða séu í sólkerfi.

Leitaraðferðirnar eru hins vegar ekki fullkomnari en svo að við finnum aðeins sumar reikistjörnur, til dæmis þær massamestu, og gerum alls ekki ráð fyrir að hafa fundið allar plánetur á einhverju tilteknu svæði. Til að mynda er eins víst að fleiri reikistjörnur séu í fundnum sólkerfum en þær sem við höfum þegar fundið, og eins getur vel verið að reikistjörnur séu við tiltekna sólstjörnu þó að við höfum ekki fundið þær ennþá.

Ef við finnum reikistjörnu við þá sólstjörnu sem er næst okkur, Proxima í Mannfáknum, þá getum við þar með sagt að þar sé næsta sólkerfið. Til þess að geta sagt að næsta sólkerfið sé við einhverja aðra sólstjörnu þyrftum við að geta útilokað að reikistjörnur væru við þær sólstjörnur sem eru nær okkur en hún. Þekking okkar að svo stöddu leyfir ekki slíkar ályktanir.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni: Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?, og svar Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni: Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.11.2000

Spyrjandi

Ísak Andri Ólafsson

Tilvísun

ÞV. „Hvað heitir sólin í næsta sólkerfi?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2000, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1073.

ÞV. (2000, 2. nóvember). Hvað heitir sólin í næsta sólkerfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1073

ÞV. „Hvað heitir sólin í næsta sólkerfi?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2000. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1073>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir sólin í næsta sólkerfi?
Þessu er ekki hægt að svara ennþá. Menn hafa á síðasta áratug eða svo verið að finna sífellt fleiri reikistjörnur eða merki um þær við nokkra tugi sólstjarna í nágrenni við sólkerfið okkar. Þar með segjum við að sólstjörnurnar sem um er að ræða séu í sólkerfi.

Leitaraðferðirnar eru hins vegar ekki fullkomnari en svo að við finnum aðeins sumar reikistjörnur, til dæmis þær massamestu, og gerum alls ekki ráð fyrir að hafa fundið allar plánetur á einhverju tilteknu svæði. Til að mynda er eins víst að fleiri reikistjörnur séu í fundnum sólkerfum en þær sem við höfum þegar fundið, og eins getur vel verið að reikistjörnur séu við tiltekna sólstjörnu þó að við höfum ekki fundið þær ennþá.

Ef við finnum reikistjörnu við þá sólstjörnu sem er næst okkur, Proxima í Mannfáknum, þá getum við þar með sagt að þar sé næsta sólkerfið. Til þess að geta sagt að næsta sólkerfið sé við einhverja aðra sólstjörnu þyrftum við að geta útilokað að reikistjörnur væru við þær sólstjörnur sem eru nær okkur en hún. Þekking okkar að svo stöddu leyfir ekki slíkar ályktanir.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni: Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?, og svar Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni: Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?

...