Sólin Sólin Rís 07:35 • sest 18:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:33 • Sest 05:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?

Hrannar Baldursson

Nei, hún er ekki til í venjulegum skilningi þeirra orða. Þessi stöð sem kölluð er Black Mesa (Svart borð) í PC-leiknum Half-Life, er ekki til. Í leiknum er augljóslega gefið í skyn að Black Mesa sé sams konar stöð og Area 51, en hér má finna svar Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Area 51 til? Höfundur sögunnar að baki Half-Life er starfsmaður hjá Valve Software að nafni Marc Laidlaw, en hann hefur verið iðinn við að skrifa vísindaskáldsögur fyrir tölvuleiki.Reyndar getum við velt fyrir okkur merkingu tilvistarhugtaksins í tengslum við þennan leik. Þessari rannsóknarstofu, Black Mesa, hefur verið komið fyrir á rafrænu formi á internetinu, og geta þeir sem eiga útgáfu af Half-Life farið á þennan stað, en einungis innan rafheims internetsins. Þessi heimur er einungis til sem tölvuforrit, sem hægt er að keyra á PC-tölvum. Reyndar er aðdáunarvert hversu nákvæmlega þessi rafheimur virðist fylgja eðlisfræðilögmálum þegar hann er keyrður í öflugri tölvu með þrívíddarhraðli, og hversu frjálslega hægt er að stjórna persónunni Gordon Freeman, sem flýr rannsóknarstofuna undan geimskrímslum og hermönnum, en það skapar hvorki honum né tilraunarstofunni tilvist utan sýndarveruleikans.


Mynd: Úr Half-Life, Forstofa Black Mesa tilraunarstofunnar.

Höfundur

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

3.11.2000

Spyrjandi

Eiríkur Rafn Stefánsson, f. 1988

Tilvísun

Hrannar Baldursson. „Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2000. Sótt 30. september 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=1077.

Hrannar Baldursson. (2000, 3. nóvember). Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1077

Hrannar Baldursson. „Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2000. Vefsíða. 30. sep. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1077>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?
Nei, hún er ekki til í venjulegum skilningi þeirra orða. Þessi stöð sem kölluð er Black Mesa (Svart borð) í PC-leiknum Half-Life, er ekki til. Í leiknum er augljóslega gefið í skyn að Black Mesa sé sams konar stöð og Area 51, en hér má finna svar Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Area 51 til? Höfundur sögunnar að baki Half-Life er starfsmaður hjá Valve Software að nafni Marc Laidlaw, en hann hefur verið iðinn við að skrifa vísindaskáldsögur fyrir tölvuleiki.Reyndar getum við velt fyrir okkur merkingu tilvistarhugtaksins í tengslum við þennan leik. Þessari rannsóknarstofu, Black Mesa, hefur verið komið fyrir á rafrænu formi á internetinu, og geta þeir sem eiga útgáfu af Half-Life farið á þennan stað, en einungis innan rafheims internetsins. Þessi heimur er einungis til sem tölvuforrit, sem hægt er að keyra á PC-tölvum. Reyndar er aðdáunarvert hversu nákvæmlega þessi rafheimur virðist fylgja eðlisfræðilögmálum þegar hann er keyrður í öflugri tölvu með þrívíddarhraðli, og hversu frjálslega hægt er að stjórna persónunni Gordon Freeman, sem flýr rannsóknarstofuna undan geimskrímslum og hermönnum, en það skapar hvorki honum né tilraunarstofunni tilvist utan sýndarveruleikans.


Mynd: Úr Half-Life, Forstofa Black Mesa tilraunarstofunnar....