Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma, kæmi þá jarðskjálfti?

Ritstjórn Vísindavefsins

Segjum að Kínverjar séu 1,2 milljarðar að tölu, þeir vegi 50 kg hver að meðaltali og kínverskir stólar séu 50 cm háir. Samanlagður massi þjóðarinnar væri þá 60 * 109 kg eða 60 milljón tonn. Ef svo þungur "hlutur" félli hálfan metra ylli það örugglega talsverðum jarðskjálfta. Til samanburðar má geta þess að fjallið Esja vegur um 2430 tonn per fermetra, þannig að 24.700 fermetra (160 m * 160 m) kjarna úr Esjunni þyrfti til að jafnast á við massa kínversku þjóðarinnar.



Æfingar fyrir jarðskjálftann mikla í Kína.

Formúlan fyrir orkunni sem losnar við hálfs metra stökk Kínverja er annars þessi (nefnilega staðarorka hlutar með ákveðinn massa, m, og í ákveðinni hæð, h, en g er svokölluð þyngdarhröðun):
E = mgh = 60 *109 kg * 9,8 ms-2 * 0,5 m = 3*1011 júl

Ef öll þessi orka breyttist í jarðskjálftabylgjur yrði skjálftinn 4,3 stig á Richter. Formúlan sem tengir orku (E) og stærð (M) jarðskjálfta er:
log E = 5,24 + 1,44 * M
Hagkvæmast væri að Kínverjarnir kæmu allir saman í einn stað, hver með sinn stól. Ef við ætlum þeim einn fermetra hverjum þyrfti til þess svæði sem væri 1200 ferkílómetrar eða ferning sem væri um 35 km á kant. Jarðskjálftinn yrði vel mælanlegur en mundi ekki valda neinu umtalsverðu tjóni.

Að þessu svari unnu: Sigurður Steinþórsson, Páll Einarsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson.

Mynd::

Útgáfudagur

5.11.2000

Spyrjandi

Lena Snorradóttir, fædd 1987

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma, kæmi þá jarðskjálfti? “ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1091.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2000, 5. nóvember). Ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma, kæmi þá jarðskjálfti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1091

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma, kæmi þá jarðskjálfti? “ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1091>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef allir Kínverjar stykkju niður af stól á sama tíma, kæmi þá jarðskjálfti?
Segjum að Kínverjar séu 1,2 milljarðar að tölu, þeir vegi 50 kg hver að meðaltali og kínverskir stólar séu 50 cm háir. Samanlagður massi þjóðarinnar væri þá 60 * 109 kg eða 60 milljón tonn. Ef svo þungur "hlutur" félli hálfan metra ylli það örugglega talsverðum jarðskjálfta. Til samanburðar má geta þess að fjallið Esja vegur um 2430 tonn per fermetra, þannig að 24.700 fermetra (160 m * 160 m) kjarna úr Esjunni þyrfti til að jafnast á við massa kínversku þjóðarinnar.



Æfingar fyrir jarðskjálftann mikla í Kína.

Formúlan fyrir orkunni sem losnar við hálfs metra stökk Kínverja er annars þessi (nefnilega staðarorka hlutar með ákveðinn massa, m, og í ákveðinni hæð, h, en g er svokölluð þyngdarhröðun):
E = mgh = 60 *109 kg * 9,8 ms-2 * 0,5 m = 3*1011 júl

Ef öll þessi orka breyttist í jarðskjálftabylgjur yrði skjálftinn 4,3 stig á Richter. Formúlan sem tengir orku (E) og stærð (M) jarðskjálfta er:
log E = 5,24 + 1,44 * M
Hagkvæmast væri að Kínverjarnir kæmu allir saman í einn stað, hver með sinn stól. Ef við ætlum þeim einn fermetra hverjum þyrfti til þess svæði sem væri 1200 ferkílómetrar eða ferning sem væri um 35 km á kant. Jarðskjálftinn yrði vel mælanlegur en mundi ekki valda neinu umtalsverðu tjóni.

Að þessu svari unnu: Sigurður Steinþórsson, Páll Einarsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson.

Mynd::...