Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?

Sigurður Steinþórsson og Páll Einarsson

Allar aðferðir til að meta spennu í jarðskorpunni eru óbeinar, en ýmsum brögðum má beita til að meta hana. Spennunni má líkja við það þegar teygt er á gúmmíteygju eða strokleðri: efnið aflagast smám saman uns það brestur loks. Þessar eru helstar þeirra aðferða sem beitt er hér á landi til að fylgjast með spennu:

  1. Á vegum jarðeðlisfræðideildar Veðurstofunnar eru reknir þenslumælar í borholum sem mæla einn þátt aflögunarinnar sem verður í berginu þegar spenna breytist. Mælirinn skynjar rúmmálsbreytingu í borholunni sem hann er steyptur niður í.
  2. Íslenskar jarðvísindastofnanir standa, í samvinnu við ýmsa útlendinga, fyrir umfangsmiklum landmælingum með GPS-tækjum, sem eru mjög nákvæmar. Þær eru endurteknar með vissu millibili og sýna hvernig jarðskorpan aflagast með tímanum þegar spenna breytist.
  3. Norræna eldfjallastöðin hefur tekið þátt í notkun nýrrar tækni sem byggist á því að bera saman ratsjár-fjarlægðarmælingar sem gerðar eru með reglulegu millibili úr gervitunglum. Samanburður slíkra mælinga gefur breytingar í landhæð með tímanum.
  4. Smáskjálftar geta gefið til kynna breytingar á spennu á tilteknum svæðum. Finna má brotlausnir skjálftanna sem endurspegla spennusviðið.
  5. S-bylgjur, sem eru ein tegund af skjálftabylgjum, klofna þegar þær fara í gegnum mjög sprungið berg. Bylgjurnar klofna í tvennt og fara hlutarnir mishratt. Tímamunur bylgnanna gefur vísbendingu um þéttleika sprungna og þar með um spennusvið í berginu. Mælingar á þessu eru á tilraunastigi.
  6. Loks má geta óbeinnar aðferðar sem reynd hefur verið á Raunvísindastofnun um árabil: Að mæla styrk radons, geislavirkrar lofttegundar, í vatnsuppsprettum. Radon myndast sífellt í berginu við sundrun radíns (radíums), sem aftur myndast við sundrun úrans og þóríns í berginu. Styrkur radons í berginu breytist þó lítið því radonið sundrast líka og breytist í önnur efni. Sýnt hefur verið fram á að þegar spennan í berginu er orðin slík að það nálgast brotmörk sín, myndast í því smásprungur sem losa radonið hraðar en áður út í vatnið, og styrkur þess snarhækkar. Radonfrávik hafa mælst á undan mörgum skjálftum á Íslandi, nú síðast á undan stóru skjálftunum á Suðurlandi í júní.

Höfundar

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.11.2000

Spyrjandi

Guðmundur Pétursson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson og Páll Einarsson. „Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1092.

Sigurður Steinþórsson og Páll Einarsson. (2000, 6. nóvember). Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1092

Sigurður Steinþórsson og Páll Einarsson. „Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1092>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?
Allar aðferðir til að meta spennu í jarðskorpunni eru óbeinar, en ýmsum brögðum má beita til að meta hana. Spennunni má líkja við það þegar teygt er á gúmmíteygju eða strokleðri: efnið aflagast smám saman uns það brestur loks. Þessar eru helstar þeirra aðferða sem beitt er hér á landi til að fylgjast með spennu:

  1. Á vegum jarðeðlisfræðideildar Veðurstofunnar eru reknir þenslumælar í borholum sem mæla einn þátt aflögunarinnar sem verður í berginu þegar spenna breytist. Mælirinn skynjar rúmmálsbreytingu í borholunni sem hann er steyptur niður í.
  2. Íslenskar jarðvísindastofnanir standa, í samvinnu við ýmsa útlendinga, fyrir umfangsmiklum landmælingum með GPS-tækjum, sem eru mjög nákvæmar. Þær eru endurteknar með vissu millibili og sýna hvernig jarðskorpan aflagast með tímanum þegar spenna breytist.
  3. Norræna eldfjallastöðin hefur tekið þátt í notkun nýrrar tækni sem byggist á því að bera saman ratsjár-fjarlægðarmælingar sem gerðar eru með reglulegu millibili úr gervitunglum. Samanburður slíkra mælinga gefur breytingar í landhæð með tímanum.
  4. Smáskjálftar geta gefið til kynna breytingar á spennu á tilteknum svæðum. Finna má brotlausnir skjálftanna sem endurspegla spennusviðið.
  5. S-bylgjur, sem eru ein tegund af skjálftabylgjum, klofna þegar þær fara í gegnum mjög sprungið berg. Bylgjurnar klofna í tvennt og fara hlutarnir mishratt. Tímamunur bylgnanna gefur vísbendingu um þéttleika sprungna og þar með um spennusvið í berginu. Mælingar á þessu eru á tilraunastigi.
  6. Loks má geta óbeinnar aðferðar sem reynd hefur verið á Raunvísindastofnun um árabil: Að mæla styrk radons, geislavirkrar lofttegundar, í vatnsuppsprettum. Radon myndast sífellt í berginu við sundrun radíns (radíums), sem aftur myndast við sundrun úrans og þóríns í berginu. Styrkur radons í berginu breytist þó lítið því radonið sundrast líka og breytist í önnur efni. Sýnt hefur verið fram á að þegar spennan í berginu er orðin slík að það nálgast brotmörk sín, myndast í því smásprungur sem losa radonið hraðar en áður út í vatnið, og styrkur þess snarhækkar. Radonfrávik hafa mælst á undan mörgum skjálftum á Íslandi, nú síðast á undan stóru skjálftunum á Suðurlandi í júní.
...