Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er splæst gen?

Guðmundur Eggertsson

Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?
Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar eru ýmist litlar hringlaga DNA-sameindir (plasmíð), veirur eða jafnvel tilbúnir litningar. Ferjurnar eru hannaðar þannig að auðvelt sé að setja inn í þær DNA-búta.

Fjöldi ólíkra genaferja er til fyrir bakteríur og margar hafa líka verið smíðaðar fyrir frumur sveppa, dýra og plantna. Tilbúnir litningar eða gervilitningar, sem einkum hafa verið notaðir í gersveppum, eru hentugir ef ferja skal mjög stóra búta úr erfðaefni tegundar. Einnig hefur verið unnið að því að hanna genaferjur fyrir mannafrumur. Ætlunin er að nota þær við genalækningar. Þær eiga að geta flutt heil, starfhæf gen inn í líkamsfrumur og bætt upp galla af völdum stökkbreyttra gena. Það er ef til vill einmitt á þessu sviði sem mestra nýjunga er að vænta á næstu árum.

Mikil áhersla er nú líka lögð á að bæta aðferðir til að ferja gen inn í plöntufrumur. Deilur um erfðabreytt matvæli hafa hvatt til endurbóta á því sviði.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig eru gen flutt á milli tegunda óháð skyldleika þeirra? og svör Helgu Bjarnadóttur og Jóns J. Jónssonar við Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma? og Er hægt að beita genalækningum við sjúkdóminn DMD?

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

6.11.2000

Spyrjandi

Bryndís Magnúsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvað er splæst gen? “ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1094.

Guðmundur Eggertsson. (2000, 6. nóvember). Hvað er splæst gen? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1094

Guðmundur Eggertsson. „Hvað er splæst gen? “ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1094>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er splæst gen?

Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?
Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar eru ýmist litlar hringlaga DNA-sameindir (plasmíð), veirur eða jafnvel tilbúnir litningar. Ferjurnar eru hannaðar þannig að auðvelt sé að setja inn í þær DNA-búta.

Fjöldi ólíkra genaferja er til fyrir bakteríur og margar hafa líka verið smíðaðar fyrir frumur sveppa, dýra og plantna. Tilbúnir litningar eða gervilitningar, sem einkum hafa verið notaðir í gersveppum, eru hentugir ef ferja skal mjög stóra búta úr erfðaefni tegundar. Einnig hefur verið unnið að því að hanna genaferjur fyrir mannafrumur. Ætlunin er að nota þær við genalækningar. Þær eiga að geta flutt heil, starfhæf gen inn í líkamsfrumur og bætt upp galla af völdum stökkbreyttra gena. Það er ef til vill einmitt á þessu sviði sem mestra nýjunga er að vænta á næstu árum.

Mikil áhersla er nú líka lögð á að bæta aðferðir til að ferja gen inn í plöntufrumur. Deilur um erfðabreytt matvæli hafa hvatt til endurbóta á því sviði.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig eru gen flutt á milli tegunda óháð skyldleika þeirra? og svör Helgu Bjarnadóttur og Jóns J. Jónssonar við Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma? og Er hægt að beita genalækningum við sjúkdóminn DMD?...