Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er metangas og hvernig er það nýtt?

Björn H. Halldórsson

Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er; efnaformúlan er CH4. Metan er lyktarlaus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft.

Orkan sem felst í metaninu er nýtt með bruna, oftast með bruna til hitunar en einnig til rafmagnsframleiðslu eða jafnvel í iðnaði eða á ökutæki. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er skæð gróðurhúsalofttegund en með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Þótt sameindin sé sú sama (CH4) er sá meginmunur á jarðgasi og metani úr lífrænu efni að með bruna á jarðgasi er verið að bæta við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið en með bruna á metani úr lífrænum efnum er verið að skila til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu „í gær“.



Metan er lofttegund sem meðal annars myndast á urðunarstöðum sorps við niðurbrot á lífrænum úrgangi.

Varðandi hagkvæmni þess að framleiða metan sem eldsneyti þá er það spurning um viðmið. Svo lengi sem jarðolía er ódýrari á markaði en tekst að framleiða metan fyrir, þá verður ekki hagkvæmt að framleiða metan. Ef hins vegar er settur verðmiði á umhverfið má vera að menn meti það svo að framleiðsla á metani sé hagkvæm. Á síðustu árum hefur verð á jarðolíu farið hækkandi um leið og framleiðslukostnaður metans hefur lækkað. Því er notkun á metani að verða algengari og mun aukast samfara hækkandi olíuverði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

  • Hvað er metangas og hvernig er það nýtt? Er framleiðsla á metani til orkuframleiðslu hagkvæm og ef svo er, af hverju er það ekki notað í meira mæli?

Höfundur

framkvæmdastjóri Metan hf. og SORPU bs.

Útgáfudagur

4.11.2009

Spyrjandi

Hulda Valdís Önundardóttir, Bjarni Guðnason

Tilvísun

Björn H. Halldórsson. „Hvað er metangas og hvernig er það nýtt?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2009, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10973.

Björn H. Halldórsson. (2009, 4. nóvember). Hvað er metangas og hvernig er það nýtt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10973

Björn H. Halldórsson. „Hvað er metangas og hvernig er það nýtt?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2009. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10973>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er metangas og hvernig er það nýtt?
Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er; efnaformúlan er CH4. Metan er lyktarlaus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft.

Orkan sem felst í metaninu er nýtt með bruna, oftast með bruna til hitunar en einnig til rafmagnsframleiðslu eða jafnvel í iðnaði eða á ökutæki. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er skæð gróðurhúsalofttegund en með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Þótt sameindin sé sú sama (CH4) er sá meginmunur á jarðgasi og metani úr lífrænu efni að með bruna á jarðgasi er verið að bæta við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið en með bruna á metani úr lífrænum efnum er verið að skila til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu „í gær“.



Metan er lofttegund sem meðal annars myndast á urðunarstöðum sorps við niðurbrot á lífrænum úrgangi.

Varðandi hagkvæmni þess að framleiða metan sem eldsneyti þá er það spurning um viðmið. Svo lengi sem jarðolía er ódýrari á markaði en tekst að framleiða metan fyrir, þá verður ekki hagkvæmt að framleiða metan. Ef hins vegar er settur verðmiði á umhverfið má vera að menn meti það svo að framleiðsla á metani sé hagkvæm. Á síðustu árum hefur verð á jarðolíu farið hækkandi um leið og framleiðslukostnaður metans hefur lækkað. Því er notkun á metani að verða algengari og mun aukast samfara hækkandi olíuverði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

  • Hvað er metangas og hvernig er það nýtt? Er framleiðsla á metani til orkuframleiðslu hagkvæm og ef svo er, af hverju er það ekki notað í meira mæli?
...