Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?

Þorgerður Einarsdóttir

Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og aðgreindu hann þar með frá öðrum stéttum.

Rannsóknirnar báru lengi keim af virknihyggju (functionalism) sem var ríkjandi sjónarhorn í félagsfræði í áratugi. Gengið var út frá því að samfélagið væri lífræn heild, eins konar líkami, þar sem hinir ýmsu þættir stuðluðu að jafnvægi og stöðugleika. Framlag faghópanna til samfélagsheildarinnar var talið vera sérþekking þeirra, sem var tryggð með prófgráðu úr háskóla, þjónustuhygð, hátt siðgæði og óeigingirni. Í þessu sjónarmiði fólst að faghóparnir hefðu sjálfir stjórn á sínum innri málum og að þeir hagnýttu sérfræðiþekkingu sína í siðrænum og háleitum tilgangi til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Í staðinn uppskæru þeir völd og virðingu. Margar þessara hugmynda enduróma enn í dag, til dæmis hugmyndin um sjálfræði og stjórn yfir eigin málum.

Fyrstu kenningasmiðirnir einblíndu á hinar þrjár gömlu embættismannastéttir, presta, lækna og lögfræðinga. Þeir tóku söguleg og félagsleg einkenni þeirra eins og þau voru fyrir miðja öldina og gerðu að kjörmyndum eða fyrirmyndum annarra faghópa. Það sem þessar stéttir áttu sameiginlegt voru atriði eins og langt háskólanám og sterk félagsmótun, sértæk þekking og kennivald í krafti hennar, félagasamtök, fagmenning og síðar meir sameiginlegar siðareglur. Allt þetta átti þátt í að þjappa hópnum saman og aðgreina hann frá öðrum og myndaði þannig grunninn að sjálfsmynd hans.

Álitið var að þá fyrst gæti starfstétt talist faghópur að hún uppfyllti þau skilyrði sem hér voru nefnd. Ekki voru allar stéttir taldar geta fagvæðst, meðal annars vegna þess að þær skorti forsendur til að þróa eigin sértækan þekkingargrunn. Talað var um “hálfstéttir" (semiprofessions eða paraprofessions) í því sambandi, en þar var einkum átt við kvennastéttir eins og kennara og hjúkrunarfræðinga. Við nánari skoðun reyndust rökin um skort á þekkingargrunni þessara hópa ekki standast og smám saman minnkaði áhugi á þessum flokkadráttum.

Upp úr 1970 ruddi sér til rúms sjónarmið sem setti faghópana í víðara samhengi og beindi sjónum að hagsmunabaráttu þeirra, áhrifavaldi og einokun starfa á vinnumarkaði. Fyrri kenningar voru gagnrýndar fyrir að vera gildishlaðnar og gefa fegraða mynd af faghópunum. Einnig var sýnt fram á að þær hefðu þunga karlaslagsíðu, eins og hugmyndin um hálfstétt ber með sér.

Þetta var upphafið að hinum svokölluðu félagslegu útilokunarkenningum sem byggðu á arfi þýska félagsfræðingsins Max Weber. Megininntak þeirra er að faghópar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart starfshópum sem standa þeim neðar eða til hliðar við þá, jafnframt því að ásælast hlunnindi og tækifæri þeirra sem standa þeim ofar. Þetta er gert með því að einoka annars vegar þekkingu, til dæmis með tilteknum menntunarskilyrðum sem hópurinn setur sér, og hins vegar með því að takmarka aðgengi að störfum með leyfisveitingum, lögverndun eða viðurkenningu af öðru tagi.

Skýrt dæmi úr heilbrigðisgeiranum er læknar sem gæta hagsmuna sinna gagnvart hjúkrunarfræðingum, sem aftur ásælast hlunnindi lækna jafnframt því að standa vörð um hagsmuni sína gagnvart sjúkraliðum og ófaglærðum. Í grófum dráttum má segja að þetta sjónarmið sé viðsnúningur á fyrri kenningum: Þar sem virknisinnar litu á faghópana sem göfuga, upphafna og fórnfúsa, litu útilokunarsinnar á þá sem hagsmunahópa sem setja eigin hagsmuni ofar hagsmunum skjólstæðinganna og samfélagsins í heild. Ljóst er að bæði þessi sjónarmið hafa sínar takmarkanir.

Á síðustu árum hafa fræðimenn leitast við að setja faghópa í enn víðara þjóðfélagslegt samhengi með hliðsjón af því hvernig starfsaðstæðum sérfræðinga er háttað hverju sinni. Í því sambandi hefur verið greint milli faghópa velferðarríkisins og faghópa sem starfa á frjálsum markaði. Hinir fyrrnefndu eru þeir faghópar sem hafa vaxið fram innan vébanda ríkisvaldsins og starfa beint eða óbeint við rekstur velferðarkerfisins. Dæmi um slíka faghópa eru kennarar, félagsráðgjafar og þroskaþjálfar, auk heilbrigðisstétta í ríkisþjónustu. Hinir síðarnefndu eru þeir sem selja þekkingu sína á frjálsum markaði og eru verkfræðingar, hagfræðingar og arkitektar dæmi þar um. Nokkrir hópar hafa haft starfsmöguleika bæði í opinberri þjónustu og á frjálsum markaði, en flestir tilheyra frekar öðru hvoru sviðinu og mótast sjálfsmynd þeirra og fagvitund af því.

Með aukinni alþjóðavæðingu, markaðsvæðingu og breyttum áherslum í stjórnsýslu og pólitískri hagstjórn í flestum iðnvæddum löndum eru starfsskilyrði faghópa nú óðum að breytast. Umsvif ríkisivaldsins fara minnkandi og velferðarkerfi eru stokkuð upp. Faghóparnir verða sífellt sundurleitari og hafa hugmyndir um einstaklingsvæðingu ýtt undir þá þróun. Leidd eru rök að því að hagsmunir einstaklinganna fari æ meir eftir vinnumarkaðsaðstæðum frekar en formlegri menntun og aðild að samtökum. Í því samhengi hafa menn spurt hvort sjálfstætt starfandi læknir eigi ef til vill meira sameiginlegt með sjálfstætt starfandi lögfræðingi en stéttarbróður sínum í ríkisþjónustu. Ljóst er að við þessar breyttu aðstæður fækkar þeim samnefnurum sem halda hinum ýmsu faghópum saman og hefur það óhjákvæmilega áhrif á sjálfsmynd þeirra, fagmenningu og hollustu við starfshópinn.

Þrátt fyrir þær hræringar sem hér hafa verið raktar hafa margir faghópar haldið sig við hefðbundnar aðferðir við fagþróun með áherslu á félagasamtök, formlega menntun og leyfisveitingar. Þetta á einkum við um faghópa innan velferðarkerfisins, ekki síst ungar kvennastéttir sem eru að festa sig í sessi. Menntunarkröfur eru auknar, nám og þjálfun er flutt á háskólastig og sérfræðinám er gert að skilyrði fyrir starfsleyfi á tilteknum sviðum. Faghópar sem starfa á einkamarkaði, sem oftar eru karlastéttir, hafa ekki lagt sömu áherslu á þessa þætti og eru verkfræðingar og tölvunarfræðingar skýr dæmi þar um.

Þótt sú aðferð við fagþróun sem hér hefur verið lýst hafi ekki alltaf leitt til betri kjara eða sterkari aðstöðu á vinnumarkaði á hún þó tvímælalaust mikinn þátt í að efla og styrkja sjálfsmynd hópsins. Á þann hátt hefur hún jákvætt gildi fyrir einstaklinga faghópsins og hugsanlega einnig fyrir skjólstæðingana og samfélagið í heild.

Höfundur

prófessor í kynjafræði við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2000

Spyrjandi

Þórhildur Ólafsdóttir

Tilvísun

Þorgerður Einarsdóttir. „Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2000, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1098.

Þorgerður Einarsdóttir. (2000, 7. nóvember). Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1098

Þorgerður Einarsdóttir. „Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2000. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?
Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og aðgreindu hann þar með frá öðrum stéttum.

Rannsóknirnar báru lengi keim af virknihyggju (functionalism) sem var ríkjandi sjónarhorn í félagsfræði í áratugi. Gengið var út frá því að samfélagið væri lífræn heild, eins konar líkami, þar sem hinir ýmsu þættir stuðluðu að jafnvægi og stöðugleika. Framlag faghópanna til samfélagsheildarinnar var talið vera sérþekking þeirra, sem var tryggð með prófgráðu úr háskóla, þjónustuhygð, hátt siðgæði og óeigingirni. Í þessu sjónarmiði fólst að faghóparnir hefðu sjálfir stjórn á sínum innri málum og að þeir hagnýttu sérfræðiþekkingu sína í siðrænum og háleitum tilgangi til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Í staðinn uppskæru þeir völd og virðingu. Margar þessara hugmynda enduróma enn í dag, til dæmis hugmyndin um sjálfræði og stjórn yfir eigin málum.

Fyrstu kenningasmiðirnir einblíndu á hinar þrjár gömlu embættismannastéttir, presta, lækna og lögfræðinga. Þeir tóku söguleg og félagsleg einkenni þeirra eins og þau voru fyrir miðja öldina og gerðu að kjörmyndum eða fyrirmyndum annarra faghópa. Það sem þessar stéttir áttu sameiginlegt voru atriði eins og langt háskólanám og sterk félagsmótun, sértæk þekking og kennivald í krafti hennar, félagasamtök, fagmenning og síðar meir sameiginlegar siðareglur. Allt þetta átti þátt í að þjappa hópnum saman og aðgreina hann frá öðrum og myndaði þannig grunninn að sjálfsmynd hans.

Álitið var að þá fyrst gæti starfstétt talist faghópur að hún uppfyllti þau skilyrði sem hér voru nefnd. Ekki voru allar stéttir taldar geta fagvæðst, meðal annars vegna þess að þær skorti forsendur til að þróa eigin sértækan þekkingargrunn. Talað var um “hálfstéttir" (semiprofessions eða paraprofessions) í því sambandi, en þar var einkum átt við kvennastéttir eins og kennara og hjúkrunarfræðinga. Við nánari skoðun reyndust rökin um skort á þekkingargrunni þessara hópa ekki standast og smám saman minnkaði áhugi á þessum flokkadráttum.

Upp úr 1970 ruddi sér til rúms sjónarmið sem setti faghópana í víðara samhengi og beindi sjónum að hagsmunabaráttu þeirra, áhrifavaldi og einokun starfa á vinnumarkaði. Fyrri kenningar voru gagnrýndar fyrir að vera gildishlaðnar og gefa fegraða mynd af faghópunum. Einnig var sýnt fram á að þær hefðu þunga karlaslagsíðu, eins og hugmyndin um hálfstétt ber með sér.

Þetta var upphafið að hinum svokölluðu félagslegu útilokunarkenningum sem byggðu á arfi þýska félagsfræðingsins Max Weber. Megininntak þeirra er að faghópar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart starfshópum sem standa þeim neðar eða til hliðar við þá, jafnframt því að ásælast hlunnindi og tækifæri þeirra sem standa þeim ofar. Þetta er gert með því að einoka annars vegar þekkingu, til dæmis með tilteknum menntunarskilyrðum sem hópurinn setur sér, og hins vegar með því að takmarka aðgengi að störfum með leyfisveitingum, lögverndun eða viðurkenningu af öðru tagi.

Skýrt dæmi úr heilbrigðisgeiranum er læknar sem gæta hagsmuna sinna gagnvart hjúkrunarfræðingum, sem aftur ásælast hlunnindi lækna jafnframt því að standa vörð um hagsmuni sína gagnvart sjúkraliðum og ófaglærðum. Í grófum dráttum má segja að þetta sjónarmið sé viðsnúningur á fyrri kenningum: Þar sem virknisinnar litu á faghópana sem göfuga, upphafna og fórnfúsa, litu útilokunarsinnar á þá sem hagsmunahópa sem setja eigin hagsmuni ofar hagsmunum skjólstæðinganna og samfélagsins í heild. Ljóst er að bæði þessi sjónarmið hafa sínar takmarkanir.

Á síðustu árum hafa fræðimenn leitast við að setja faghópa í enn víðara þjóðfélagslegt samhengi með hliðsjón af því hvernig starfsaðstæðum sérfræðinga er háttað hverju sinni. Í því sambandi hefur verið greint milli faghópa velferðarríkisins og faghópa sem starfa á frjálsum markaði. Hinir fyrrnefndu eru þeir faghópar sem hafa vaxið fram innan vébanda ríkisvaldsins og starfa beint eða óbeint við rekstur velferðarkerfisins. Dæmi um slíka faghópa eru kennarar, félagsráðgjafar og þroskaþjálfar, auk heilbrigðisstétta í ríkisþjónustu. Hinir síðarnefndu eru þeir sem selja þekkingu sína á frjálsum markaði og eru verkfræðingar, hagfræðingar og arkitektar dæmi þar um. Nokkrir hópar hafa haft starfsmöguleika bæði í opinberri þjónustu og á frjálsum markaði, en flestir tilheyra frekar öðru hvoru sviðinu og mótast sjálfsmynd þeirra og fagvitund af því.

Með aukinni alþjóðavæðingu, markaðsvæðingu og breyttum áherslum í stjórnsýslu og pólitískri hagstjórn í flestum iðnvæddum löndum eru starfsskilyrði faghópa nú óðum að breytast. Umsvif ríkisivaldsins fara minnkandi og velferðarkerfi eru stokkuð upp. Faghóparnir verða sífellt sundurleitari og hafa hugmyndir um einstaklingsvæðingu ýtt undir þá þróun. Leidd eru rök að því að hagsmunir einstaklinganna fari æ meir eftir vinnumarkaðsaðstæðum frekar en formlegri menntun og aðild að samtökum. Í því samhengi hafa menn spurt hvort sjálfstætt starfandi læknir eigi ef til vill meira sameiginlegt með sjálfstætt starfandi lögfræðingi en stéttarbróður sínum í ríkisþjónustu. Ljóst er að við þessar breyttu aðstæður fækkar þeim samnefnurum sem halda hinum ýmsu faghópum saman og hefur það óhjákvæmilega áhrif á sjálfsmynd þeirra, fagmenningu og hollustu við starfshópinn.

Þrátt fyrir þær hræringar sem hér hafa verið raktar hafa margir faghópar haldið sig við hefðbundnar aðferðir við fagþróun með áherslu á félagasamtök, formlega menntun og leyfisveitingar. Þetta á einkum við um faghópa innan velferðarkerfisins, ekki síst ungar kvennastéttir sem eru að festa sig í sessi. Menntunarkröfur eru auknar, nám og þjálfun er flutt á háskólastig og sérfræðinám er gert að skilyrði fyrir starfsleyfi á tilteknum sviðum. Faghópar sem starfa á einkamarkaði, sem oftar eru karlastéttir, hafa ekki lagt sömu áherslu á þessa þætti og eru verkfræðingar og tölvunarfræðingar skýr dæmi þar um.

Þótt sú aðferð við fagþróun sem hér hefur verið lýst hafi ekki alltaf leitt til betri kjara eða sterkari aðstöðu á vinnumarkaði á hún þó tvímælalaust mikinn þátt í að efla og styrkja sjálfsmynd hópsins. Á þann hátt hefur hún jákvætt gildi fyrir einstaklinga faghópsins og hugsanlega einnig fyrir skjólstæðingana og samfélagið í heild.

...