Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?

Ari Ólafsson

Sami spyrjandi lagði einnig fram spurninguna Af hverju er snjórinn hvítur? Þessar tvær spurningar eru skyldari en ætla mætti við fyrstu sýn, og mætti allt eins svara þeim saman í samfelldu máli. Við kjósum þó að svara þeim hvorri í sínu lagi.

Endurkast ljóss frá fleti getur verið með tvennum hætti eftir eðli flatarins.

Við speglun frá "gljáandi" fleti mynda innfallsgeisli og speglaður geisli sama horn við flötinn og við getum rakið geislaleiðina til baka. Geisla sem nær auga okkar frá ákveðnum punkti á slíkum fleti má því rekja til baka til upphafs í hlut sem er fyrir framan spegilinn eins og við. Þessi hlutur er fyrirmynd myndarinnar sem við sjáum að því er virðist bak við flötinn.

Ljósgeisli frá auga þínu sem lendir hornrétt á spegilflötinn speglast aftur í augað. Geislar frá auganu sem fara í aðra stefnu speglast ekki aftur í augað og þú sérð þá ekki. Geisli frá hökunni á þér lendir svolítið neðar á sléttum speglinum en sá frá auganu og speglast þaðan í auga þitt. Frá sérhverjum punkti á líkama þínum lendir einn geisli í auganu eftir speglun á spegilfletinum. Stefna geislans þegar hann lendir á auganu er einkennandi fyrir þennan punkt. Þú skynjar því mynd af þér bak við spegilinn. Myndin virðist vera í sömu fjarlægð aftan við spegilinn og er milli þín og spegils.



Ljósgeislar sem ná auga okkar eftir að hafa lent á spegilfleti (A) líta út fyrir að eiga upptök sín bak við spegilinn (A').

Við sjáum þannig fyrst og fremst mynd af fyrirmyndinni en verðum minna vör við spegilflötinn sjálfan. Eini munurinn á þessu tilfelli og því að þú sérð vinkonu þína fyrir framan þig er að spegillinn hefur breytt stefnu ljósgeislanna og þú sérð myndina því á óvæntum stað. Spegilmyndin hefur þó víxlað á hugtökunum hægri og vinstri.

Speglar hafa yfirleitt "gljáandi" áferð. Þeir eru oftast gerðir með því að leggja málmhúð á sléttan glerflöt.

Dreift endurkast verður á hinn bóginn frá flötum sem við getum kallað "matta". Geislar sem ná augum okkar frá slíkum flötum koma úr ýmsum áttum að fletinum, og innihalda því ekki upplýsingar um form fyrirmyndar eða ljósgjafa. Mattir fletir eru því almennt ekki flokkaðir sem speglar þó að þeir geti í sumum tilfellum endurvarpað geislum betur en gljáandi fletir, það er að segja að þeir drekka þá minna í sig af orku geislanna.

Við skynjum litaáferð flata vegna ljóss sem verður fyrir dreifðu endurkasti frá þeim. Grænn flötur dreifir ljósi af "grænum" öldulengdum vel en drekkur ljós á öðrum öldulengdum í sig. Hvítur flötur dreifir öllum öldulengdum jafnt og endurkastar mestum hluta ljóssins sem á hann fellur. Grár flötur endurkastar öldulengdum nokkuð jafnt en drekkur í sig stóran hluta ljósorkunnar sem á hann fellur. Þannig er oft aðeins stigsmunur á hvítu og gráu. Svartur flötur drekkur í sig ljósgeisla af öllum öldulengdum og endurkastar aðeins litlu.

Ýmislegt af því sem hér hefur verið sagt nýtist lesandanum aftur ef hann les svarið við spurningunni um litinn á snjónum.

Mynd: Emelía Eiríksdóttir

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Hrund Ólafsdóttir 15 ára

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=111.

Ari Ólafsson. (2000, 16. febrúar). Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=111

Ari Ólafsson. „Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=111>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?
Sami spyrjandi lagði einnig fram spurninguna Af hverju er snjórinn hvítur? Þessar tvær spurningar eru skyldari en ætla mætti við fyrstu sýn, og mætti allt eins svara þeim saman í samfelldu máli. Við kjósum þó að svara þeim hvorri í sínu lagi.

Endurkast ljóss frá fleti getur verið með tvennum hætti eftir eðli flatarins.

Við speglun frá "gljáandi" fleti mynda innfallsgeisli og speglaður geisli sama horn við flötinn og við getum rakið geislaleiðina til baka. Geisla sem nær auga okkar frá ákveðnum punkti á slíkum fleti má því rekja til baka til upphafs í hlut sem er fyrir framan spegilinn eins og við. Þessi hlutur er fyrirmynd myndarinnar sem við sjáum að því er virðist bak við flötinn.

Ljósgeisli frá auga þínu sem lendir hornrétt á spegilflötinn speglast aftur í augað. Geislar frá auganu sem fara í aðra stefnu speglast ekki aftur í augað og þú sérð þá ekki. Geisli frá hökunni á þér lendir svolítið neðar á sléttum speglinum en sá frá auganu og speglast þaðan í auga þitt. Frá sérhverjum punkti á líkama þínum lendir einn geisli í auganu eftir speglun á spegilfletinum. Stefna geislans þegar hann lendir á auganu er einkennandi fyrir þennan punkt. Þú skynjar því mynd af þér bak við spegilinn. Myndin virðist vera í sömu fjarlægð aftan við spegilinn og er milli þín og spegils.



Ljósgeislar sem ná auga okkar eftir að hafa lent á spegilfleti (A) líta út fyrir að eiga upptök sín bak við spegilinn (A').

Við sjáum þannig fyrst og fremst mynd af fyrirmyndinni en verðum minna vör við spegilflötinn sjálfan. Eini munurinn á þessu tilfelli og því að þú sérð vinkonu þína fyrir framan þig er að spegillinn hefur breytt stefnu ljósgeislanna og þú sérð myndina því á óvæntum stað. Spegilmyndin hefur þó víxlað á hugtökunum hægri og vinstri.

Speglar hafa yfirleitt "gljáandi" áferð. Þeir eru oftast gerðir með því að leggja málmhúð á sléttan glerflöt.

Dreift endurkast verður á hinn bóginn frá flötum sem við getum kallað "matta". Geislar sem ná augum okkar frá slíkum flötum koma úr ýmsum áttum að fletinum, og innihalda því ekki upplýsingar um form fyrirmyndar eða ljósgjafa. Mattir fletir eru því almennt ekki flokkaðir sem speglar þó að þeir geti í sumum tilfellum endurvarpað geislum betur en gljáandi fletir, það er að segja að þeir drekka þá minna í sig af orku geislanna.

Við skynjum litaáferð flata vegna ljóss sem verður fyrir dreifðu endurkasti frá þeim. Grænn flötur dreifir ljósi af "grænum" öldulengdum vel en drekkur ljós á öðrum öldulengdum í sig. Hvítur flötur dreifir öllum öldulengdum jafnt og endurkastar mestum hluta ljóssins sem á hann fellur. Grár flötur endurkastar öldulengdum nokkuð jafnt en drekkur í sig stóran hluta ljósorkunnar sem á hann fellur. Þannig er oft aðeins stigsmunur á hvítu og gráu. Svartur flötur drekkur í sig ljósgeisla af öllum öldulengdum og endurkastar aðeins litlu.

Ýmislegt af því sem hér hefur verið sagt nýtist lesandanum aftur ef hann les svarið við spurningunni um litinn á snjónum.

Mynd: Emelía Eiríksdóttir...