Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?

Gunnar Þór Magnússon

Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið

1/137 = 0.007299270072992700729927...

fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar.

Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram talnafræðileg rök fyrir gildum nokkurra talna í eðlisfræði. Meðal annars hélt hann því fram að fjöldi raf- og róteinda í hinum sýnilega alheimi væri nákvæmlega

136 x 2256 = 15 747 724 136 275 002 577 605 653 961 181 555 468 044 717 914 527 116 709 366 231 425 076 185 631 031 296

og að gildi fíngerðarfastans (e. fine structure constant) tengdist þessari tölu og væri nákvæmlega 1/136, en þessi fasti lýsir styrkleika rafsegulkrafta. Þetta gildi fíngerðarfastans var í samræmi við það sem best var vitað um hann á þessum tíma, en hugmyndir Eddingtons biðu alvarlega hnekki stuttu eftir að hann setti þær fram, þegar í ljós kom að fíngerðarfastinn var nær 1/137. Eddington brást við fréttunum með því að setja rök sín fram aftur, nema með örlitlum breytingum sem gáfu nú gildi fastans sem 1/137.

Arthur Eddington.

Í dag eru þekkt betri nálgunargildi á fíngerðarfastanum en á tíma Eddingtons, og vitað er að hann er í kringum 1/137,035. Enginn heldur því lengur fram að gildi hans sé almennt brot, eða tengist földa raf- og róteinda í alheiminum á nokkurn hátt. Hér hefur verið máluð nokkuð ófögur mynd af Eddington, en lesendur Vísindavefsins mega ekki álykta að hann hafi verið einhver kjáni. Hans er ekki minnst í dag fyrir að hafa haft rangt fyrir sér um brotið 1/137, heldur fyrir framlag sitt til stjörnufræði og almennu afstæðiskenningarinnar, auk fjölmargra greina sinna þar sem hann útskýrði vísindi fyrir almenningi í Bretlandi á aðgengilegan hátt.

Tengt efni á Vísindavefnum, heimildir og mynd:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

10.9.2008

Spyrjandi

Helgi Jónsson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?“ Vísindavefurinn, 10. september 2008. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=11162.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 10. september). Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=11162

Gunnar Þór Magnússon. „Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2008. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=11162>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?
Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið

1/137 = 0.007299270072992700729927...

fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar.

Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram talnafræðileg rök fyrir gildum nokkurra talna í eðlisfræði. Meðal annars hélt hann því fram að fjöldi raf- og róteinda í hinum sýnilega alheimi væri nákvæmlega

136 x 2256 = 15 747 724 136 275 002 577 605 653 961 181 555 468 044 717 914 527 116 709 366 231 425 076 185 631 031 296

og að gildi fíngerðarfastans (e. fine structure constant) tengdist þessari tölu og væri nákvæmlega 1/136, en þessi fasti lýsir styrkleika rafsegulkrafta. Þetta gildi fíngerðarfastans var í samræmi við það sem best var vitað um hann á þessum tíma, en hugmyndir Eddingtons biðu alvarlega hnekki stuttu eftir að hann setti þær fram, þegar í ljós kom að fíngerðarfastinn var nær 1/137. Eddington brást við fréttunum með því að setja rök sín fram aftur, nema með örlitlum breytingum sem gáfu nú gildi fastans sem 1/137.

Arthur Eddington.

Í dag eru þekkt betri nálgunargildi á fíngerðarfastanum en á tíma Eddingtons, og vitað er að hann er í kringum 1/137,035. Enginn heldur því lengur fram að gildi hans sé almennt brot, eða tengist földa raf- og róteinda í alheiminum á nokkurn hátt. Hér hefur verið máluð nokkuð ófögur mynd af Eddington, en lesendur Vísindavefsins mega ekki álykta að hann hafi verið einhver kjáni. Hans er ekki minnst í dag fyrir að hafa haft rangt fyrir sér um brotið 1/137, heldur fyrir framlag sitt til stjörnufræði og almennu afstæðiskenningarinnar, auk fjölmargra greina sinna þar sem hann útskýrði vísindi fyrir almenningi í Bretlandi á aðgengilegan hátt.

Tengt efni á Vísindavefnum, heimildir og mynd:

...