Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Hannesar Stefánssonar:
Af hverju kemur fullt tungl?
Fullt tungl verður einu sinni í hverri umferð tunglsins um jörð, þegar lína frá tungli hornrétt á brautarsléttu jarðar sker beinu línuna sem markast af sól og jörð. Um leið er tunglið nokkurn veginn fjærst sól í þeirri umferð. Þá er sú hlið tunglsins sem snýr að jörðinni nær öll upplýst og tunglið sést sem bjartur hringflötur frá allri þeirri hlið jarðarinnar þar sem er nótt því að sú hlið snýr frá sólu og að tungli. Fullt tungl í þessum skilningi er atburður sem gerist á sama tíma fyrir öllum athugendum sem verða hans varir á annað borð.Nú mætti ætla að jörðin skyggi á tunglið þegar hún er milli sólarinnar og tunglsins. Þetta kemur vissulega fyrir og nefnist það þá tunglmyrkvi. En oftast sjáum við fullt tungl. Þetta er vegna þess að braut tunglsins um jörðina hallar um 5° miðað við braut jarðar um sólu. Það er nóg til þess að tunglið er oftast aðeins fyrir ofan eða neðan jörðina séð frá sólu og hún nær því yfirleitt að lýsa upp þá hlið þess sem að henni snýr.

Tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér hjá okkur. Staðartíminn er hins vegar annar í öðrum tímabeltum.

Allar götur síðan á dögum Forn-Grikkja hafa menn getað mælt staðartíma tunglmyrkva. Mismunur á honum milli staða fyrir sama myrkvann gefur til kynna muninn á landfræðilegri lengd staðanna, en hana var annars lengi vel erfitt að ákvarða.

Þegar Kólumbus fór til Ameríku hélt hann að hann væri kominn til Asíu, það er að segja Kína eða Japan. Nokkrum áratugum síðar voru gerðar mælingar á staðartíma tunglmyrkva í Ameríku og þar með voru færðar endanlegar sönnur á að menn væru staddir í heimsálfu sem áður var sem næst óþekkt.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

10.11.2000

Spyrjandi

Árni Birgisson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2000. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1118.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2000, 10. nóvember). Er fullt tungl á sama tíma um allan heim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1118

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2000. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1118>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Hannesar Stefánssonar:

Af hverju kemur fullt tungl?
Fullt tungl verður einu sinni í hverri umferð tunglsins um jörð, þegar lína frá tungli hornrétt á brautarsléttu jarðar sker beinu línuna sem markast af sól og jörð. Um leið er tunglið nokkurn veginn fjærst sól í þeirri umferð. Þá er sú hlið tunglsins sem snýr að jörðinni nær öll upplýst og tunglið sést sem bjartur hringflötur frá allri þeirri hlið jarðarinnar þar sem er nótt því að sú hlið snýr frá sólu og að tungli. Fullt tungl í þessum skilningi er atburður sem gerist á sama tíma fyrir öllum athugendum sem verða hans varir á annað borð.Nú mætti ætla að jörðin skyggi á tunglið þegar hún er milli sólarinnar og tunglsins. Þetta kemur vissulega fyrir og nefnist það þá tunglmyrkvi. En oftast sjáum við fullt tungl. Þetta er vegna þess að braut tunglsins um jörðina hallar um 5° miðað við braut jarðar um sólu. Það er nóg til þess að tunglið er oftast aðeins fyrir ofan eða neðan jörðina séð frá sólu og hún nær því yfirleitt að lýsa upp þá hlið þess sem að henni snýr.

Tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér hjá okkur. Staðartíminn er hins vegar annar í öðrum tímabeltum.

Allar götur síðan á dögum Forn-Grikkja hafa menn getað mælt staðartíma tunglmyrkva. Mismunur á honum milli staða fyrir sama myrkvann gefur til kynna muninn á landfræðilegri lengd staðanna, en hana var annars lengi vel erfitt að ákvarða.

Þegar Kólumbus fór til Ameríku hélt hann að hann væri kominn til Asíu, það er að segja Kína eða Japan. Nokkrum áratugum síðar voru gerðar mælingar á staðartíma tunglmyrkva í Ameríku og þar með voru færðar endanlegar sönnur á að menn væru staddir í heimsálfu sem áður var sem næst óþekkt....