Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningu Eyjólfs Jónssonar (f. 1989), Af hverju rata dúfur alltaf heim?
Ein helsta ráðgáta náttúrufræðinnar hefur verið sú hvernig fuglum hefur tekist að rata á sama hreiðurstæðið ár eftir ár þrátt fyrir langt og erfitt flug yfir úthöf og meginlönd. Fuglar sem leggja upp í farflug notast við ýmis kennileiti í umhverfinu. Vísindamenn hallast að því að helstu kennileitin séu segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna en þeir eru ekki á eitt sáttir um hvort kennileitið sé ráðandi í rötun farfugla og hafa nokkrar kenningar um það verið settar fram síðastliðna áratugi.

Merk tilraun sem þýski atferlisfræðingurinn Wolfgang Wiltschko gerði árið 1966 sýndi í fyrsta skipti fram á að sumar tegundir fugla notast við segulsvið jarðar sem áttavita í farflugi sínu. Wiltschko hafði fugla af ákveðinni tegund í stóru búri. Þegar sá tími ársins kom að fuglar af þessari tegund hefja venjulega farflug sitt, sem var í þessu tilviki að hausti, þá söfnuðust fuglarnir saman í suðurhluta búrsins og tóku að ókyrrast. Þá tók Wiltschko það til bragðs að framkalla segulskautun úr annarri átt en þeirri sem hin náttúrulega segulskautun jarðar kom úr. Viðbrögð fuglanna létu ekki á sér standa, þeir söfnuðust saman á þeim stað í búrinu sem segulskautun Wiltschkos vísaði á. Þessi rannsókn Þjóðverjans var sönnun þess að fuglar styðjast við segulskautun jarðar við rötun og er því talin ein af merkari rannsóknum sem gerðar hafa verið á farflugi fugla.

Sumir vísindamenn hallast að því að margar tegundir farfugla taki fyrst og fremst mið af gangi sólarinnar og stjarnanna. Ýmsar rannsóknir hafa stutt þetta. Þær tegundir sem styðjast við stöðu sólar í rötun eiga því erfitt um vik að ná áttum í þéttri þoku eða dumbungi þegar ekki sést til sólar, tungls eða stjarna.

Margir fræðimenn halda því fram að fuglar styðjist við enn fleiri kennileiti, meðal annars landslag og lyktarskyn.

Sennilega byggist rötun farfugla á hæfileika þeirra til að greina í sundur mismunandi gerðir af áreitum úr umhverfinu og flétta þau saman til að búa til einhvers konar kort yfir flugleiðina.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.11.2000

Spyrjandi

Hörður Guðjónsson, f. 1983

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2000. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1126.

Jón Már Halldórsson. (2000, 13. nóvember). Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1126

Jón Már Halldórsson. „Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2000. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1126>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir?

Hér er einnig svarað spurningu Eyjólfs Jónssonar (f. 1989), Af hverju rata dúfur alltaf heim?
Ein helsta ráðgáta náttúrufræðinnar hefur verið sú hvernig fuglum hefur tekist að rata á sama hreiðurstæðið ár eftir ár þrátt fyrir langt og erfitt flug yfir úthöf og meginlönd. Fuglar sem leggja upp í farflug notast við ýmis kennileiti í umhverfinu. Vísindamenn hallast að því að helstu kennileitin séu segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna en þeir eru ekki á eitt sáttir um hvort kennileitið sé ráðandi í rötun farfugla og hafa nokkrar kenningar um það verið settar fram síðastliðna áratugi.

Merk tilraun sem þýski atferlisfræðingurinn Wolfgang Wiltschko gerði árið 1966 sýndi í fyrsta skipti fram á að sumar tegundir fugla notast við segulsvið jarðar sem áttavita í farflugi sínu. Wiltschko hafði fugla af ákveðinni tegund í stóru búri. Þegar sá tími ársins kom að fuglar af þessari tegund hefja venjulega farflug sitt, sem var í þessu tilviki að hausti, þá söfnuðust fuglarnir saman í suðurhluta búrsins og tóku að ókyrrast. Þá tók Wiltschko það til bragðs að framkalla segulskautun úr annarri átt en þeirri sem hin náttúrulega segulskautun jarðar kom úr. Viðbrögð fuglanna létu ekki á sér standa, þeir söfnuðust saman á þeim stað í búrinu sem segulskautun Wiltschkos vísaði á. Þessi rannsókn Þjóðverjans var sönnun þess að fuglar styðjast við segulskautun jarðar við rötun og er því talin ein af merkari rannsóknum sem gerðar hafa verið á farflugi fugla.

Sumir vísindamenn hallast að því að margar tegundir farfugla taki fyrst og fremst mið af gangi sólarinnar og stjarnanna. Ýmsar rannsóknir hafa stutt þetta. Þær tegundir sem styðjast við stöðu sólar í rötun eiga því erfitt um vik að ná áttum í þéttri þoku eða dumbungi þegar ekki sést til sólar, tungls eða stjarna.

Margir fræðimenn halda því fram að fuglar styðjist við enn fleiri kennileiti, meðal annars landslag og lyktarskyn.

Sennilega byggist rötun farfugla á hæfileika þeirra til að greina í sundur mismunandi gerðir af áreitum úr umhverfinu og flétta þau saman til að búa til einhvers konar kort yfir flugleiðina.

...