Sólin Sólin Rís 09:15 • sest 17:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:28 • Sest 16:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:30 • Síðdegis: 12:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:15 • sest 17:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:28 • Sest 16:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:40 • Síðdegis: 18:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:30 • Síðdegis: 12:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var stærsta risaeðlan?

Leifur A. Símonarson



Almennt er talið að finngálknið (Brachiosaurus) sé þyngsta risaeðlan, en það gat orðið allt að 55 tonn á þyngd og 25 m langt. Trölleðla (Supersaurus), sem var náskyld þórseðlubróður (Diplodocus), var hins vegar lengri eða um 42 m en líklega hefur hún vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið.

Af og til koma fréttir af lengri og þyngri dýrum en fæstar þeirra hafa staðist frekari rannsóknir. Þannig má nefna skjálftaeðlu (Seismosaurus), sem talin er náskyld þórseðlubróður, en af henni hafa aðeins fundist hlutar af hryggsúlu í baki og hala, lendargrind og afturlimir og er talið að hún hafi jafnvel verið um 58 m löng.

Mjög stórir en illa farnir hryggjarliðir úr 144 milljóna ára gömlum jarðlögum í Colorado í Bandaríkjunum voru í fyrstu taldir úr dýri sem hlyti að hafa verið vel yfir 100 tonn á þyngd, jafnvel 136-190 tonn, og var það í fyrstu nefnt áseðla (Ultrasaurus). Flestir fræðingar telja hana nú til finngálkna og virðist nokkuð ljóst að eðlan var í fyrstu álitin alltof þung og er hún nú yfirleitt talin hafa vegið um 55 tonn. Það er samt varla til að kvarta undan þegar haft er í huga að þyngsta landdýrið á jörðinni í dag, Afríkufíllinn, vegur sjaldnast yfir 7,5 tonn.

Fleiri svör um risaeðlur:

Svör sama höfundar við spurningunum Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún lifði?, Hvernig varð fyrsta risaeðlan til? og Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og líkamsbyggingu þeirra?

Svar Guðmundar Eggertssonar við Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?

Svar Sigurðar Steinþórssonar við Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?

Mynd: Úr BBC sjónvarpsþáttunum: Walking With Dinosaurs

Höfundur

prófessor í steingervingafræði við HÍ

Útgáfudagur

17.11.2000

Spyrjandi

Baldvin Ingi Gunnarsson

Efnisorð

Tilvísun

Leifur A. Símonarson. „Hver var stærsta risaeðlan?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2000, sótt 2. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1136.

Leifur A. Símonarson. (2000, 17. nóvember). Hver var stærsta risaeðlan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1136

Leifur A. Símonarson. „Hver var stærsta risaeðlan?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2000. Vefsíða. 2. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1136>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var stærsta risaeðlan?


Almennt er talið að finngálknið (Brachiosaurus) sé þyngsta risaeðlan, en það gat orðið allt að 55 tonn á þyngd og 25 m langt. Trölleðla (Supersaurus), sem var náskyld þórseðlubróður (Diplodocus), var hins vegar lengri eða um 42 m en líklega hefur hún vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið.

Af og til koma fréttir af lengri og þyngri dýrum en fæstar þeirra hafa staðist frekari rannsóknir. Þannig má nefna skjálftaeðlu (Seismosaurus), sem talin er náskyld þórseðlubróður, en af henni hafa aðeins fundist hlutar af hryggsúlu í baki og hala, lendargrind og afturlimir og er talið að hún hafi jafnvel verið um 58 m löng.

Mjög stórir en illa farnir hryggjarliðir úr 144 milljóna ára gömlum jarðlögum í Colorado í Bandaríkjunum voru í fyrstu taldir úr dýri sem hlyti að hafa verið vel yfir 100 tonn á þyngd, jafnvel 136-190 tonn, og var það í fyrstu nefnt áseðla (Ultrasaurus). Flestir fræðingar telja hana nú til finngálkna og virðist nokkuð ljóst að eðlan var í fyrstu álitin alltof þung og er hún nú yfirleitt talin hafa vegið um 55 tonn. Það er samt varla til að kvarta undan þegar haft er í huga að þyngsta landdýrið á jörðinni í dag, Afríkufíllinn, vegur sjaldnast yfir 7,5 tonn.

Fleiri svör um risaeðlur:

Svör sama höfundar við spurningunum Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún lifði?, Hvernig varð fyrsta risaeðlan til? og Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og líkamsbyggingu þeirra?

Svar Guðmundar Eggertssonar við Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?

Svar Sigurðar Steinþórssonar við Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?

Mynd: Úr BBC sjónvarpsþáttunum: Walking With Dinosaurs...