Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta?

Kristján Valur Ingólfsson

Messuklæði presta eru hvítur kyrtill sem er annaðhvort svokallað rykkilín sem prestur ber yfir svartri hempu eða alba sem prestur ber í stað hempu og rykkilíns. Þar yfir klæðist prestur stólu sem er breiður borði í lit kirkjuársins (sjá síðar) lagður fram yfir axlir prests og fellur niður á miðjan legg. Að síðustu skrýðist prestur hökli, einkum ef altarisganga fer fram.

Á stólu og hökli eru myndatákn. Fyrir utan krossinn, sem er algengasta táknið og getur birst í mörgum mismunandi formum, eru algengustu táknin fangamark Jesú Krists í nokkrum útgáfum og tákn sem tengjast kirkjuárinu. Meðal þeirra myndatákna sem tengjast kirkjuárinu má nefna kornax og vínþrúgur, sem minna á brauð og vín í kvöldmáltíðinni en jafnframt á vöxt og grósku, eða eldtungur sem minna á stofnun kirkjunnar og á heilagan anda. Annað tákn heilags anda er hvít dúfa.

Brauð og fiskur sjást líka oft og minna á frásögnina um það þegar Jesús mettaði fimm þúsund manns, en fiskur er líka tákn fyrir kirkjuna, eða hin kristnu. Það er vegna þess að upphafsstafirnir í orðunum Jesús Kristur, Sonur Guðs, frelsari, þegar þau eru skrifuð á grísku, mynda gríska orðið ichthys sem þýðir fiskur.

Sagt er að þegar hin kristnu voru ofsótt á fyrstu öldum kristninnar hafi það að teikna fisk verið leynimerki þeirra til þess að þau þekktu hvert annað.

Mörg önnur myndatákn eru einnig til og engin leið að hitta örugglega á rétt svar við þessari spurningu nema vita nákvæmlega um hvaða myndatákn er spurt.

Höfundur

lektor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.11.2000

Spyrjandi

Arnar Agnarsson, fæddur 1989

Tilvísun

Kristján Valur Ingólfsson. „Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2000, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1140.

Kristján Valur Ingólfsson. (2000, 20. nóvember). Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1140

Kristján Valur Ingólfsson. „Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2000. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1140>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta?
Messuklæði presta eru hvítur kyrtill sem er annaðhvort svokallað rykkilín sem prestur ber yfir svartri hempu eða alba sem prestur ber í stað hempu og rykkilíns. Þar yfir klæðist prestur stólu sem er breiður borði í lit kirkjuársins (sjá síðar) lagður fram yfir axlir prests og fellur niður á miðjan legg. Að síðustu skrýðist prestur hökli, einkum ef altarisganga fer fram.

Á stólu og hökli eru myndatákn. Fyrir utan krossinn, sem er algengasta táknið og getur birst í mörgum mismunandi formum, eru algengustu táknin fangamark Jesú Krists í nokkrum útgáfum og tákn sem tengjast kirkjuárinu. Meðal þeirra myndatákna sem tengjast kirkjuárinu má nefna kornax og vínþrúgur, sem minna á brauð og vín í kvöldmáltíðinni en jafnframt á vöxt og grósku, eða eldtungur sem minna á stofnun kirkjunnar og á heilagan anda. Annað tákn heilags anda er hvít dúfa.

Brauð og fiskur sjást líka oft og minna á frásögnina um það þegar Jesús mettaði fimm þúsund manns, en fiskur er líka tákn fyrir kirkjuna, eða hin kristnu. Það er vegna þess að upphafsstafirnir í orðunum Jesús Kristur, Sonur Guðs, frelsari, þegar þau eru skrifuð á grísku, mynda gríska orðið ichthys sem þýðir fiskur.

Sagt er að þegar hin kristnu voru ofsótt á fyrstu öldum kristninnar hafi það að teikna fisk verið leynimerki þeirra til þess að þau þekktu hvert annað.

Mörg önnur myndatákn eru einnig til og engin leið að hitta örugglega á rétt svar við þessari spurningu nema vita nákvæmlega um hvaða myndatákn er spurt.

...