Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?

Kristján Valur Ingólfsson

Páskaliturinn er nú reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit.

Að baki spurningunni liggur málvenja síðari ára sem lætur páskana byrja ekki síðar en þegar skólar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu fari kyrravika eða dymbilvika. Í þeirri viku minnist kirkjan sérstaklega þjáninga og dauða Jesú Krists á krossinum á föstudaginn langa. Sú vika hefur yfirbragð kyrrðar og íhugunar og hefur því hinn fjólubláa lit iðrunarinnar.

Í hugum margra er páskaliturinn gulur en litur kirkjunnar á páskum er hvítur.

Páskavikan hefst með páskadegi. Þá fagnar kirkjan því að Jesús sem dó á krossinum reis upp frá dauðum. Kirkjan skrýðist hvítu, sem er litur Krists. Hins vegar hefur lengi tíðkast að nota einnig gulan eða gullinn lit með til þess að minnast dýrðarbjarma upprisunnar.

Til er helgisögn sem segir að eitt sinn hafi páskaliljurnar verið hvítar. En þegar sól reis á páskamorgni og Jesús var ekki í gröfinni, því að hann var upprisinn frá dauðum, þá var birta sólarinnar svo gullin af fögnuði að páskaliljurnar urðu gular. Hinn guli litur á páskaliljunum hefur síðan ráðið páskalitnum eins og hann er í huga spyrjenda og margra annarra, þótt litur kirkjunnar á páskum sé áfram hvítur.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?

Mynd:

Höfundur

lektor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.11.2000

Spyrjandi

RL HKB ÞS, Melaskóla, fædd 1989

Tilvísun

Kristján Valur Ingólfsson. „Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2000, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1142.

Kristján Valur Ingólfsson. (2000, 20. nóvember). Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1142

Kristján Valur Ingólfsson. „Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2000. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1142>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?
Páskaliturinn er nú reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit.

Að baki spurningunni liggur málvenja síðari ára sem lætur páskana byrja ekki síðar en þegar skólar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu fari kyrravika eða dymbilvika. Í þeirri viku minnist kirkjan sérstaklega þjáninga og dauða Jesú Krists á krossinum á föstudaginn langa. Sú vika hefur yfirbragð kyrrðar og íhugunar og hefur því hinn fjólubláa lit iðrunarinnar.

Í hugum margra er páskaliturinn gulur en litur kirkjunnar á páskum er hvítur.

Páskavikan hefst með páskadegi. Þá fagnar kirkjan því að Jesús sem dó á krossinum reis upp frá dauðum. Kirkjan skrýðist hvítu, sem er litur Krists. Hins vegar hefur lengi tíðkast að nota einnig gulan eða gullinn lit með til þess að minnast dýrðarbjarma upprisunnar.

Til er helgisögn sem segir að eitt sinn hafi páskaliljurnar verið hvítar. En þegar sól reis á páskamorgni og Jesús var ekki í gröfinni, því að hann var upprisinn frá dauðum, þá var birta sólarinnar svo gullin af fögnuði að páskaliljurnar urðu gular. Hinn guli litur á páskaliljunum hefur síðan ráðið páskalitnum eins og hann er í huga spyrjenda og margra annarra, þótt litur kirkjunnar á páskum sé áfram hvítur.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?

Mynd:...