Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Altarið í kristinni kirkju er fyrst og fremst borð. Það er kallað borð Drottins vegna þess að þar er borin fram kvöldmáltíðin. Að ganga til altaris er þannig líka kallað að ganga til Guðs borðs.
Jafnframt er altarið samkvæmt kristinni trú tákn um nærveru Guðs á jörðu. Þess vegna snúum við okkur þangað þegar við biðjum til Guðs. Altarið er helgasti hluti kirkjuhússins. Þetta kemur vel fram í atferli prests við altari. Þegar hann biður með söfnuðinum snýr hann að altari, þegar hann flytur söfnuðinum orð Guðs snýr hann frá altari.
Altarið táknar líka nærveru himinsins á jörðinni. Kristnir menn geta sagt sem svo þegar þeir horfa á altarið í kirkjunni: Hér endar jörðin og hér byrjar himinninn.
Kristján Valur Ingólfsson. „Til hvers er altarið í kirkju?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2000, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1143.
Kristján Valur Ingólfsson. (2000, 20. nóvember). Til hvers er altarið í kirkju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1143
Kristján Valur Ingólfsson. „Til hvers er altarið í kirkju?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2000. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1143>.