Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og eftir æfingu.

Vissulega er það rétt að ríbósi sé forsenda fyrir ATP. Hins vegar er glúkósi forsenda fyrir myndun ríbósa (í "Pentose phosphate"-ferlinu) og munar þar eingöngu um fjórum ensímhvötuðum skrefum sem taka sekúndubrot í hvötun. Þannig virðist ekkert síðra að borða glúkósa eða strásykur til að mynda ATP.

Eins og er hafa engar vísindalegar rannsóknir sýnt fram á að ríbósi bæti árangur í íþróttum og ætti því að taka fullyrðingum framleiðenda með varúð áður en miklum fjármunum er eytt í ríbósa sem fæðubótarefni.

Höfundur

Ingibjörg Gunnarsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.11.2000

Spyrjandi

Ragnar Ragnarsson

Tilvísun

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2000, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1147.

Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2000, 20. nóvember). Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1147

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2000. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1147>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?
Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og eftir æfingu.

Vissulega er það rétt að ríbósi sé forsenda fyrir ATP. Hins vegar er glúkósi forsenda fyrir myndun ríbósa (í "Pentose phosphate"-ferlinu) og munar þar eingöngu um fjórum ensímhvötuðum skrefum sem taka sekúndubrot í hvötun. Þannig virðist ekkert síðra að borða glúkósa eða strásykur til að mynda ATP.

Eins og er hafa engar vísindalegar rannsóknir sýnt fram á að ríbósi bæti árangur í íþróttum og ætti því að taka fullyrðingum framleiðenda með varúð áður en miklum fjármunum er eytt í ríbósa sem fæðubótarefni.

...