Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi?

Bryndís Eva Birgisdóttir

Magn af DHA (docosahexaenoic acid) í lúðulýsi er aðeins minna en í þorskalýsi. Munurinn á lúðulýsi og þorskalýsi er hins vegar aðallega sá að hvert gramm af lúðulýsi inniheldur mun meira af A- og D-vítamínum heldur en gramm af þorskalýsi. Það þarf því að borða minna af lúðulýsi heldur en þorskalýsi til að fullnægja dagsþörfinni af þessum fituleysanlegu vítamínum. Það þýðir þó einnig að minna pláss er fyrir fitusýrur af gerðunum DHA og EPA (eicosapentaenoic acid).

Til þess að fá hlutfallslega mest magn af DHA og EPA úr lýsi án þess að fá of mikið af fituleysanlegum vítamínum er í raun hagstæðast að taka inn krakkalýsi. Það er ekki af hinu góða að taka inn miklu meira magn af lýsi en ráðlagt er á umbúðum, bæði vegna hættu á ofneyslu vítamína og vegna þess að lýsi er hrein fita og er því orkumikið. Mjög mikil neysla á DHA og EPA er heldur ekki af hinu góða.

DHA og EPA eru af omega-3 (w-3) gerð eins og línólensýra (líkaminn getur búið til DHA og EPA úr henni). w-3 fitusýrur teljast til lífsnauðsynlegra fitusýra og skipta miklu um vöxt og þroska. Úr þeim myndast mörg líffræðilega virk efni auk þess sem þær eru nauðsynlegar eðlilegri starfsemi frumuhimna. Neysla á þessum fitusýrum hefur verið tengd forvörnum gegn hjartasjúkdómum, háþrýstingi, liðagigt og jafnvel krabbameini en rannsóknir á þessum atriðum eru mislangt á veg komnar. DHA og EPA er að finna í fiski og fiskafurðum en línólensýru er að finna í ýmsum jurtaolíum, hnetum og fræjum, grænmeti og baunum, svo sem sojabaunum.

Höfundur

doktor í næringarfræði

Útgáfudagur

21.11.2000

Spyrjandi

Andrés Eymundsson, fæddur 1983

Tilvísun

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi? “ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1151.

Bryndís Eva Birgisdóttir. (2000, 21. nóvember). Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1151

Bryndís Eva Birgisdóttir. „Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi? “ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1151>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi?
Magn af DHA (docosahexaenoic acid) í lúðulýsi er aðeins minna en í þorskalýsi. Munurinn á lúðulýsi og þorskalýsi er hins vegar aðallega sá að hvert gramm af lúðulýsi inniheldur mun meira af A- og D-vítamínum heldur en gramm af þorskalýsi. Það þarf því að borða minna af lúðulýsi heldur en þorskalýsi til að fullnægja dagsþörfinni af þessum fituleysanlegu vítamínum. Það þýðir þó einnig að minna pláss er fyrir fitusýrur af gerðunum DHA og EPA (eicosapentaenoic acid).

Til þess að fá hlutfallslega mest magn af DHA og EPA úr lýsi án þess að fá of mikið af fituleysanlegum vítamínum er í raun hagstæðast að taka inn krakkalýsi. Það er ekki af hinu góða að taka inn miklu meira magn af lýsi en ráðlagt er á umbúðum, bæði vegna hættu á ofneyslu vítamína og vegna þess að lýsi er hrein fita og er því orkumikið. Mjög mikil neysla á DHA og EPA er heldur ekki af hinu góða.

DHA og EPA eru af omega-3 (w-3) gerð eins og línólensýra (líkaminn getur búið til DHA og EPA úr henni). w-3 fitusýrur teljast til lífsnauðsynlegra fitusýra og skipta miklu um vöxt og þroska. Úr þeim myndast mörg líffræðilega virk efni auk þess sem þær eru nauðsynlegar eðlilegri starfsemi frumuhimna. Neysla á þessum fitusýrum hefur verið tengd forvörnum gegn hjartasjúkdómum, háþrýstingi, liðagigt og jafnvel krabbameini en rannsóknir á þessum atriðum eru mislangt á veg komnar. DHA og EPA er að finna í fiski og fiskafurðum en línólensýru er að finna í ýmsum jurtaolíum, hnetum og fræjum, grænmeti og baunum, svo sem sojabaunum....